Fréttablaðið - 14.06.2014, Page 6

Fréttablaðið - 14.06.2014, Page 6
14. júní 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6 „Ef við erum ekki búin að finna neitt eftir tólf tíma fer að læðast um mann vond tilfinning,“ segir Þorsteinn Þorkelsson, björgunar- sveitar maður til þrjátíu ára. „Níu- tíu prósentum leita lýkur á innan við sex til átta tímum en ef aðgerðar- loturnar eru kannski orðnar þrjár eða fjórar þá fer hugurinn að plaga mann. Í sjálfu sér ber síðan alltaf að taka ákvörðun, fyrr eða síðar, um að hætta leit. Það er samt bara gert ef við teljum okkur hafa fullklárað allar forsendur sem liggja fyrir við leitina.“ Tækni björgunarsveitanna hefur fleytt fram á síðastliðnum árum og nú heyrir það sögunni til að leitar- svæði sé stækkað umfram það sem eðlilegt getur talist. „Við reynum að vera mjög fræðileg í þessu og erum að nota rannsóknir, meðal annars að utan, um hversu langt ákveðn- ir hópar fólks geta farið. Það er það sem stjórnar því hversu stórt leitar svæðið er. Ef við værum allt- af að stækka leitarsvæðin eins og var gert í gamla daga þá gætum við endað með því að leita um allt landið,“ segir Þorsteinn. „Þegar við hefjum leitaraðgerð búum við til svip myndir. Ókei, hér er týnd mann- eskja, hvað gæti hún hafa gert? Gæti hún hafa farið í einhverja ákveðna átt? Eru einhverjar vísbendingar?“ Eftir þrjátíu ár í starfi hefur Þor- steinn margoft komið að leit. Hann segir að í heildina beri kannski tíunda hver leit ekki árangur. Sjó- slys og tilvik þar sem fólk gengur sjálft í sjóinn skekki þó tölurnar. „Leit að fólki á landi, sem hefur ekki farið í sjóinn heldur bara gufar upp, er sjaldgæfari. Ég myndi segja að á þriggja ára fresti kæmi upp dæmi þar sem umfangsmikil leit á landi skilar ekki árangri.“ Erfið leit getur tekið á andlegu hliðina. Þorsteinn nefnir sérstak- lega leit að rjúpnaskyttu á Skálda- búðaheiði árið 2008 sem og leit að tveimur drengjum í Keflavík árið 1994. „Það eru þessi tvö skipti sem eru mér efst í huga og hafa haft mest áhrif á mig.“ ➜ Leit er leyndardómur, þú ert að leita að einhverjum sem er týndur og vilt finna hann svo að þetta er vond tilfinning. Þorsteinn Þorkelsson, björgunarsveitarmaður. Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 Akureyri • Sími 461 1099 www.heimsferdir.is Costa del Sol Frá kr. 62.200 Frá kr. 62.200 án fæðis Aguamarina Roc Costa Park B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér ré tt t il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . 39.900 Flugsæti frá kr. Netverð á mann frá kr. 62.200 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 94.600 m.v. 2 fullorðna í íbúð. 26. júní í 11 nætur. Netverð á mann frá kr. 83.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 115.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 26. júní í 11 nætur. Frá kr. 83.900 m/allt innifalið E N N E M M / S IA • N M 63 24 5 Snærós Sindradóttir snaeros@frettabladid.is Eftir 12 tíma leit fer útlitið að verða svart Árangurslaus leit að týndu fólki í langan tíma getur reynst björgunarsveitarfólki andlega erfið. Reyndur björgunarsveitarmaður segir leit oftast ljúka á átta tímum. UMFANGSMIKIL LEIT Þyrla Landhelgisgæslunnar á flugi í leit að íslenskri konu sem týndist um síðustu helgi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM LEITA AFTUR Á SVÆÐINU Matthias Hinz og Thomas Grundt, Þýskalandi Hurfu á Svínafellsjökli við Skaftafell árið 2007 Tveir þýskir ferðamenn, Matthias Hinz og Thomas Grundt. Mennirnir tveir voru taldir af þegar leit hafði staðið yfir í rúmlega viku við mjög erfiðar aðstæður. „Þeir fóru á svæði sem enginn maður fer um. Það er búið að finna ákveðnar upplýsingar um þá en það er svo hættulegt að komast að svæðinu að það er ekki á menn leggjandi að fara og finna þá,“ segir Þorsteinn Þorkelsson, þrautreyndur björgunarsveitarmaður. Tjöld mannanna fundust á jöklinum og í þeim miklar matarbirgðir auk þess sem handskrifaður miði gaf til kynna hvenær þeir hefðu horfið. Nathan Foley-Mendelssohn Bandaríkjunum Hvarf við Landmannalaugar 2013 Fannst aldrei þrátt fyrir að tæplega tvö hundruð björgunarsveitarmenn leituðu hans við Landmannalaugar í fyrra. Nathan var búinn til þriggja daga göngu en veður á svæðinu hafði verið slæmt. Hann hafði ætlað að ganga Lauga- veginn úr Landmannalaugum að Skógum undir Eyjafjöllum sem er vinsæl gönguleið. Aðstandendur Nathans leigðu meðal annars þyrlu til að hjálpa við leitina sem þó bar ekki árangur. Nathan hafði ekki skrifað í gestabækur í göngu- skálum á svæðinu og tjald hans fannst aldrei. Það er engu líkara en hann hafi horfið af yfirborði jarðar. Matthías Þórarinsson Íslandi Enginn veit hvar og hvenær hann hvarf Eitt dularfyllsta mannshvarf síðustu ára er hvarf hins 21 árs gamla Matthíasar Þórarinssonar sem lýst var eftir í janúar árið 2011. Þá hafði ekki spurst til hans um nokkra hríð. Rússajeppi Matthíasar fannst brunninn við Esjurætur en allar eigur höfðu verið fjarlægðar úr honum áður. Þá sást til Matthíasar á upptökum nokkurra eftirlitsmyndavéla á Suðurlandi en síðan þá er eins og jörðin hafi gleypt hann. Móðir Matthíasar sagði frá því í fjölmiðlum að hana dreymdi að sonur hennar kæmi heim. Hann hefði líklega farið upp í fjöll og líkt eftir lífi frumbyggja í Ástralíu. Hún lýsti honum sem sveimhuga og sagði meðal annars: „Ég hugsa að hann sé bara frá annarri plánetu.“ HURFU SPORLAUST Hátt í tvö hundruð björgunarsveitarmenn leita nú íslenskrar konu sem saknað hefur verið frá því um síðustu helgi. Konan fór í göngu frá sumarbústað í Fljótshlíð með spænskri vinkonu sinni sem fannst látin í Bleiksárgljúfri á þriðjudag. Björgunarsveitir höfðu gefið það út að fullleitað væri í gljúfrinu en nú er verið að fínkemba svæðið að nýju. Atli Árdal, varðstjóri hjá lögreglunni á Hvolsvelli, segir engar nýjar vísbendingar hafa fundist. „Það er bara verið að leita aftur á svæðinu. Við tökum svæðin bara enn betur.“ Búið er að athuga hvort konan hafi farið úr landi en ekkert bendir til þess. Föt konunnar fundust við Bleiksárgljúfur svo gengið er út frá því að hún sé fáklædd. Fótspor eftir berfætta manneskju fundust um þremur kílómetrum austan við gljúfrið en ekki hefur verið úr því skorið hvort sporin eru eftir konuna eða ekki. Save the Children á Íslandi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.