Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.06.2014, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 14.06.2014, Qupperneq 26
14. júní 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 26 Ég lá yfir andlegum bókmenntum. En nú er ég eiginlega alveg hættur að lesa svoleiðis bókmenntir, mér finnst það hafa slæm áhrif á mig. Það er svo mikilvægt að halda sér jarðtengdum. Notist þið við hugleiðslu, and- legar leiðir til þess að láta ykkur líða vel? Halldór: Ég er praktíserandi zen- búddisti, reyndar latur við það. En jú, jú, ég gef mér tíma. Erfitt að segja frá Finnið þið mikið fyrir fordómum? Kári: Það eru eflaust miklir for- dómar í gangi. Einn algengasti for- dómurinn gagnvart okkur geðsjúkl- ingunum er sá að við séum eitthvað ofbeldishneigðari en annað fólk. Þetta er að mínu viti tóm firra. Hall- dór er sennilega orðinn leiður á því að heyra mig segja þetta, því ég hef sagt þetta svo oft. En fordómar eru vandamál þeirra sem eru með þá, ekki þeirra sem þeir beinast gegn. Ég segi fólki óhikað frá því að ég sé öryrki vegna andlegra veikinda og fólk tekur því yfirleitt mjög vel og er forvitið. Ég hef rekið mig mikið á það að fólk heldur að þetta sé eitt- hvað svona „multiple personality disorder“, þar sem ég er margar manneskjur, fjölpersónuleika röskun eins og það heitir. Halldór: Já, það er kannski erfitt að segja frá þessu. Eftir að ég kynntist þessu sjálfur, þá finnst mér líka að þetta sé hugarheimur sem er dálítið erfitt að færa í orð. Vísir að því að finna fyrir Messíasar- komplex – ég held að enginn geti skilið hvað það felur í sér fyrr en að hafa reynt það. Við bræðurnir höfum orðið nánari eftir reynslu okkar og skiljum hvor annan betur. Geðlyfin virka ekki ein og sér Foreldrar bræðranna hafa starf- að í Geðhjálp, pabbinn for maður og mamman ritstýrt Geðhjálpar- blaðinu. Þau hafa reynst þeim bræðrum ótrúlega vel, að þeirra sögn. Halldór: Ég er nú ekki félagi í Geðhjálp, en ég ætti kannski að bæta úr því … Kári: Geðrofsraskanir eru mun algengari en fólk heldur sko, ég sá einhvers staðar að þrjú pró- Nanna Briem geðlæknir starfar á sérhæfðri deild á geðsviði Landspít- alans sem býður upp á meðferð og endurhæfingu fyrir ungt fólk með byrjandi geðrofssjúkdóm. Í daglegu tali er deildin kölluð „Laugarás- inn“. Nanna segir geðrof vera einkenni um undirliggjandi geðrofs- sjúkdóm. „Einstaklingur í geðrofi á erfitt með að greina á milli þess sem er raunverulegt og ekki. Venjulega gerum við skýran greinarmun á okkar hugarheimi og ytri raunveruleika. Við segjum oft að við séum með eðlileg raunveruleikatengsl, en í geðrofi gerist það að þessi tengsl verða óskýr,“ útskýrir hún. „Fyrir þann sem er í geðrofi verður erfitt að átta sig á því hvað tilheyrir innri hugarheimi hans og hvað er raunverulegt. Einstaklingurinn upp- lifir í raun annan veruleika,“ heldur Nanna áfram. Geðrofssjúkdómum fylgja líka önnur einkenni en geðrof og það eru þau einkenni sem kannski skipta meira máli um horfur til bata. „Neikvæðu einkennin veit fólk oft lítið um. Þetta eru einkenni sem hafa meiri áhrif á batahorfur en geðrofseinkennin. Eins og skortur á drifkrafti, framtaksleysi, erfitt getur verið að byrja á verkefnum og ljúka þeim, einstaklingarnir hafa minni ánægju af því að gera hluti sem veittu þeim ánægju áður. Þeir geta upplifað flatari tilfinningar, eða tjá ekki tilfinningar eins skýrt og áður og hafa tilhneigingu til að draga sig í hlé og hafa minni áhuga á að vera með öðrum.