Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.06.2014, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 13.06.2014, Qupperneq 34
FRÉTTABLAÐIÐ Fólk og Tíska. Jóganámskeið og Markaður. Natalie Guðríður Gunnarsdóttir. Sumarréttir. Fataskápurinn. Samfélagsmiðlarnir. 8 • LÍFIÐ 13. JÚNÍ 2014 Rækjur og avókadó í salatskál með hoisin- kokteilsósu Aðalréttur fyrir tvo eða forrétt- ur fyrir fjóra 1 rautt chili ¼ rauðlaukur 1 límóna, safi og rifið hýði (zest) 4 msk. ólífuolía ½ bolli rauðvínsedik 2 cm ferskt engifer 1 tsk. dijon-sinnep 3 stk. púðursykur (Má sleppa, þá þarf að minnka magnið af edikinu um 1/3 og setja smá hunang í staðinn.) Salt og pipar Setjið í lítinn mixer eða bland- ara og bland- ið öllu vel saman saman. Hellið allri dressingunni yfir 500 g af rækjum. (Þetta mýkir rækjurn- ar og gefur þeim gott bragð.) Leyfið rækjun- um að liggja í safanum á meðan dressingin er undir- búin og klárið svo restina af salatinu. Skerið niður fjög- ur lítil mjúk avókadó í ten- inga og 1 dós af cherry-tóm- ötum til helminga. Losið heil iceberg-blöð svo að þið fáið stórar salatskálar. Blandið þá avókadóinu og tómötun- um varlega saman við rækj- urnar og setjið í iceberg- skálarnar. Berið fram með hoisin-kokteilsósu og límónu- bátum. Hoisin-kokteilsósa 125 g létt majones 1 tsk. dijon-sinnep 2 msk. tómatsósa 2 tsk. hoisin-sósa Salt og pipar. Blandið öllu saman. Mintu-chorizo-lamba- kótilettur með kartöflu- flögum og melónusalati Aðalréttur fyrir tvo Lambakótilettur 500 g 4 cm af chorizo-pylsu. 1 poki ruccola Dressing 1 rautt chili 3 hvítlauksgeirar 6 msk. ólífuolía 1 tsk. chili-sjávarsalt 1 tsk. þurr minta Svartur pipar 6 stilkar fersk minta 1 sítróna (aðeins hýðið) Blandið hráefnunum í dress- ingunni saman í litlum bland- ara og nuddið kótiletturnar með henni, setjið til hliðar meðan allt annað er undirbú- ið. (Einnig hægt að undir búa fyrr um daginn og geyma undir filmu í ísskáp). Steik- ið næst kótiletturnar á heitri pönnu með fituna fyrst niður og lokið kótilettunum á öllum hliðum. Komið fyrir í eldföstu móti, skerið chor izo-pylsuna í litla 1 cm bita og stráið yfir. Hitið í ofni í 10 mínútur við 180°C, leyfið kjötinu að hvíla í 5 mínútur þegar það er komið úr ofninum. Melónusalat 1 lítil vatnsmelóna eða hálf stór 2 cm af rauðlauk skorinn í mjög þunnar sneiðar ½ fetaostskubbur Lítill bakki bláber 4–5 stilkar fersk minta (aðeins laufin) 6 msk. ólífuolía 3 msk. balsamedik 1 ½ msk hunang Salt og pipar 1 límóna Skerið rauðlaukinn í mjög þunnar sneiðar og setjið í litla skál. Hellið ólífuolíunni yfir, balsamedikinu, hun- anginu, salti og pipar og látið standa í 10 mín. Sker- ið melónuna í teninga og blandið saman við nið- urskorna mintuna og bláberin. Veiðið að lokum rauðlaukinn upp úr dressing- unni sem nú er hægt að hræra vel saman og blanda saman við safa úr einni límónu. Brjótið að lokum fetaost- inn yfir salatið og berið fram. Grilluð paprika 1 rauð paprika Ólífuolía Salt og pipar Grillið heila papriku beint á gasloga eða á grilli þar til hún verður mjög svört að utan. Setjið hana beint í plastpoka á látið hana svitna í nokkrar mínútur. Því næst má nudda mesta hýðið af undir köldu rennandi vatni. Skerið niður í strimla og velt- ið upp úr ólífuolíu, salti og pipar. Kartöfluflögur 4 litlar kartöflur – dugar sem meðlæti fyrir tvo. Skerið kartöflurnar í þunn- ar 2–3 mm sneiðar (best að gera í vél eða með mandól- íni/rifjárni). Skolið kartöfl- urnar þegar þær eru skornar og þurrkið létt, raðið á ofnplötu með bökunar- pappír undir, ýrið svolitlu af matar olíu yfir og grófu salti. Bakið við 200°C í um 15 mín. eða þar til kartöflurnar eru gylltar og stökkar. Gott er að fylgjast vel með þeim og snúa þeim reglulega. MATUR SUMARLEGIR RÉTTIR Katla Hreiðarsdóttir fatahönnuður er mikill sælkeri en hún býður hér upp á dýrindis sumarlegan forrétt og aðalrétt sem hentar vel í matarboðið undir berum himni. Katla Hreiðarsdóttir, fatahönnuður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.