Fréttablaðið - 06.05.2014, Page 42

Fréttablaðið - 06.05.2014, Page 42
6. maí 2014 ÞRIÐJUDAGUR| SPORT | 26 visir.is Frekari umfjöllun um Pepsi- deildina í fótbolta. Mörkin: 0-1 Tómas Óli Garðarsson (3.), 1-1 Hólmar Örn Rúnarsson (35.) FH (4-3-3): Róbert Örn Óskarsson 5 - Jón Ragnar Jónsson 6, Kassim Doumbia 6, Pétur Viðarsson 5, Guðjón Árni Antoníusson 5 - Davíð Þór Viðarsson 6, Hólmar Örn Rúnarsson 6, Sam Hewson 4 (76., Emil Pálsson -) - Ingimundur Níels Óskarsson 4 (76., Albert Brynjar Ingason -), *Ólafur Páll Snorrason 7 (84., Kristján Gauti Emilsson -), Atli Guðnason 6. Breiðablik (4-3-3): Gunnleifur Gunnleifsson 6 - Guðmundur Friðriksson 4, Stefán Gíslason 5, Damir Muminovic 6, Jordan Halsman 4 - Guðjón Pétur Lýðsson 3 (46., Elfar Freyr Helgason 6), Finnur Orri Margeirsson 6, Andri Rafn Yeoman 5 (76., Elfar Árni Aðalsteinsson -) - Páll Olgeir Þorsteinsson 5 (46., Ellert Hreinsson 4), Tómas Óli Garðarsson 5, Árni Vilhjálmsson 5. Skot (á mark): 14-7 (5-3) Horn: 14-8 Varin skot: Róbert Örn 2 - Gunnleifur 2 Aukaspyrnur: 11-11 1-1 Kaplakriki 1869 áhorfendur Kristinn Jakobsson (8) TÁRIN RUNNU Luis Suarez var óhugg- andi í leikslok. NORDICPHOTOS/GETTY Klúður hjá Liverpool CRYSTAL PALACE - LIVERPOOL 3-3 0-1 Joe Allen (18.), 0-2 Daniel Sturridge (53.), 0-3 Luis Suarez (55.), 1-3 Damien Delaney (78.), 2-3 Dwight Gayle (81.), 3-3 Dwight Gayle (88.), STAÐA EFSTU LIÐA Liverpool 37 25 6 6 99-49 81 Man City 36 25 5 6 96-37 80 Chelsea 37 24 7 6 69-26 79 Arsenal 37 23 7 7 66-41 76 FÓTBOLTI „Þetta var barningur fyrstu mínúturnar og snerist um hvort liðið myndi skora fyrsta markið,“ segir Hörður Sveinsson, framherji Keflavíkur, í samtali við Fréttablaðið en Hörður skoraði tvö mörk í 3-1 sigri Keflavíkur á Þór í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu á sunnudaginn. „Okkur létti aðeins við að skora þetta mark og þá fórum við að spila fótbolta. Það gekk ágætlega, svona miðað við aðstæður,“ segir Hörður en fyrsta markið skoraði elsti maður liðsins, hinn 37 ára gamli Jóhann B. Guðmundsson. Sama hvað öðrum finnst Líkt og undanfarin ár er Keflavík ekki spáð góðu gengi í Pepsi-deildinni. Liðinu er spáð fallbaráttu en það missti markvörðinn Ómar Jóhannsson og besta mann liðsins, Arnór Ingva Traustason, í vetur og hefur lítið fengið á móti. Herði líst samt vel á sumarið fyrir hönd Keflvíkinga. „Við fengum frábæran mark- vörð í Jonasi Sandqvist til að leysa Ómar af hólmi. Svo byrj- uðum við náttúrlega síð- asta tímabil án Einars Orra (Einarssonar) og Magga Þorsteins (Magnúsar Sverr- is Þorsteinssonar). Þegar þeir komu inn í þetta um mitt tímabil í fyrra ásamt Ómari var það bara eins og að fá nýja menn inn í liðið,“ segir Hörður sem hefur litlar áhyggjur af spá- dómum annarra en Kefl víkingar hafa vanalega sáralitlar áhyggj- ur af spádómum sérfræð- inga og svara þeim oft full- um hálsi. „Það skiptir okkur engu máli hvað öðrum finnst um okkur. Við vitum alveg hvað við getum. Við erum með sterkari í hóp í fyrra að mínu mati þrátt fyrir breyting- arnar. Það er missir í Arnóri en við vorum hálft tímabilið í fyrra í