Fréttablaðið - 14.06.2014, Qupperneq 16
14. júní 2014 LAUGARDAGURSKOÐUN
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is
DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000
eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
SPOTTIÐ
AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR
Þ
að eru þrefalt meiri líkur á því að fátækt fólk reyki
en efnameira. Sömu sögu er að segja um fólk með
grunnskólapróf, fleiri þeirra reykja en þeir sem eru
með háskólapróf. Þetta kemur fram í nýrri rann-
sókn sem kynnt var undir heitinu Heilsa og líðan
Íslendinga 2012. Þar kemur einnig fram augljós munur á
milli landshluta og samkvæmt rannsókninni er mest reykt á
Suðurnesjum, eins og við sögðum frá á forsíðu Fréttablaðsins
í gær.
Síðustu áratugi hefur reykingafólki fækkað mikið. Enn
reykja þó um þrjátíu og sex þúsund Íslendingar en nýliðun í
hópi reykingamanna fer minnkandi með hverju árinu. Þannig
reyktu um tveir af hverjum tíu framhaldsskólanemum árið
2000 en í dag reykja aðeins 7,6 prósent framhaldsskólanema.
Allt reykingafólk þjáist af alvarlegum fíknisjúkdómi sem
dregur fleiri til dauða í heiminum en alnæmi, ofneysla lyfja,
umferðarslys og sjálfsvíg samanlagt.
Algengt verð á sígarettu-
pakka er um 1.200 krónur
og reykingamanneskja sem
brennir pakka á dag eyðir 36
þúsund krónum á mánuði til
að sinna fíkn sinni. Það gera
yfir 400 þúsund krónur á ári
sem er há upphæð; sérstaklega
þegar litið er til þess að það fólk reykir mest sem hefur
hvað minnst á milli handanna. Viðar Jensson, verkefnastjóri
tóbaksvarna hjá Landlæknisembættinu, bendir á að í Dan-
mörku „hefur til dæmis eitt sveitarfélag boðið þeim sem eru
með minni menntun, lægri tekjur, atvinnulausum og öðrum
ákveðnum hópum sérstök úrræði eins og einstaklingsmiðaða
meðferð og niðurgreiðslu á nikótínlyfjum“.
Við eigum að sjálfsögðu að niðurgreiða lyf fyrir nikótínfíkla
og koma fram við þennan stærsta sjúklingahóp á Íslandi eins
og aðra sjúklinga. Mjög erfitt er að ná bata frá tóbaksfíkn og
flestir sem hætta gera það með hjálp nikótíngjafa á borð við
tyggjó og plástra. Þessi lyf eru dýr en það hefur líka verið
reiknað út að ef reykingafólk ætti eitt að bera kostnaðinn sem
fellur á samfélagið allt vegna fíknar þeirra þyrfti sígarettu-
pakkinn að kosta 3.000 krónur. Samkvæmt þeim útreikn ing-
um niðurgreiðum við þegar hvern pakka um 1.800 krónur.
Hvað sem því líður þá eigum við að geta gert enn betur
í baráttunni gegn tóbaksfíkn. Ekkert okkar óskar þess að
börnin okkar byrji að reykja. Þetta er ekki siður sem við
viljum kenna næstu kynslóðum. Undirritaður hefur áður bent
á að í Bandaríkjunum er í sumum ríkjum, eins og til dæmis
New York, ekki aðeins bannað að reykja á veitingastöðum
og í fyrirtækjum og opinberum stofnunum heldur einnig
opinberum rýmum utandyra. Hér fyrir kosningar var tillaga
Ómars Stefánssonar, bæjarfulltrúa í Kópavogi, um alls-
herjarbann gegn reykingum í Kópavogi hlegin út af borðinu,
ef svo má að orði komast. Við eigum því enn þó nokkuð í land
en segja má að það sé óumflýjanlegt að á endanum förum við
að dæmi þeirra í New York.
Reykingar bannaðar:
Niðurgreitt
nikótín
Mikael
Torfason
mikael@frettabladid.is
Sjávarútvegsráðherra kom stefnulaus inn í ráðu-neytið fyrir rúmu ári. Á sumarþingi í fyrra voru
gerðar bráðabirgðabreytingar á
auðlindagjaldinu af því að ráð-
herrann vissi ekki hvernig best
væri að haga því til frambúðar.
Nú á vorþinginu voru aftur gerð-
ar bráðabirgðabreytingar þar sem
ráðherranum hafði ekki unnist
tími til að hugsa málið til þrautar.
Fiskveiðistefnan var eitt
stærsta átakamál síðasta kjör-
tímabils. Þegar sjávarútvegs-
ráðherra kom til sumarþings-
ins í fyrra hafði hann þó engar
tillögur í farteskinu um nýja
skipan fiskveiðistjórnunar. Hann
taldi sig þurfa
rýmri tíma og
boðaði frum-
varp að nýjum
lögum á haust-
þingi . Þegar
þingi lauk í vor
hafði umhugs-
unartíminn ekki
verið nægur og
aftur var boðað nýtt frumvarp á
næsta haustþingi.
Þetta er því verra að gagn rýnin
á athafnir vinstri stjórnarinnar á
þessu sviði var í alla staði rétt-
mæt. Þær breytingar sem gerðar
voru í smáskömmtum á síðasta
kjörtímabili miðuðu allar að því
að draga úr þjóðhagslegri hag-
kvæmni veiðanna. Sérhagsmuna-
gæsla og félagsleg sjónarmið réðu
meir en þeir almannahagsmunir
að auka framleiðni greinarinnar.
