Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.06.2014, Qupperneq 33

Fréttablaðið - 13.06.2014, Qupperneq 33
FRÉTTABLAÐIÐ LÍFIÐ 13. JÚNÍ 2014 • 7 Myndaalbúmið Natalie er á kafi í ýmsum verk- efnum en hún spilar á Secret Sol- stice í Laugardalnum í lok mánað- arins og stefnir á að fara út í haust að spila. „Ég er með erlendan Dj bókara sem hefur viljað bóka mig yfir allt sumarið úti en ég hef verið milli steins og sleggju því ég vil ekki skilja ömmu eina eftir. Ég hef því ekki getað sinnt þessu 100% út af fjölskylduaðstæðum. Nú eru hins vegar ýmis tækifæri í boði fyrir mig ef ég spila rétt úr spilunum en stór partur af því er að ég fari út. Ísland verður allt- af endastöðin en draumurinn væri að geta spila meira utan landstein- anna. Ég trúi því að hlutirnir ger- ist þegar þú opnar ákveðnar gátt- ir og ert tilbúinn að taka því sem kemur.“ Natalie er haldin mikilli ævin- týraþrá og þegar hún kláraði Kvennaskólann flutti hún um tíma til Frakklands, Spánar, Kaup- mannahafnar og Þýskalands. „Mér bauðst að spila heilmikið í Berlín þegar ég bjó þar. Ég var mjög sátt með lífið og var að spila úti um allt ásamt því að skrifa á ensku fyrir þýskt blað. Ég var því engan veginn á leiðinni heim.“ Plönin fóru þó ekki sem skyldi því Natalie þurfti að koma heim til að fara í stóra aðgerð á fæti eftir slys. Hún hafði árið 2009 fall- ið niður af húsþaki á heimili sínu og handleggs- og fótbrotnað. Í kjöl- farið þurfti hún að fara í fimm aðgerðir á fætinum. „Afi veikt- ist á sama tíma og ég þurfti pakk- aði bara öllu mínu saman og flutti heim. Þá skráði ég mig í viðskipta- fræði í Háskóla Íslands og er enn í því námi. Fyrir jól lést afi svo ég ákvað að taka mér árs frí frá nám- inu til að sinna ömmu betur og tón- listinni. Ég var í raun orðin örlítið þunglynd yfir að vera ekki að gera nógu mikið skapandi og ákvað að gefa tónlistinni meiri tíma og sinna fjölskyldunni sem ég sé alls ekkert eftir. Þau tækifæri sem hafa komið núna hefðu ekki komið hefði ein- beitingin verið öll á skólanum.“ Samkynhneigð ekki feimnismál „Ég var 23 ára þegar ég ákvað að horfast í augu við þá staðreynd að ég er samkynhneigð. Það vissu það í raun allir á undan mér en ég þrjóskaðist við og var svolítið lengur að viðurkenna það. Ég var í raun löngu komin út úr skápn- um en ákvað að takast á við mína samkynhneigð með áfengi. Sjálfs- myndin var brotin og ég var með skrítna sýn á sjálfa mig. Ég náði að flækja þetta fyrir mér lengi en á ákveðnum tímapunkti var þetta óumflýjanlegt. Ég komst að því að þetta væri ekki val og sætti mig við það og ákvað að kalla vini mína á mjög dramatískan fund til að til- kynna þetta. Þeir sögðu; til ham- ingju að vera búin að uppgötva þetta sjálf, við vissum þetta fyrir löngu,“ segir hún og glottir. „Ég er mjög heppin með vini. Ég var búin að eiga í einhverjum leynisam- böndum en nú var engin mótstaða. Ekki heldur með ömmu þrátt fyrir að vera af þessum gamla skóla. Amma hefur alltaf vitað þetta en ég sagði henni þetta þegar ég var byrjuð með stelpu og hún sagði bara að hún vildi að ég yrði ham- ingjusöm. Í kringum mig hefur því enginn sett sig upp á móti þessu og þá líður mér sjálfri betur með mig að þurfa ekki að vera í nein- um feluleik. Með aldrinum næ ég meiri sátt við sjálfa mig og lífið er of stutt til að vera í felum og skammast sín fyrir það hver maður er.“ Talið berst að framtíðinni og barneignum. „Ég hef mjög gaman af börnum. Þegar ég er hætt að vera vandræðaunglingur langar mig að eignast börn. Ég held að allir vilji skapa öryggi og góðan ramma utan um líf barna sinna þar sem þau skortir ekki neitt. Ég sé fyrir mér að þegar ég er komin á þann stað þá er ég tilbúin. Það eru mín markmið áður en ég fer út í barneignir. Vinkonur mínar hafa verið duglegar að eignast börn og það hentar mér mjög vel að vera Natalie frænka, fá að vera vinsæl- ust og dekra þau.“ Fjölskyldumynd af okkur þremur. Tveggja ára stelpuskott. Langamma og bróðir hennar og konan hans. Ég og afi, Gunnar Guðmundsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.