Fréttablaðið - 06.05.2014, Page 26

Fréttablaðið - 06.05.2014, Page 26
BÍLAR FRÉTTABLAÐIÐ 8 6. maí 2014 ÞRIÐJUDAGUR Stærsti bílamarkaður heims í Kína heillar alla bílaframleiðend- ur og háar endurgreiðslur kín- verska ríkisins til handa þeim sem kaupa rafmagns- eða tvinn- bíla hafa fengið þá til að auka úrval sitt á slíkum bílum. Volkswagen-bílasam stæðan ætlar að taka þátt í þessu átaki kínverskra yfirvalda til að minnka útblástur bíla í Kína með því að bjóða ekki færri en tíu gerðir af rafmagns- eða tvinn- bílum í Kína fyrir árið 2018. Nú þegar býðst þar Porsche Pana- mera S E-Hybrid og seinna á þessu ári mun Volkswagen kynna E-Up og E-Golf. Á næsta ári bætast svo Volkswagen Golf GTE og Audi A3 E-tron við flóruna. Allir munu þessir bílar verða fluttir inn frá Þýskalandi. Árið 2016 ætlar svo Volkswagen að smíða plug-in- hybrid-gerð af Audi A6 í Kína í samstarfi við China FAW Group og SAIC Motor Corp og fleiri koma svo í kjölfarið. Í Kína greið- ir ríkið allt að 1 milljón króna með hverjum seldum rafmagns- bíl og 580.000 krónur með hverj- um plug-in-hybrid-bíl. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs seldi Volkswagen 880.700 bíla í Kína og jók söluna um 15% á milli ára. Stefnan er að selja 3,5 milljónir bíla í Kína í ár, en salan nam 3,27 milljónum bíla þar í fyrra. Tíu grænir VW til Kína Hinn nýi og netti sportjeppi Mercedes-Benz GLA verður kynntur á Íslandi í júní sam- kvæmt upplýsingum frá bílaum- boðinu Öskju. Mercedes Benz GLA var frumsýndur á bílasýn- ingunni í Frankfurt sl. haust. Eftir vænting hefur ríkt víða fyrir komu GLA en þetta er fyrsti bíllinn í þessum stærðarflokki sem Mercedes-Benz fram leiðir. Talsvert er lagt í innanrými GLA, sem mun svipa mjög til hinna nýju A-Class og CLA. Lítið mun skorta á kraftinn þrátt fyrir að vélarnar verði eyðslugrannar og umhverfismildar. Fyrsti fram- leiðslubíllinn er GLA 250 4Matic með tveggja lítra vél sem skilar 208 hestöflum. Sportjeppinn er með 7 gíra DCT-gírkassa. Hann er aðeins 6,4 sekúndur úr kyrr- stöðu í hundraðið. Stefnt gegn Audi Q3 og BMW X1 AMG-ofurútfærslan á GLA verður með tveggja lítra, fjögurra strokka vél með túrbínu. Þetta er sams konar vél og í A 45 AMG og CLA 45 AMG. Vélin er geysiöflug og skilar 355 hestöflum. Sportjeppinn verður með 4MATIC-fjórhjólakerfinu sem bætir bæði veggrip og stöðugleika bílsins auk þess sem það eykur snerpu og öryggi í akstri. Stefnt er að því að GLA komi einnig með framhjóladrifi en sú útgáfa er lík- lega ekki væntanleg á markað fyrr en 2015. Mercedes-Benz ætlar nýja sportjeppanum stórt hlutverk og er honum stefnt í harða samkeppni við Audi Q3 og BMW X1. Mercedes Benz GLA nálgast Íslandsmið Oft spá fjölmiðlar í hvaða bílar seljast mest en það er hins vegar sjaldgæft að vöngum sé velt yfir því hvaða bílar seljast hrað- ast. Í Bretlandi heldur heima- síðan glassbusiness.co.uk utan um þær upplýsingar. Samkvæmt nýjustu tölum heimasíðunnar eru það nýjar kynslóðir bíla sem seljast hraðast. Þar fara fremst- ir í flokki Nissan Qashqai og Hy- undai i10 en það tekur að meðal- tali 25,3 daga að selja hvern Qas- hqai af lager og 26,9 daga að selja hvern Hyundai i10. Það er áhuga- vert að skoða svona tölur, þótt ís- lenskt samhengi gefi þeim ekki mikið vægi. Til samanburðar má skoða þá bíla sem lengstan tíma tekur að selja í Bretlandi og er sölutím- inn þá í kringum 70 til 100 dagar. Aðrir bílar sem seljast hratt í Bret- landi þessa dagana eru Volkswa- gen Bora, Audi Q3, Audi TT, Niss- an Almera, Peugeot 2008, Audi A1, Ford Fiesta og Peugeot 3008 en fæstir af þessum bílum eru sölu- háir á Íslandi. Vefsíðan telur að vinsældir hins splunkunýja Nissan Quashqai séu til marks um að jepp- lingar njóti nú aukinnar hylli. Nissan Qashqai og Hyundai i10 seljast hraðast í Bretlandi Toyota hefur tekið ákvörðun um að flytja höfuðstöðvar sínar í Bandaríkjunum frá Kaliforníu til Plano í Texas. Höfuð stöðvar To- yota í Bandaríkjunum hafa verið í Kaliforníu í 57 ár. Toyota er ekki fyrsti japanski bílaframleið- andinn til að flytja höfuðstöðvar sínar