Fréttablaðið - 13.06.2014, Side 28

Fréttablaðið - 13.06.2014, Side 28
FRÉTTABLAÐIÐ Fólk og Tíska. Jóganámskeið og Markaður. Natalie Guðríður Gunnarsdóttir. Sumarréttir. Fataskápurinn. Samfélagsmiðlarnir. 2 • LÍFIÐ 13. JÚNÍ 2014 HVERJIR HVAR? ÚTGÁFUFÉLAG 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Ritstjórnarfulltrúi Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is Umsjón Marín Manda Magnúsdóttir marin@365.is ● Auglýsingar Atli Bergmann atlib@365.is Hönnun Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ● Forsíðumynd Daníel Rúnarsson Lífi ð www.visir.is/lifid HVER ER? Benetton Kringlunni - Benetton Smáralind - Benetton Glerártorgi þú kaupir eina vöru færðu 50% af næstu Greitt fyrir dýrari vöru Tilboð gildir til 17. Júní FÓLK MANNLÍFIÐ Í SUMARBLÍÐUNNI Í MIÐBÆNUM Borgin hefur iðað af lífi undanfarna sólskinsdaga en ljósmyndari Lífsins fór á stúfana og myndaði áhugavert fólk á blíð- viðrisdegi sem fl est var komið í heimsókn til Íslands til að kynnast landi og þjóð. Deon Whiskey frá Bandaríkjunum. Eva Kaljurand frá Eistlandi. Guido Javier var flottur í tauinu. James Fallama frá Síerra Leóne. Tobias Kaufmann frá Þýskalandi. Harry Ome frá Ástralíu. Denise Wiedermann frá Þýskalandi. „Við erum náttúrulega hreyfing af stelpum sem rappa og erum að nýta okkur þetta nafn til að gera fleiri skemmtilegar uppákomur,“ segir Salka Sól Eyfeld, einn af meðlim- um Reykjavíkurdætra. Rapphópur- inn, sem í eru nú 14 stelpur, hefur nú ákveðið að halda fatamarkað á Prikinu, Bankastræti 12, á morg- un, laugardag, og selja af sér spjar- irnar ásamt myndlist og ljóðabók- um. Markaðurinn er opinn frá kl. 11.30-17. „Við erum allar með svo mismun- andi stíl og ákváðum að selja fötin okkar en þar verður að finna pelsa, hatta, kimonóa, bikiní og ýmislegt skart,“ segir Salka. Reykjavíkur- dætur hafa nóg fyrir stafni í sumar en þær munu koma fram á Eistna- flugi og Secret Solstice-tónlistarhá- tíðinni. Salka segir meðlimi Reykja- víkurdætra misvirka í hópnum en að það sé mikil tillitssemi innan hópsins. „Hópurinn er opinn öllum konum sem vilja rappa og það hafa fleiri bæst í hópinn þegar við höfum haldið rappkonukvöld sem við gerum á 12-14 vikna fresti.“ MARKAÐUR REYKJAVÍKURDÆTUR SELJA AF SÉR SPJARIRNAR Salka Sól Eyfeld, ein af meðlimum Reykjavíkurdætra, hvetur fólk til að mæta á markaðinn á morgun. Nokkrar Reykjavíkurdætra samankomnar. Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Salka Sól Eyfeld, Solveig Pálsdóttir og Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir. Starf? Vinn hjá flugfélaginu Erni í sumar og sem sminka og hágreiðslu- kona á RÚV. Maki? Enginn. Stjörnumerki? Tvíburi. Hvað fékkstu þér í morgunmat? Morgunmatur var hafragrautur. Uppáhaldsstaður? Er einstakur staður nálægt minni sveit. Þar sem ég geng með fram sjónum upp að vita. Þar sem er svo mjög notalegt að setjast niður og njóta ;) Hreyfing? Jaðarsport er besta ræktin og ég er mikið fyrir útiveru. Uppáhaldslistamaður? Úff, það eru of margir en sá fyrsti sem kom upp í huga mér er hönnuðurinn Karl Lagerfeld, sem er mikill listamaður. Uppáhaldsmynd? Dirty Dancing frá 1987. A- eða B-manneskja? Er klárlega A-manneskja. Nafn? Eva Dögg Lárusdóttir Aldur 27 ára Um síðastliðna helgi fór fram lokasýning leik- verksins Spamalot í Þjóðleikhúsinu en í kjöl- farið var haldinn gleð- skapur í Þjóðleikhús- kjallaranum. Þar mátti að sjálfsögðu sjá flesta leikara verksins skemmta sér vel eins og Selmu Björnsdótt- ur og Jóhannes Hauk Jóhannesson. Leikstjóri verksins, Hilmir Snær Guðnason, var einnig mættur og sló á létta strengi. Að auki lét Tinna Gunnlaugsdóttir Þjóðleikhússtjóri sig ekki vanta í gleðskapinn.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.