Fréttablaðið - 14.06.2014, Síða 32

Fréttablaðið - 14.06.2014, Síða 32
14. júní 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 32 Upphaflega flutti ég frá Íslandi til Svíþjóðar og á meðan ég bjó þar kynntist ég fullt af fólki frá Suður-Amer-íku og fór tvisvar til Síle og dvaldi þar um tíma. Strax þá langaði mig til að fara til Argentínu en miðað við Suður-Ameríku var allt mjög dýrt þar, auk þess sem ég var með börnin með mér þannig að það var ekki tímabært þá. En draumur- inn lifði og allt sem ég heyrði, sá og las um Argentínu sagði mér að Búe- nos Aíres væri minn staður. Þannig að ég ákvað að flytja þangað þótt ég hefði aldrei komið þar og lét þann draum rætast fyrir tíu árum.“ Missti manninn 24 ára Helen stóð uppi sem ekkja með tvö ung börn 24 ára gömul og tók þá ákvörðun að fara í nám í Lundi í stað þess að láta hugfallast. „Við bjuggum í Grindavík og ég hafði alltaf verið að reyna að fá mann- inn minn til þess að flytja eitthvert, til Danmerkur til dæmis, en hann var mjög jarðbundinn, eða sjóbund- inn öllu heldur, og var ekki hrifinn af þeirri hugmynd. Stuttu áður en hann veiktist hafði hann þó skipt um skoðun og við vorum á leið til Sádi-Arabíu þar sem hann var búinn að fá vinnu. Síðan fékk hann þann úrskurð að hann væri með bráða- hvítblæði og lést skömmu síðar, 27 ára gamall. Ári síðar tók ég þá ákvörðun að flytja til Svíþjóðar og fara að læra mannfræði og Mið- Austurlandafræði í Lundi. Stelpurn- ar voru átta ára og þriggja og hálfs árs þegar pabbi þeirra dó og við bara fluttum með allt okkar hafur- task og litum ekki um öxl.“ Draumurinn um fjarlæg lönd yfirgaf Helen þó ekki og hún segir hlæjandi að ef plönin hefðu gengið eftir og þau hjón flutt til Sádi- Arabíu þá væri hún sennilega maga- dansmær í dag en ekki tangódans- ari. Dansinn var nefnilega alltaf skammt undir yfirborðinu. „Ég hafði alltaf dansað mikið og verið í íþróttum en ekki verið hrifin af paradönsum þar sem karlmaður- inn stjórnar, þannig að tangóinn var ákveðin ögrun og fyrir hvatn- ingu vinkonu minnar fór ég á nám- skeið úti í Svíþjóð. Þar sá ég fullt af ákveðnum og stjórnsömum konum sem gátu látið að stjórn í dansinum og sagði við sjálfa mig að ég hlyti að geta lært það líka. Það tók reynd- ar töluverðan tíma að láta að stjórn en síðan þá hef ég uppgötvað að það er sennilega það besta sem ég hef gert. Við erum svo vanar því, konur á Vesturlöndum, að hafa kontról á öllu og ég fann hvað það var þægi- legt að láta einhvern annan sjá um stjórnina annað slagið og geta notið þess að vera í stundinni.“ Fyrsta konan sem opnaði tangóstað Helen hefur samt greinilega ekki alveg látið af því að þurfa að stjórna því að það er ekki nóg með að hún flytti út í óvissuna til Argentínu heldur byrjaði hún á því að stofna þar tangóstað. Er það ekki hámark bjartsýninnar að setja á fót tangó- stað í heimalandi tangósins? „Það eru 220 tangóstaðir opnaðir á viku í Búenos Aíres þannig að jú, það var kannski mikil bjartsýni. En þetta var það sem ég vildi gera og í mars 2004 opnaði ég staðinn minn þótt ég flytti ekki formlega til landsins fyrr en í maí. Eftir á sé ég að maður þarf að vera mjög kjarkaður en samt aðallega dálítið ruglaður til að láta sér detta svona í hug. Tangóheimur- inn er mjög matsjó og ég var fyrsti útlendingurinn og fyrsta konan sem opnaði sinn eigin tangóstað í Búe- nos Aíres. Staðurinn hét La Vik- inga, eins og fólk kallar mig þarna niður frá, og gekk bara mjög vel. Hann var dálítið öðruvísi en hinir, áherslan var á rafrænan tangó og flytjendurnir og dansararnir voru yfirleitt ungt fólk sem var að koma sér áfram sem gerði hann mjög vin- sælan hjá yngri kynslóðinni.