Fréttablaðið - 06.05.2014, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 06.05.2014, Blaðsíða 46
6. maí 2014 ÞRIÐJUDAGUR| LÍFIÐ | 30 „Zinger twister hjá Kenny frænda toppar allt, eða Eldofninn. Þetta tvennt er að slást um besta bitann hjá mér.“ Jóel Sæmundsson leikari. BESTI BITINN „Mig langaði alltaf að gera myndband við þetta lag. Hildur Sigrún á heiðurinn af hug- myndinni á bak við myndbandið en sögu- þráðurinn snýst um brjálaða kattarkonu sem ferðast aftur í fyrri líf og það er búið að vera mikið grín í kringum í þetta allt saman,“ segir Ragnheiður Gröndal tónlistarkona aðspurð um nýja myndbandið sem hún frum- sýnir í dag. Ragnheiður á sjálf tvo ketti og annar þeirra, hinn þrífætti Bangsi, lék burðarhlut- verk í myndbandinu. Bangsi er þó ekki að stíga sín fyrstu skref í veröld sviðslistanna því hann lék aukahlutverk í þáttunum „Fólkið í blokkinni“ sem sýndir voru á RÚV árið 2013. „Þetta lag er tileinkað ástinni, lífinu og Bangsa. Ég er samt að reyna að draga úr því að semja um kettina mína,“ segir hún hlæjandi. Lagið „Bangsi“ kom út á síðustu plötu Ragnheiðar, „Astrocat Lullaby“. Hildur Sigrún Valsdóttir leikstýrði mynd- bandinu og sá jafnframt um búninga og heildarútlit. Kvikmyndataka og eftirvinnsla var í höndum Martynu Daniel og Waddling Pictures & Co. Tómas Oddur Eiríksson er höf undur danshreyfinga og Guðbjörg Huldís Kristinsdóttur sá um förðun og hár. - mm Þrífætti kötturinn Bangsi í burðarhlutverki Ragnheiður Gröndal frumsýnir splunkunýtt myndband við lagið Bangsi í dag. BRJÁLUÐ KATTARKONA Ragnheiður Gröndal í hlutverki sínu í myndbandinu. „Ég hef stundað fallhlífarstökk í um það bil þrjú ár,“ segir Gunnar Örn Marteinsson fallhlífarstökkvari sem er nýkominn heim frá Bandaríkjunum þar sem hann varð sér úti um kennsluréttindi í íþróttinni. Hann segist hafa lært gríðarlega mikið í ferðinni. „Ég fór fyrst í fallhlífarstökk fyrir tilstilli vinar míns. Hann var á leiðinni í stökk og ég bað um að fá að fara með. Ég held að þetta sé eitthvað sem flestalla langar til að gera en vantar að vera hreinlega ýtt út í. Þarna var tækifærið fyrir mig og ég stökk á það og hef ekki litið til baka síðan,“ útskýrir Gunnar og bætir við að gríðarleg þekking sé á fallhlífarstökki í Bandaríkjun- um. „Skólinn sem ég var í er einn sá besti í heimi.“ Auk þess að stunda fallhlífarstökk af miklum móð er Gunnar sjómaður. „Það má eiginlega segja að ég sé sjómaður í hjáverkum. Ég geri það bara til að lifa af og borga reikninga, og náttúrlega til að fjármagna fallhlífarstökkið,“ segir Gunnar, sem segir næsta mál á dagskrá að breiða út boðskapinn. „Ég ætla að aðstoða lærifeður mína hjá Fallhlífarstökksfélaginu Frjálsu falli við að kenna.