Fréttablaðið - 13.06.2014, Side 49

Fréttablaðið - 13.06.2014, Side 49
FÖSTUDAGUR 13. júní 2014 | MENNING | 33 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2014 Gjörningar 20.00 Spænska listakonan Patricia Pardo sýnir verk sitt Comissura í Gafl- araleikhúsinu. Tónleikar 19.30 Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur tónleikana Landsýn í Hörpu. Miðar fást á heimasíðu midi.is. 20.00 Björgvin Halldórsson og hljóm- sveit í fyrsta skipti í Bæjarbíói í Hafnar- firði. Hljómsveitina skipa auk Björgvins, Þórir Úlfarsson, Jón Elvar Hafsteinsson, Jóhann Hjörleifsson og Friðrik Sturlu- son. Miðaverð 3.900 krónur og miðar fást á heimasíðu midi.is. 21.00 Stöllurnar í Sísí Ey koma fram á BAST Reykjavík, Hverfisgötu. Aðgangur er ókeypis. 22.00 Þungarokkshljómsveitin Dimma kemur fram á Græna hattinum, Akur- eyri. Miðaverð er 2.800 krónur og miða má nálgast á heimasíðu midi.is. 22.00 Tríó Björns Thoroddsen og Egill Ólafsson halda tónleika á Café Rosenberg. 22.00 Hljómsveitin Brother Grass skellir víbraslappanum í bílinn og brunar til Mývatnssveitar og heldur tónleika í Gamla bænum, Hótel Reyni- hlíð. Aðgangur er ókeypis. 23.00 Sváfnir Sigurðsson leikur og syngur á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg 8. Aðgangur er ókeypis. 23.59 Agent.is kynnir Bíladagahelgina í Sjallanum. Á dagskránni má meðal annars finna eftirfarandi tónlistaratriði: Úlfur Úlfur, Emmsjé Gauti, DJ Muscle- boy, Love Gúru og Óli Geir. Miðaverð er 3.500 krónur og miða má nálgast á heimasíðu midi.is. Listasmiðja 12.00 Hönnunarsmiðja á LÚR-festival, listahátíð ungs fólks á Vestfjörðum. Námskeiðis er ókeypis en þátttakendur skrá sig á heimasíðu lurfestival.word- press.com. Smiðjan verður að þessu sinni í Netagerðinni á Grænagarði þar sem Magni Guðmundsson netagerðar- maður og Elísabet Gunnarsdóttir munu leiða sköpunar- og framleiðsluferlið og aðstoða þátttakendur. Fræðsla 12.30 Heiðar Kári Rannversson, dag- skrárstjóri Listasafns Reykjavíkur, leiðir göngu á ensku um útilistaverkin í Viðey, en þar er að finna auk Friðarsúlu Yoko Ono verkið Áfanga eftir hinn kunna bandaríska myndlistarmann Richard Serra. Ferjan til Viðeyjar siglir frá Skarfabakka í Sundahöfn á klukkustund- arfresti frá 10.15 til 17.15. Ferjan siglir einnig frá gömlu höfninni við Ægis- garð í Reykjavík kl. 11.30 og frá Hörpu kl. 12.00. Leiðsögnin er gjaldfrjáls en greiða þarf ferjutollinn kr. 1.100 fyrir fullorðna, 550 kr. fyrir börn 7 til 15 ára. Sýningar 17.00 Vikar Már opnar sína fyrstu einkasýningu í Rögnvaldarsal Edin- borgarhússins og í beinu framhaldi mun myndlistarsmiðjuhópur LÚR-festi- vals opna verk í undirgöngum á milli Hafnarstrætis og Aðalstrætis. Hátíðir 20.00 Reykjavík Midsummer Music er nú haldin í þriðja sinn, en hátíðin var valinn viðburður ársinMenningarhúsið Skúrinn tekur þátt í hátíðinni með sínum hætti, en honum verður komið fyrir við Hörpu í vikunni fyrir hátíð og munu vegfarendur geta hlýtt á æfingar tónlistarmanna sem þar fara fram. Miðar fást á midi.is. 22.00 Kótelettan tónlistarhátið verð- ur haldin í fimmta sinn dagana 13.-15. júní á Selfossi. Fram koma: SSSól, Björgvin Halldórsson, Á móti sól, Dj Muscle Boy, Skítamórall, Emmsjé Gauti, Helgi Björns og Reiðmenn vindanna, Rokkabillibandið, Eyþór Ingi, Sigga Beinteins, Stuðlabandið og Ómar Diðriks og Sveitasynir o.fl. Verð á aðgangspassa er aðeins 3.990 krónur miðar fást á heimasíðu midi.is. Bókmenntir 17.00 Sagarana editora fagnar útgáfu þriggja nýrra bóka í Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi. Dansleikir 20.30 Skemmtun og afmælisdansleikur í Iðnó undir yfirskriftinni, When I am 64, í tilefni af því að fjöldi fólks af ‘68 kynslóðinni hefur náð 64 ára markinu eða nálgast það óðfluga. Ari Eldjárn skemmtir og afmælisgestir syngja lög tímabilsins undir styrkri stjórn Halldórs Gunnarssonar og Gylfa Gunnarssonar. Hljómsveitin Bítladrengirnir leikur fyrir dansi og gömlu, góðu lögin verða í fyrirrúmi. Miðasala við innganginn. Leikrit 20.00 Gísli Súrsson og Fjalla-Eyvindur í Gamla bíói. Með einleikinn fer Elfar Logi Hannesson. Fyrirlestrar 15.00 Markus Miessen arkitekt, rit- höfundur, hugsuður, fræðimaður og höfundur bókarinnar The Nightmare of Participation heldur opinn fyrirlestur í Íslenska bænum, Austur- Meðalholtum. Fyrirlesturinn nefnist Crossbenching & the Uninvited Outsider og er liður í alþjóðlega sumarháskólanum Fyrnd, minni(-sleysi) og anarkía.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.