Fréttablaðið - 06.05.2014, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 06.05.2014, Blaðsíða 48
FRÉTTIR AF FÓLKI Mest lesið Sýndi gamla takta Þingmaðurinn Steingrímur J. Sigfús- son var á meðal keppenda á Öld- ungamótinu í blaki sem var haldið á Akureyri um síðustu helgi. Stein- grímur keppti lengi vel í blaki með ÍS og spilaði einmitt með öldungaflokki félagsins á Akureyri. Árangurinn olli vonbrigðum því liðið féll um deild en Steingrímur ku engu að síður hafa sýnt gömul og góð tilþrif uppi við netið. Alls tóku um 1.300 blakmenn af öllu landinu þátt í mótinu, sem er mesti fjöldinn til þessa. Margir þeirra létu sig ekki vanta á skemmtistaðinn Sjallann á föstudags- kvöldinu þar sem þeir slettu úr klauf- unum í góðra vina hópi. Steingrímur var á meðal þeirra og þótti fara mikinn á dansgólfinu undir taktföstum tónum plötu- snúða. - fb Með þeim kynþokkafyllstu Guðni Finnsson, guli pollinn í hljóm- sveitinni Pollapönk, er talinn þriðji kynþokkafyllsti karlflytjandinn í Eurovision að mati vefsíðunnar Good Evening Europe sem hefur tekið saman lista yfir þá tíu kynþokka- fyllstu í keppninni. Á vefsíðunni segir að hann sé blanda af John Cusack og Ricki Lake. „Hann virðist vera svo … heimspekilegur. Og gulur. Og í góðu formi. Og já, hann getur gert stafrófið með líkama sínum. Hver veit hvað fleira hann getur gert með þessum hreyfing- um?“ er meðal annars skrifað á síðunni. Í öðru sæti á listanum er András Kállay-Saunders frá Ungverjalandi og í því fyrsta Richard Micallef frá Möltu. - lkg 1 Brunaði inn á bílastæði og stór- skemmdi sjö bíla 2 Umfj öllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR-Valur 1-2 | Valsmenn byrja með látum 3 Þetta var enginn fífl agangur– mynd- band 4 Pollapönkarar mættu í ballkjólum 5 Sam-kúgun í Álfabakka VIÐ SEGJUM FRÉTTIR · SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 DREIFING: dreifing@postdreifing.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VÍSIR RITSTJÓRN 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja Opið allan sólarhringinn í Engihjalla og Vesturbergi 14.990 10” SPJALDTÖLVA Fullt verð 19.99 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.