“ - ósk Lærði fallhlífarstökk hjá þeim bestu Gunnar Örn Marteinsson ætlar að kenna fallhlífarstökk á Íslandi. SJÓMAÐUR Í HJÁVERKUM Gunnar Örn segist stunda sjómennsku til að borga reikninga og stunda fallhlífarstökkið. MYND/ÚR EINKASAFNI Æskuvinirnir Róbert Elmarsson og Guðjón Geir Geirsson hafa haft áhuga á tískufatnaði lengi vel. Eftir að hafa unnið í nokkrum fataversl- unum ákváðu þeir að stíga skrefið til fulls og hanna fatnað fyrir herra undir eigin nafni. Samanlagt lögðu þeir fram áttatíu þúsund krónur af sumarlaununum sínum til að stofna vörumerkið Inklaw, sem nú hefur vakið athygli frægra fótbolta- manna og söngstjarna erlendis. Þeir stefna hátt þrátt fyrir að vera einungis rétt um tvítugt en draumurinn er að eiga virt vöru- merki sem er þekkt út um allan heim. „Þetta er stór draumur en við ætlum að láta hann verða að veruleika. Við fáum mikinn stuðn- ing og skilning frá skólanum. Við fáum meira að segja frídag einu sinni í viku til að sinna fyrirtæk- inu okkar sem er komið á góðan skrið á skömmum tíma,“ segir Róbert Elmarsson, annar eigandi götutískumerkisins Inklaw. Róbert stundar nám í Flensborg en Guð- jón Geir Geirsson, félagi hans og besti vinur, er að læra fatatækni í Tækniskólanum. Vinirnir framleiða og sauma allan fatnaðinn sjálfir á sauma- stofu í Hafnarfirði með hjálp vin- konu sinnar, Báru Atladóttur sem er menntaður fatahönnuður. Pant- anirnar streyma inn í gegnum net- verslun þeirra en Róbert segir að Instagram hafi virkilega komið þeim á kortið. „Samskiptamiðl- arnir í dag hjálpa mikið til. Flest- ar sölurnar koma í gegnum Insta- gram því um leið og einn glaður viðskiptavinur póstar mynd af sér í flík frá okkur þá koma fleiri pant- anir. Með netinu höfum við náð að komast á erlendan markað og nú erum við að selja til 25 landa.“ Viðskiptavinirnir eru ekki af verri endanum en nýlega var haft sam- band við þá félaga fyrir hönd hins enska Daniels Sturridge sem spilar sem framherji hjá Liverpool. Stur- ridge óskaði eftir fatnaði frá Ink- law fyrir nýtt hipphopp-verkefni sem nefnist FOE, eða Family Over Everything. Portúgalski knatt- spyrnumaðurinn Raul Meireles sást einnig fyrir skömmu í Inklaw- bol og söngvarinn Liam Ferrari sem tók þátt í Australia Got Talent er viðskiptavinur. Í sumar munu Inklaw-félagarnir starfa sjálfstætt í fyrsta sinn heilt sumar og segjast hlakka til að geta eytt öllu sumrinu í að reka fyrirtækið og sinna pönt- unum. marinmanda@frettabladid.is Fótboltastjörnur hrifnar af Inklaw Róbert Elmarsson og Guðjón Geir Geirsson hanna götutískufatnað sem selst eins og heitar lummur erlendis en þeir sauma allar fl íkurnar sjálfi r. Veitir stuðning þar sem þú þarft hann. Leggur grunn að góðum degi D Ý N U R O G K O D D A R 20% afsláttur í maí TEMPUR DAGAR NÚ ER TÆKIFÆRIÐ! TEMPUR® Original & Cloud heilsurúm C&J stillanlegt rúm með TEMPUR® dýnu TEMPUR Original eða Cloud heilsudýna með Standard botni og löppum Verðdæmi: 160x200 cm. Fullt verð kr. 390.700 TILBOÐSVERÐ: kr. 312.560 C&J stillanlegt rúm með TEMPUR Original eða Cloud heilsudýnu. Verðdæmi: 2x90x200 cm. Fullt verð kr. 803.800 TILBOÐSVERÐ: kr. 643.040 V A X T A LA U SA R AFBORGANIR Í 1 2 M Á N * Aðeins 55.627 kr. á mán. V A X T A LA U SA R AFBORGANIR Í 1 2 M Á N * Aðeins 27.123 kr. á mán. Samskiptamiðlarnir í dag hjálpa mikið til. Flestar sölurnar koma í gegnum Instagram því um leið og einn glaður við- skiptavinur póstar mynd af sér í flík frá okkur þá koma fleiri pantanir. UNGIR Á UPPLEIÐ Róbert Elmarsson, Anton Darri fyrirsæta og Guðjón Geir Geirsson. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.