Fréttablaðið - 13.06.2014, Page 16

Fréttablaðið - 13.06.2014, Page 16
13. júní 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 16 Luigi Carola & Anton Rinsem a Kokker hos Kn orr i 14 og 7 år Eldaðu kar töflurnar í 1 2 mínútur og haltu heitum. Ste iktu kótele tturnar á p önnu eða grilli í 4-5 m ínútur á hv orri hlið. Nu ddaðu þær með b löndu af hv ítlauk, rósm arín (skorið smá tt), möluðu m pipar og salti, og haltu he itu. Settu baun ir og aspas (skorið í 2 cm stk) í pönnuna o g bættu vi ð fínskornu rósmarín. Hrærðu brú nu sósuna saman við eplasafa og bættu ú t í. Láttu græn metið elda st í 2 mínút ur. Berðu kóteletturn ar fram me ð soðnum kartöflum. Eldaðu ka rtöflurnar í 12 mínú tur og ha ltu heitum. S kerðu vas a í kjúklin gakjötið. Kryddaðu með salt i og pipar og komd u ostinum f yrir þar se m skorið var í kjúkl inginn. Lokaðu fy rir opið m eð tannst öngli eða kjötnál. Brúnaðu k júklinginn og leggð u á disk. Léttsteikt u sveppi o g lauk á p önnu. Bæ ttu við pressuðu m hvítlau k og settu kjúklingin n aftur á pönnun a. Hrærðu Knorr pip arsósunni saman við mjólk og bættu út á pönn una. Láttu sjóða í 5- 8 mínútur. T aktu kjúkl inginn frá og haltu kjötinu he itu. Settu spín atið í sósu na og bla ndaðu ve l saman. Berðu kjú klinginn f ram með soðnum kartöflum . 4 kjúkling abringur 2 sneiðar cheddar ostur 250g svep pir 500g fers kt spínat 1 hvítlauk sgeiri 1 lítill lauk ur 1 Knorr P iparsósa 3 dl mjólk Meðlæti: 500g kart öflur 4 stórar sví nakótelettu r salt og ma laður pipar 2 hvítlauks geirar 6 rósmarín sprotar, fer skir 400g litlar baunir, fros nar 250g fersku r aspas 1 Knorr brú n sósa 3dl eplasafi 500g kartö flur Luigi Carola & Anton Rinsem a Kokkar hjá Kno rr í 14 og 7 ár UMHVERFISMÁL Stjórnvöldum ber að grípa til aðgerða gegn súrnun sjávar, segir í ályktun frá aðal- fundi Náttúruverndarsamtaka Íslands, enda mælist nú súrnun sjávar tvöfalt hraðari norður af Íslandi en sunnar í Atlantshafi. Samtökin segja aðgerðir kalla á alþjóðlegt samstarf og að mikil- vægt sé að efla rannsóknir á þessu sviði, bæði á alþjóðavísu og á hafsvæðinu við landið. Einnig að til þess að Íslendingar geti beitt sér í alþjóðasamstarfi gegn súrnun sjávar verði þjóðin að hafa trúverðugleika á sviði lofts- lagsmála, og stjórnvöld verði því að leggja af áform um olíuvinnslu á Drekasvæðinu. - shá Hætt skuli við olíuvinnslu: Vilja aðgerðir vegna súrnunar BRIM Súrnun sjávar norður af Íslandi er gríðarhröð. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SAMGÖNGUR Fjöldi hjólreiðaslysa á þjóðvegum í dreifbýli fjórfald- aðist á undanförnum fimm árum miðað við næstu fimm ár þar á undan. Frá árinu 2004 til 2008 voru slysin þrjú en frá 2009 til 2013 voru þau tólf. Slysin eru þó enn til- tölulega fá og hjólreiðafólki hefur fjölgað á þessu sama tímabili. Þetta kemur fram í frétt á vef VÍS. Þar er athygli vakin á því að ökumenn þurfi að sýna hjólreiða- fólki tillitssemi á þjóðvegum, þar sem aðstæður fyrir hjólreiðafólk eru sjaldnast upp á það besta. - bá Fjölgun slysa á þjóðvegum: Fjórum sinnum fleiri hjólaslys HJÓLAÐ Á VESTFJÖRÐUM Tólf hjól- reiðaslys áttu sér stað á þjóðvegum landsins síðustu fimm ár. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SVEITARSTJÓRNIR „Þetta er eitt af stóru málunum sem ný sveitar- stjórn þarf að takast á við,“ segir Ásgrímur Ingólfsson, bæjar- fulltrúi á Höfn í Hornafirði, sem lagði til á síðasta bæjarstjórnar- fundi að einu bátasiglingafyrir- tæki í viðbót yrði veitt stöðuleyfi við Jökulsárlón. Bæjarstjórnin samþykkti á fundinum eftir auglýsingu að veita fyrirtækinu Fjallsárlóni ehf. leyfi til að starfa á austurbakka Fjalls- árlóns. Tvö önnur fyrirtæki sóttu um leyfið, þar á meðal Ice Lagoon, sem Ásgrímur lagði til að fengi stöðuleyfi til eins árs á vestur- bakka Jökulsárlóns. Vandinn er sá að þar er þjóðlenda og ekki gert ráð fyrir slíkri starfsemi með skipulagi. Ásgrímur segir að leyfi fyrir Ice Lagoon hafi verið hafn- að því menn vilji hafa fyrirtækin innan skipulags. „Ég er svo sem sammála því en það virðist bara ekki ganga,“ segir Ásgrímur og vísar til þess að sveit- arfélagið hafi í fyrra kostað nýtt skipulag á einkalandi á austur- bakka Jökulsárlóns. „Sveitarfé- lagið ákvað að fara í þetta í von um að höggva á þann hnút sem þarna er og vonaðist til að þeir sem ósk- uðu eftir að koma þarna með rekst- ur færu að starfa inni í því skipu- lagi. En það þarf samþykki allra landeigenda til og það hefur ekki gengið hingað til.“ - gar Enn ófrágengin mál varðandi bátasiglingar á jökullónum Hornafjarðar og færri komast að en vilja: Vildi að fleiri fyrirtæki kæmust að lóninu JÖKULSÁRLÓN Miklir hagsmunir felast í sívaxandi ásókn að útsýnissiglingum um jökullónin eystra. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SJÁVARÚTVEGUR Hafrannsókna- stofnun leggur til að þorskkvóti fiskveiðiársins 2014-2015 verði 218 þúsund tonn. Veiða má 214 þúsund tonn af tegundinni á yfir- standandi fiskveiðiári samkvæmt aflareglu stjórnvalda. Á blaða- mannafundi í gær kom fram að þorskstofninn hefði ekki styrkst eins mikið og vonast hefði verið eftir enda nýliðun undir meðal- tali. Hafró ráðleggur að ýsukvót- inn verði minnkaður úr 38 þús- und tonnum í 30.440 tonn. - hg Ráðleggingar Hafró kynntar: Kvótinn verði 218.000 tonn

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.