Þeir fáu frjálslyndu þingmenn
Samfylkingarinnar sem töl-
uðu fyrir markaðslausnum voru
beygðir í duftið.
Ári eftir að þjóðin felldi vinstri
stjórnina standa allar þær breyt-
ingar sem hún gerði á skipan
sjávar útvegsmálanna óhaggaðar.
Ráðherrann er enn stefnulaus.
Það sem verra er: Hann er farinn
að hugsa eins og ráðherra í vinstri
stjórn og boðar aukið svigrúm
ríkisstyrktrar útgerðar á kostnað
framleiðni og þjóðhagslegrar hag-
kvæmni.
Stefnulaus sjávarútvegsráðherra
Fá pólitísk viðfangsefni eru eins eldfim og sjávarút-vegsmálin. Hagræðingarað-
gerðir sjávarútvegsfyrirtækisins
Vísis á úthallandi vetri kveiktu
nýja elda. Deilurnar snúast alltaf
um þessa lykilspurningu: Á fisk-
veiði stjórnar kerfið að þjóna óarð-
bærum rekstri til að verja störf
eða virka sem hvati til að auka
framleiðni og skapa hámarks-
afrakstur og stuðla þannig að
almennum lífskjarabótum?
Í flestum fiskveiðiríkjum er
sjávarútvegurinn aukabúgrein
sem skiptir ekki sköpum fyrir
þjóðarbúskapinn. Við slíkar
aðstæður er algengt að menn
noti stjórnkerfi fiskveiða til að
verja störf án tillits til arðsemi.
Þá þurfa aðrar atvinnugreinar
að skila framleiðniaukningunni
sem stendur undir framförum
og bættum kjörum. Hér er þessu
öfugt farið.
Eftir kerfisbreytinguna í byrjun
tíunda áratugar síðustu aldar varð
sjávarútvegurinn eina atvinnu-
greinin sem er fyllilega samkeppn-
isfær í alþjóðlegum samanburði
varðandi framleiðni. Það merkir
að minnki framleiðni sjávar-
útvegsins versna lífskjör allrar
þjóðarinnar. Fyrir þá sök er svig-
rúmið til félagslegra aðgerða og
sérhagsmunagæslu í sjávarútveg-
inum takmarkað. Kerfisvandinn er
sá að aðrar greinar megna ekki að
standa undir slíkum kostnaði.
Viðbrögð sjávarútvegsráðherra
gagnvart þeim erfiðleikum sem
fylgja hagræðingaraðgerðum bera
vott um að hann hefur enga skýra
sýn á hvernig hann vill að sjávar-
útvegurinn byggist upp og þróist
með tilliti til heildarhagsmuna
þjóðarinnar. Populíska leiðin er
léttari. Hún felur í sér að verja
störf þótt þau séu ekki arðbær.
Svo geta aðrir glímt við efnahags-
legu afleiðingarnar.
Popúlismi
Með nokkrum rétti má segja að þrátt fyrir hrunið sé þjóðin nægjanlega rík til
þess að hafa efni á takmörkuðum
félagslegum ráðstöfunum í sjávar-
útvegi. Vinstri stjórnin gekk hins
vegar lengra í því efni en unnt er að
verja út frá almannahagsmunum.
Engin efnahagsleg rök standa því
til að halda áfram á þeirri braut.
Framganga sjávarútvegsráð-
herra í þessari umræðu ber vitni
um þá mótsögn sem er í samstarfi
stjórnarflokkanna. Heimsmetið
í niðurgreiðslu húsnæðisskulda
gengur til að mynda þvert á þau
markmið ríkisstjórnarinnar sem
lúta að ábyrgri fjármálastjórnun
og stöðugleika í peningamálum.
Þegar sjávarútvegsráðherra talar
fyrir því að halda eigi áfram stefnu
vinstri stjórnarinnar og draga úr
framleiðni í sjávarútvegi er það
einnig hólmganga við markmiðin í
ríkisfjármálum og peninga málum.
Eigi þau að nást þarf sjávarútveg-
urinn að leggja til alla þá fram-
leiðniaukningu sem möguleg er.
Meðan ráðherrar Framsóknar
eru á fleygiferð eftir braut popúl-
ismans minnka líkurnar á að unnt
verði að ná ábyrgu markmiðunum.
Það er einfaldlega ekki hægt að
slíta sjávarútvegsstefnuna frá því
sem menn boða í ríkisfjármálum
og peningamálum.
Framsókn sýnist hafa náð þeirri
stöðu í stjórnarsamstarfinu að
popúlísk viðhorf ganga fyrir þeim
ábyrgu. Slíkur tvískinn ungur varð
einn af mörgum bana bitum vinstri
stjórnarinnar eftir að Alþjóða-
gjaldeyrissjóðurinn sleppti af
henni hendinni. Það er enginn
ástæða til að endurtaka þá sögu.
Þekktur banabiti
SUMARHÁTÍÐ
GRÓÐRARSTÖÐVARINNAR
HEIÐARBLÓMA Á STOKKSEYRI
ER LAUGARDAGINN 14. JÚNÍ.
GRILLAÐAR PYLSUR,
SUNGIÐ OG TRALLAÐ.
ALLIR VELKOMNIR.