meiðslavandræðum. Það er samt algjör lykill að velgengni okkar í sumar að við höldumst heilir. Við erum samt með stærri hóp en fólk reiknar með. Það voru þrír sterkir spilarar fyrir utan hóp á sunnu- daginn og það segir ýmislegt,“ segir Hörður. Ævintýramarkvörður Ein af helstu ástæðum þess að Keflavík fór á flug um mitt mót í fyrra og bjargaði sér frá falli og rúmlega það var endurkoma Ómars Jóhannsson- ar í markið. Hann verður ekki með liðinu í sumar vegna þrálátra axlarmeiðsla. Í hans stað var fenginn Svíinn Jonas Sandqvist, 31 árs markvörður sem sem spilaði síðast með Örebro. Tvennum sögum fór af frammistöðu hans á vormótunum en Keflvíkingar eru mjög ánægðir með Svíann. „Fólk sér ekki hvað hann er að gera á æfingum. Þegar hann spilaði með okkur í vetur á móti Skaganum leit hann ekkert frábærlega út en hann var þá bara búinn að mæta á tvær æfingar og var að spila með liðinu í fyrsta skipti. Það tekur tíma fyrir markverði að venjast varnarlínunni og svona. En þetta er mjög góður markvörður. Eins og Jói B. benti á þá á hann yfir 100 leiki í úrvalsdeildinni í Svíþjóð. Það er ekkert grín. Þetta er líka bara frábær karakter.“ Gott að brjóta ísinn Hörður Sveinsson hefur helst verið þekktur fyrir það undanfarin ár að skora mikið á haustin og verið kallaður haust-Hörður í aðdraganda Íslandsmótsins. Nú grínast gárungarnir með að hann sé orðinn vor-Hörður enda búinn að jafna markaárangurinn sinn í maí í einum leik sé litið til síðustu tveggja ára. „Auðvitað er langbest að skora strax og brjóta ísinn. Það eru hæðir og lægðir í þessu og maður skorar ekki í öllum leikjum. Vonandi fara mörkin bara að koma núna. Þessi árstíða-umræða fer lítið fyrir brjóstið á mér. Ég hef bara gaman af þessu og vonandi hafa aðrir það líka. Menn mega leika sér með nafnið eins og þeir vilja,“ segir Hörður Sveinsson. tom@frettabladid.is Haustar nú að vori Kefl víkingurinn Hörður Sveinsson er búinn að skora jafn mikið í einum leik í maí á þessu ári eins og hann hefur gert í sama mánuði undanfarin tvö ár. SÍÐUSTU NÍU LEIKIR HARÐAR Í PEPSI-DEILD 18. ágúst 2013 Keflavík-Valur 2-0 1 mark 22. ágúst 2013 ÍBV-Keflavík 1-1 1 mark 26. ágúst 2013 Fram-Keflavík 2-3 1 mark 1. sept. 2013 Keflavík-Stjarnan 0-2 Skoraði ekki 12. sept. 2013 Keflavík-ÍA 5-3 3 mörk 18. sept. 2013 Þór-Keflavík 2-2 Skoraði ekki 22. sept. 2013 Keflavík-ÍBV 4-2 1 mark 28. sept. 2013 Breiðablik-Keflavík 3-2 Skoraði ekki 4. maí 2014 Keflavík-Þór 3-2 2 mörk SAMTALS: NÍU MÖRK Í NÍU LEIKJUM EKKI LENGUR BARA HAUST-HÖRÐUR Í MAÍMÁNUÐI SUMARIÐ 2014: 1 leikur (85 mínútur) 2 mörk Í MAÍMÁNUÐI SUMRIN 2012 TIL 2013: 10 leikir (638 mínútur) 2 mörk HANDBOLTI Ísak Rafnsson, varnar maðurinn efnilegi hjá FH í Olís-deild karla í hand- bolta, heldur til Þýskalands á morgun þar sem hann mun æfa með C-deildar liðinu HSC Coburg í tvo daga. Coburg er sem stendur í efsta sæti suðurriðils Bundesligu 3, þriðju efstu deildar Þýskalands. „Þetta er bara stutt heimsókn. Ég ætla aðeins að kanna aðstæður þarna,“ segir Ísak sem fékk sím- tal frá liðinu eftir að FH tap- aði oddaleiknum gegn Haukum í undanúrslitum Íslandsmótsins en