Fréttablaðið - 06.05.2014, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 06.05.2014, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2014 BÍLAR S annkölluð hátíðarhöld voru í Brimborg um liðna helgi en þar var haldin heljarinnar sýn- ing á Ford Mustang- bílum. Þessi sýning er árlegur viðburður og var nú haldin í fimmta skiptið. Sýningin í ár var þeirra vegleg- ust, enda Ford Mustang 50 ára nú í ár. Það var því vel við hæfi að fjöldi Mustang-bílanna sem virða mátti fyrir sér þetta árið væri einmitt 50. Sýningin um helgina tókst sérlega vel og áætlaði starfsfólk Brimborgar að á bilinu sjö til átta þúsund manns hefðu komið og skoðað bílana fallegu. Brimborg hélt sýninguna í sam- starfi við Mustang-klúbbinn, en í honum eru 220 meðlimir og þar eru allir velkomnir. Samkvæmt Umferðarstofu eru 380 skráðir Mustang-bílar, en frá upphafi hafa verið skráðir 800 slíkir og víst er að margir þeirra eru ekki á númerum en bíða þess að verða aftur settir á götuna, fallega upp- gerðir. Mustang ’71 kosinn fallegastur Á sýningunni voru margir gull- fallegir Mustang-bílar og sam- tals voru þarna samankomin um 20.000 hestöfl. Sá öflugasti þeirra var Mustang Shelby GT-500 ár- gerð 2007, 850 hestöfl, en bíllinn er í eigu Ingimundar Helgasonar og er hann margfaldur Íslands- meistari í kvartmílu. Sýningar- gestir völdu bæði fallegasta og áhugaverðasta bílinn. Einstak- lega vel uppgerður Mustang, ár- gerð 1971, í eigu Björns Emils- sonar, var valinn fallegasti bíll- inn. Það tók mörg ár að gera hann upp og tókst Birni þar afar vel upp. Áhugaverðasti bíllinn var valinn Mustang Boss, árgerð 2013, sem er jafnframt nýjasti Mustang-bíllinn á landinu. Hann er í eigu Björns Kristinssonar. Sýningarnefnd útnefndi einnig áhugaverðasta bílinn og fyrir val- inu varð Mustang, árgerð 1986, í eigu Kjartans Kjartans sonar. Sá bíll er eini bíllinn á landinu sem hefur farið undir tíu sek úndur í kvartmílukeppni. Björn Ingi Berndsen fékk sérstaka viður- kenningu fyrir að vera yngsti þátttakandinn á sýningunni. Hann er sjö ára gamall og var með Mini Mustang til sýnis. Brautryðjandi Ford Mustang er bíllinn sem ruddi braut „pony car“-bílanna í Bandaríkjunum, bíla með langt húdd og stuttan afturenda, lag bíla sem í dag kallast „coupe“. Margir bílar annarra framleið- enda fylgdu í kjölfarið með sams konar lag. Bílar eins og Chevr- olet Camaro, Pontiac Firebird, Plymouth Barracuda, Dodge Challenger og fleiri. Þá er einn- ig sagt að bílar eins og Toyota Celica og Ford Capri hafi fengið útlit sitt frá Mustang. Svo vel var Mustang tekið að á fyrstu árunum seldust allt að 600.000 slíkir á ári bara í Banda- ríkjunum, en á þeim tíma hafði fólk ekki miklar áhyggjur af eyðslu bíla þar vestra. Á síðustu árum hafa selst um 80.000 bílar þar á ári. Stutt er í sjöttu kyn- slóð af Mustang, en hann verður af árgerð 2015. SJÖ ÞÚSUND GESTIR Á MUSTANG-SÝNINGU Á 50 ára afmæli Mustang voru sýndir 50 bílar í Brimborg, samtals um 20.000 hestöfl. ÖRUGGT START MEÐ EXIDE RAFGEYMUM Endingargóðir og sterkbyggðir rafgeymar fyrir flestar gerðir bifreiða. Veldu þaulreynda vöru frá gæðaframleiðanda. PI PA R\ TB W A • SÍ A • 13 18 58 Exide rafgeymarnir fást hjá:

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.