Fréttablaðið - 14.06.2014, Page 8

Fréttablaðið - 14.06.2014, Page 8
14. júní 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 8 210 hestafla dísilvél, 8 þrepa sjálfskipting með takkaskiptingu í stýri og loftpúðafjöðrun með Terrain Response drifbúnaði á öllum hjólum gera Land Rover Discovery 4 að einum öflugasta og þægilegasta jeppa sem völ er á. Meðal nýjunga er nýr framendi með nýjum aðalljósum, breytt afturljós, start/stopp ræsibúnaður og Meridian 380W hljómtæki. Þú færð allar nánari upplýsingar um verð og búnað á www.landrover.is E N N E M M / S ÍA / N M 6 19 7 1 *M ið að v ið u pp ge fn ar v ið m ið un ar tö lu r fr am le ið an da u m e ld sn ey tis no tk un í bl ön du ðu m a ks tr i. ÞAÐ ER KOMINN NÝR LAND ROVER DISCOVERY 4 OPIÐ Í DAG FRÁ 12–16 Discovery 4 S – verð frá: 11.890.000 kr. Eldsneytisnotkun 8,8 l/100 km* í blönduðum akstri. BL Sævarhöfða 2, sími 525 8000 KEMUR ÞÚ AF FJÖLLUM? landrover.is LÖGREGLUMÁL Rannsókn Ríkis- saksóknara á aðgerðum lögreglu í skotárásinni í Hraunbæ í desember síðastliðnum segir ekkert benda til refsiverðrar háttsemi lögreglu- mannanna. Sævar Rafn Jónasson, íbúi í fjölbýlishúsinu við Hraunbæ 20, lét lífið vegna skotsára sem hann hlaut í átökunum. Lögregla var kölluð á vettvang aðfaranótt 2. desember í fyrra vegna tilkynningar nágranna um hávaðasama tónlist úr íbúð Sævars, auk þess sem hár hvellur hafði heyrst þaðan. Í greinargerð Ríkissaksóknara kemur fram að nágranninn gaf lögreglu upp nafn annars manns og var því nafni flett upp í upplýsingakerfum lög- reglu. Sá maður var ekki skráð- ur fyrir skotvopni og ekkert brot skráð á hann í málaskrá lögreglu. Hefði nafni Sævars hins vegar verið flett upp, hefðu upplýsingar legið fyrir um að hann hlaut fang- elsisdóm í Noregi árið 1986 fyrir að reyna að skjóta lögreglumann með skammbyssu. Í greinargerðinni segir einnig að varðandi upphafsaðgerðir lög- reglu hafi Ríkissaksóknari fyrst og fremst skoðað atriði sem sneru að aðkomu lásasmiðs sem kallaður var til. Í skýrslu lásasmiðsins segir að lögregla hafi ekki nefnt við hann að Sævar væri hugsanlega vopn aður byssu og að lásasmiðurinn hafi ekki verið klæddur í skothelt vesti. Þó er tekið fram í greinargerðinni að lögreglan taldi að Sævar væri látinn, en reynt hafði verið að ná sambandi við hann í um korter áður en lásasmiðurinn kom á staðinn. Sævar hóf strax að skjóta á lög- reglu þegar opnað var inn í íbúð- ina. Því er lýst í skýrslum lögreglu- manna að þeir hafi ítrekað kallað til Sævars að leggja niður vopnið og ræða við þá. Eftir að gas vopnum var beitt án árangurs fóru sér- sveitar menn inn í íbúðina. Lögregla hleypti af fjórum skotum inni í íbúðinni eftir að Sævar hóf skothríð úr svefnher- bergi sínu. Öll fjögur skotin komu úr sömu byssunni og hæfðu tvö þeirra Sævar. Þau eru talin eiga jafnan hlut í því að draga hann til dauða. Samkvæmt greinargerðinni telur Ríkissaksóknari að lögregla hefði ekki getað beitt vægari vörn- um við skotum Sævars og að verkið sé því refsilaust. bjarkia@frettabladid.is Segir aðgerð lögreglu í Hraunbæ ekki refsiverða Ríkissaksóknari hefur lokið rannsókn sinni á atburðunum í Hraunbæ í fyrra. Ekkert bendir til refsiverðrar háttsemi. Í skýrslu lásasmiðs segir að lögreglan hafi ekki nefnt við hann að Sævar væri hugsanlega vopnaður byssu. HRAUNBÆR Lögreglan að störfum í Hraunbæ í desember í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Athygli vekur að á engum tímapunkti áður en Sævar lést voru kallaðir til sérþjálfaðir samningamenn sem teljast til sérsveitar lögreglu. Yfirmenn sérsveitar sögðu við rannsókn á málinu að tilgangslaust hefði verið að virkja samningamennina þar sem ekki reyndist unnt að ná sambandi við Sævar, hvorki með símhringingum né með því að kalla til hans. Einnig var farið yfir það í skýrslutökum af stjórnendum sérsveitar í stjórnstöð hvort rétt hefði verið að kalla til aðra sérfræðinga í viðtals- tækni, geðlækna eða sálfræðinga. Í greinargerðinni segir að Ríkissak- sóknari telji „hverfandi líkur“ á því að hægt hefði verið að kalla til slíka sérfræðinga. Lögregla hafi fyrir það fyrsta ekki haft upplýsingar um það að Sævar ætti við andleg veikindi að stríða. Þá hafi ekki verið raunhæfur kostur að reyna að ná sambandi við Sævar með gjallarhorni fyrir utan húsið í ljósi þess að hann hafi tvívegis skotið í áttina að þeim sérsveitarmönnum sem skutu inn gasflaugum af bifreiðastæðinu fyrir framan íbúðina. Samningamenn voru ekki kallaðir til ➜ Hefði nafni Sævars verið flett upp, hefðu upp- lýsingar legið fyrir um að hann hlaut fangelsisdóm í Noregi árið 1986 fyrir að reyna að skjóta lögreglu- mann með skammbyssu. NOREGUR Búist er við hundruðum gesta, meðal annars frá Litháen, Hollandi, Póllandi, Þýskalandi og Norðurlöndum, til hátíðarhalda í tilefni af 15 ára afmæli norsks klúbbs Vítisengla, Hells Angels, í Hamar í Noregi nú um helgina. Í frétt á vef norska ríkisút- varpsins segir að Vítisenglum sé bannað að vera í klæðum samtak- anna á vissum stöðum. Það þýðir meðal annars að þeir mega ekki láta sjá sig í vestum með merki samtakanna á bakinu í miðbæ Hamar. - ibs Lögregla í viðbragðsstöðu: Bannar merki Hells Angels FINNLAND Sveitar- félagið Pello í Finnlandi ætlar að greiða fyrstu 300 íbúunum sem taka upp sænsku sem móður- mál 50 evrur. Tilgangurinn er að tryggja samvinnu í heil- brigðismálum við Övertorneå í Svíþjóð. Sveitarfélögin hafa um ára- bil skipst á að manna lækna- vaktir um helgar. Skipti ekki að minnsta kosti átta prósent íbúanna um móðurmál, þannig að sveitarfélagið verði tvítyngt, lýkur samvinnunni. - ibs Sveitarfélag í Finnlandi: 50 evrur fyrir nýtt móðurmál
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.