Ísak vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína í einvíginu. „Ég vissi að þeir voru búnir að skoða mig aðeins en svo kom símtalið. Það er alltaf gaman að fá staðfest- ingu á því að maður sé að standa sig og það sé fylgst með manni. Hvað verður veltur svo bara á því hvernig ég stend mig þarna en í heildina er ég bara að skoða mín mál. Ég ætla í atvinnumennsku einhvern tíma og það væri gaman ef það myndi gerast í sumar,“ segir Ísak. Hann segist þó ekkert setja sig upp á móti því að spila annað tímabil með FH. „Það væri ekkert verra að taka annað tímabil hér heima. Þá fengi ég kannski að spila meira og virkilega sýna hvað í mér býr. Mér finnst ég eiga töluvert inni og geta gert betur en á síðustu leik- tíð,“ segir Ísak Rafnsson. - tom Gaman að það sé fylgst með manni Ísak Rafnsson, varnarmaðurinn öfl ugi úr FH, er til skoðunar hjá þýsku liði. ATVINNUMAÐUR? Ísak æfir með þýsku liði í tvo daga. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI „Það kom smásnúningur á ökklann vegna höggsins. Nú er bara að vinna vel í þessu og sjá hvort maður verður klár fyrir fimmtudaginn,“ segir Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, en hann fór meiddur af velli undir lok sigurleiksins gegn KR í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta á sunnudagskvöldið. Haukur fékk hressilega tæklingu frá framherjanum Gary Martin en hann hitti hægri ökklann á fyrir- liðanum. „Ég er búinn að vera í smábasli með ökklann fyrir mótið. Við æfðum í hádeginu en ég tók bara hjólið á meðan strákarnir fóru út í fótbolta. Það er smábólga í þessu en ég er vel vafinn og mér líður betur núna en eftir leik. Það er bara Voltaren og svo keyra þetta í gang,“ segir Haukur og hlær við. Valur mætir næst Keflavík á heimavelli á fimmtudagskvöldið þannig að Haukur Páll hefur nokkra daga til að jafna sig. Hann er liðinu auðvitað gríðarlega mikilvægur og er sannarlega skarð fyrir skildi þegar hann er ekki með. - tom Haukur Páll „tók bara hjólið“ vegna meiðslanna TÆPUR Óvíst er hvort Haukur verður með gegn Keflavík. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Sigurbergur Sveinsson tryggði Haukum 29-28 sigur á ÍBV í rosalegum handboltaleik á Ásvöllum í gær en Haukarnir eru þar með komnir í 1-0 í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild karla í handbolta. Haukarnir voru búnir að byrja síðustu fjórar seríur sínar á tapi á heimavelli í fyrsta leik og þetta leit ekki vel út þegar ÍBV-liðið var komið 28-26 yfir þegar fimm mínútur voru eftir. Haukarnir skoruðu hins vegar þrjú síðustu mörkin og tryggðu sér sigurinn. Andri Heimir Friðriksson fékk dauðafæri í lokin til að jafna en skaut fram hjá og Haukarnir fögnuðu gríðarlega í leikslok. Næsti leikur er í Vestmanneyjum á fimmtudags- kvöldið en það lið sem fyrr vinnur þrjár leiki verður Ís- landsmeistari. Elías Már Halldórsson var markahæstur hjá Haukum með átta mörk en Agnar Smári Jónsson skoraði átta fyrir ÍBV. Haukar komnir í 1-0 í lokaúrslitunum FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR SPORT

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.