þar frá Kaliforníu, en Niss- an gerði það einmitt fyrir átta árum. Einnig hefur Honda flutt hluta af starfsemi sinni frá Kali- forníu til Ohio. Þá flutti Ford árið 2001 frá Kaliforníu þá deild sína er hafði með Volvo-, Jaguar-, Land Rover- og Aston Mart- in-merkin að gera er þau voru í eigu Ford. Því má segja að mik- ill flótti bílafyrirtækja hafi verið frá Kaliforníu á undanförnum árum. Skondið er að rifja það upp að þegar Nissan fór með höfuð- stöðvar sínar frá Kaliforníu fyrir átta árum létu Toyota-menn hafa eftir sér að það myndu þeir aldrei gera. Ekki fór það þó þannig. Dýrtíð og háir skattar í Kaliforníu Það er orðið mjög dýrt að reka fyrirtæki í Kaliforníu og einn- ig er mjög dýrt fyrir starfsfólk að lifa þar. Er Kalifornía nú, ásamt New York og New Jersey, eitt þriggja svæða Bandaríkjanna sem dýrust eru þegar kemur að kostnaði við að reka heimili. Er sá kostnaður 39% hærri en á nýja staðnum í Plano. Þá eru fyrir- tækjaskattar háir í Kaliforníu og á það vafalaust stóran þátt í ákvörðun Toyota. Einn þáttur enn spilar vafalaust inn í ákvörðun Toyota, en Plano í Texas er einn öruggasti staður í Bandaríkjunum þegar kemur að glæpum og talinn einn besti staður þarlendis varð- andi lífsgæði almennt. Með þess- ari ákvörðun er víst að margir starfsmenn Toyota þurfa að flytj- ast búferlum, en þó er talið víst að Toyota muni nota þetta tækifæri til að stokka aðeins upp hjá sér í starfsmannamálum. Eftir þeim er haft að breyting verði á mark- aðsmálum fyrirtækisins þar sem sumir af núverandi starfsmönn- um þess séu ekki endilega heppi- legir til að stýra. TOYOTA USA FRÁ KALIFORNÍU TIL TEXAS Margir bílaframleiðendur hafa flutt höfuðstöðvar sínar frá Kaliforníu vegna dýrtíðar og skatta. Toyota fl ytur höfuðstöðvar sínar til Plano í Texas. Fyrir áratugum voru framtíðar- bílar eitt helsta einkenni bjart- ari tíðar. Þetta var á tímum kalda stríðsins og tæknikapp- hlaups sem að miklu leyti var drifið áfram af vopnakapphlaupi stórveldanna. Í bíómyndum og teiknimyndasögum var birting- armynd tækni framtíðarinn- ar hins vegar oftast bíll. Ýmsir framúrstefnulegir bílar litu dagsins ljós hjá bílaframleið- endum, oftast hugmynda bílar. Fólk lét sig dreyma um flug- bíla, rafmagnsbíla, rennilega og hátæknivædda bíla sem voru búnir alls konar tækjum til að þjóna eigandanum. Þessir tímar eru liðnir en framtíðin er allt- af ókomin. Þó kannski með einni undantekningu því BMW hefur framleitt bíl sem er eins og klipptur út úr hasarblaði fram- tíðarinnar. Það er BMW i8, sem er kyndilberi framtíðartækni BMW og svo framúrstefnu- legur að það er næsta ótrúlegt að hugsa til þess að bíllinn sé nú þegar kominn á markað. Tæknilegt undur – hvernig sem á hann er litið Ekki aðeins er BMW i8 afar framúrstefnulegur á að líta heldur er bíllinn mjög tækni- væddur. Hann er útbúinn afar óvenjulegri drifrás, 1,5 lítra, þriggja strokka túrbínuvél sem skilar 231 hestafli og er sú vél að aftan í bílnum. Að fram- an er svo rafmagnsmótor sem skilar 129 hestöflum en sam- tals er bíllinn þá 362 hestöfl og nýtur hann þess að auki að hafa drif á öllum hjólum. Þá prýða bílinn vængjahurðir og hönnun sem er svo óvenjuleg og glæsi- leg að bíllinn minnir einfaldlega á ókomna tíð. BMW hefur þegar sagt að ekki sé um ofursport- bíl að ræða heldur að i8 sé dæmi um þá nálgun sem BMW hefur í huga hvað varðar framleiðslu framtíðarinnar. Bíllinn er afar spennandi í útliti og akstri, ofur- léttur, sérstaklega þegar haft er í huga að þetta er fjögurra sæta bíll með öflugum raf mótor og bensínvél, en jafnframt mjög sparneytinn. BMW i8 nær 120 km/klst. hraða á rafmagninu eingöngu og 35 km drægi sem þýðir að hægt er að sinna flest- um innanbæjarakstri án þess að nota dropa af eldsneyti. Þrátt fyrir þessa sparsemi hraðar bíllinn sér í 100 km/klst. á að- eins 4,2 sekúndum og hámarks- hraðinn er 250 km/klst. ER BMW I8 STÖKK INN Í FRAMTÍÐINA? Er ekki ofursportbíll heldur dæmi um framtíðarsýn BMW. BMW i8 er afar framúrstefnulegur og tæknivæddur.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.