“ Hjá stórum hluta þeirra sem eru með geðrofssjúkdóma eins og geðklofa koma fram einkenni um athyglisbrest, einbeitingarerfið- leika, skert minni og skerta stýrifærni. „Þessi einkenni valda því að erfiðara verður til dæmis að lesa lengri texta, að læra nýja hluti eða skipuleggja sig. Það sem við gerum hér á Laugarásnum er að meta þessa þætti því mikilvægt er að taka tillit til þeirra í allri endurhæf- ingu eins og starfsendurhæfingu,“ heldur Nanna áfram. „Síðar langar okkur svo að byrja að þjálfa upp þessa vitrænu getu, því að það er hægt og rannsóknir sýna að það yfirfærist út í daglegt líf.“ Einkenni geðrofs eru ofskynjanir og ranghugmyndir. Þá geta fylgt geðrofi hugsanatruflanir, en þá verða hugsanir til að mynda mjög hraðar eða mjög hægar og óreiðukenndar, jafnvel samhengislausar, og þá getur verið erfitt að fylgja þeim eftir. „Geðrofi fylgir oft mikill kvíði, hræðsla og þunglyndi – oft í takt við geðrofseinkennin. Ef þú heldur að það sé einhver á eftir þér sem ætlar gera þér mein þá er eðlilegt að vera hræddur. Geðrof er sjúkdómseinkenni, dálítið eins og hiti – ef þú færð hita er það ekki beint sjúkdómur heldur einkenni um undirliggjandi sjúkdóm, sem gæti verið kvefpest, eða hálsbólga eða eitthvað annað. Það sama á við um geðrofseinkenni, þar geta verið margar undirliggjandi ástæður.“ Algengasti geðrofssjúkdómurinn er geðklofi, en einnig eru til ýmsir aðrir á borð við geðhvörf með geðrofseinkennum, geðhvarfa- klofa, þunglyndi með geðrofseinkennum, brátt og stuttvarandi geð- rof. Þessir sjúkdómar eiga það sameiginlegt að eitt einkenna þeirra er geðrof. „Flestir geðrofssjúkdómar byrja fyrir þrítugt. Karlmenn greinast fyrr, á seinni árum unglingsára og byrjun fullorðinsára, en konur aðeins seinna, 25 ára. „Þetta eru mjög ungir einstaklingar sem eru að veikjast.“ Nanna bætir við að þegar þetta sé allt sett saman, geðrofið, nei- kvæðu einkennin og breyting á vitrænni getu, geti margt í lífinu orðið ansi erfitt viðfangs. „En heila málið er það að þegar fólk almennt hugsar um geðklofa hefur það mjög neikvæða sýn á sjúkdóminn en það er engin ástæða til þess. Rannsóknir sýna að horfurnar eru ekki slæmar.“ „Það hefur einnig sýnt sig í rannsóknum að þeim mun styttri tími sem einstaklingur er með ómeðhöndluð geðrofseinkenni, þeim mun betra. Ef gripið er inn eins snemma og hægt er eftir að fyrsta geðrofið byrjar, með sérhæfða meðferð, þá hefur það áhrif til hins betra á sjúk- dómsganginn. Þetta bakka stórar rannsóknir upp. Slík meðferð leiðir til færri einkenna, aukinna lífsgæða, betri líðanar, sjálfsvígum fækkar og það verður minni neysla. Þessi meðferð er einnig ódýrari í heildina.“ Geðrofssjúkdómar Rannsóknir sýna að horfur eru ekki slæmar NANNA BRIEM GEÐLÆKNIR Nanna segir skýr tengsl á milli kannabisneyslu og geðrofs- sjúkdóma. „Það fer ekki á milli mála að kannabis er efni sem getur framkallað geðrofseinkenni. Það eru til margar rannsóknir, til dæmis ein stór frá Svíþjóð þar sem kemur í ljós að þeir sem byrja að reykja snemma eru líklegri til að fá geðklofa. Eftir því sem ungt fólk byrjar að reykja fyrr, sérstaklega fyrir sextán-sautján ara aldur, þeim mun meiri líkur eru á því að þróa með sér geðrofssjúkdóm og einnig meiri líkur á því að geðrofssjúkdómurinn þróist fyrr. Fólk er með mismikla undirliggjandi viðkvæmni fyrir geðrofssjúkdómum. Til dæmis getur saga um geðrofssjúkdóma í nánum ættingjum orsakað slíka viðkvæmni. Þá er viðkomandi í meiri hættu á að þróa með sér geðrofs- sjúkdóm ef hann reykir kannabis. Kannabis og geðrofssjúkdómar HUGAR- HEIMUR SEM ER ERFITT AÐ FÆRA Í ORÐ Halldór segir að vísi að því að finna fyrir Messíasar- komplex geti enginn skilið hvað felur í sér fyrr en að hafa reynt það á eigin skinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ STEFÁN sent fólks upplifa geðrofsástand að minnsta kosti einu sinni á ævinni. Það er ansi há prósenta. Hvað mynduð þið ráðleggja þeim sem er að ganga í gegnum það sama og þið? Halldór: Ekki missa vonina og að leita sér stuðnings. Vera óhrædd við að kafa svolítið djúpt og taka á sálar lífinu. Bræðurnir eru sammála um geðsviðið hafi reynst þeim vel. En hvað vantar? Halldór: Það er skrítið að sál- fræðingar eru ekki niðurgreiddir af ríkinu, en geðlæknar eru það. Það var lykilatriði fyrir mig að vera með góðan sálfræðing sem tók á þessu huglægt, samtalsmeðferðir í stað lyfjagjafar. Kári: Margir eru mikið á móti geðlyfjum, telja að þetta sé eitthvað eitur sem verið sé að moka ofan í fólk. Ég held að það sé vitleysa. Það væri ekki verið að gefa þessi lyf ef þau hjálpuðu ekki, ég finn það bara hjá mér. Halldór: Á hinn bóginn held ég að geðlyfin ein og sér séu ekki nóg. Það mætti segja að lyfin séu nauðsynleg en ekki nægjanleg forsenda. Allt dofnar í minningunni Halldór, þú hættir að reykja gras og svo hættirðu að drekka í kjölfarið. Er tenging þarna á milli? Halldór: Það er gefið að kanna- bis er áhættuþáttur í sálrænum kvillum. Sérstaklega ef fólk byrjar snemma, sem ég gerði reyndar ekki. Og það er eins með áfengið, þegar heilinn er í mótun þá hefur þetta áhrif og getur haft áhrif síðar. Ég held að maður sé alltaf að leika sér að eldinum, sérstaklega ef maður á einhverja fjölskyldusögu. Halldór segist finna sterka teng- ingu á milli kannabisneyslunnar og geðrofsins í sínu tilfelli. Halldór: Ég jafnaði mig um leið og ég hætti neyslu. Eitthvað að lokum? Kári: Ég held að þessi veikindi mín hafi kennt mér að engin þjáning varir að eilífu. Sama hvað útlitið er svart, það er alltaf ljós við endann á ganginum. Halldór: Ég tek undir það. Þessar upplifanir mínar voru mjög sterkar á meðan þær vörðu, en allt dofnar í minningunni. Upplifanirnar eru ekki horfnar en þær eru vissulega daufari og það eru sérstaklega sterku tilfinningarnar sem lítið situr eftir af. Ég bý hins vegar enn þá að þeim styrk sem ég öðlaðist við að komast í gegnum þetta. Geðrofi fylgir oft mikill kvíði, hræðsla og þung- lyndi – oft í takt við geðrofsein- kennin. Ef þú heldur að það sé einhver á eftir þér sem ætlar gera þér mein þá er eðlilegt að vera hræddur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.