“ Þrátt fyrir vinsældirnar lok- aði Helen La Vikinga og opnaði annan og hefðbundnari tangóstað sem braut þó hefðina að því leyti að þar voru samkynhneigðir vel- komnir og staðurinn var reyklaus, sem þótti algjörlega út í hött á þeim tíma þegar allir tangóstaðir voru fullir af reyk og það þótti hluti af sjarmanum. „Mörgum þótti ég ansi kræf þegar ég ákvað að staðurinn yrði reyklaus en á þessum tíma var komið reykbann á Spáni og ég þóttist nokkuð viss um að það yrði sett á fljótlega í Argentínu, enda liðu ekki nema átta mánuðir þar til búið var að banna reykingar á öllum tangóstöðum.“ Með miklu yngri dansherra Helen byrjaði að kenna fólki tangó- sporin á staðnum sínum og smátt og smátt þróaðist það þannig að hún opnaði sinn eigin tangóskóla. „Það byrjaði þannig í framhaldi af tangókennslunni á staðnum að fólk fór að biðja um einkatíma og áður en ég vissi af var ég farin að reka skóla líka. Ég er reyndar hætt að reka staðinn, það fór ekki saman við það að vera á stöðugum sýninga- og kennsluferðalögum og 2009 lokaði ég síðasta tangó- staðnum mínum.“ Eins og fram hefur komið er tangóheimurinn mjög matsjó í eðli sínu, er ekkert erfitt fyrir konu að hasla sér völl sem kennari? „Það er orðið algengara en það var að konur kenni einar. Það er líka orðið algengt að konur séu, eins og ég, með miklu yngri dansherra. Áður voru karlarnir oftast með mun yngri konur í dansinum en nú hefur þetta dálítið snúist við.“ Spurð hvort dansherrann, Adrián Coria, sé meira en dansfélagi harð- neitar Helen því og segist ekki hafa fest ráð sitt síðan hún varð ekkja. „Ég hef verið í bæði styttri og lengri samböndum en ekki haft nokkurn áhuga á því að gifta mig eða fara að búa með einhverjum.“ Fjóra til fimm mánuði á ári er Helen á flakki milli landa til að kenna tangó og segist yfirleitt hefja ferðina þegar fari að kólna í Búenos Aíres. „Ég er að kenna og sýna úti um allt í Bandaríkjunum og Evrópu og hef alltaf jafn gaman af því. Ég hafði víst einhvern tíma sagt að ég ætlaði að hætta þessum ferðalögum þegar ég yrði fimmtug en svo varð ég fimmtug í fyrra- haust og ég sé ekki fyrir mér að hætta neitt á næstunni.“ Þótti dálítið ögrandi Dætur Helenar búa báðar í Sví- þjóð og þar býr líka ömmustrák- urinn sem orðinn er tíu ára, togar það ekkert í hana að flytja þangað aftur? „Jú, það gerir það auðvitað en ég er þar mikið og lít á Svíþjóð sem mitt annað heimaland. Það eru 25 ár síðan ég flutti frá Íslandi en það togar alltaf í mig líka þannig að nú er ég eiginlega teygð milli þriggja landa en eins og er er ég ekki á leið- inni að flytja eitt eða neitt.“ Það getur ekki hafa verið auð- velt fyrir einstæða konu að hasla sér völl í karlmennskuheimi tangó- sins í Argentínu en Helen segist ekkert hafa hugsað út í það. „Ég pæli aldrei í hlutunum, ég geri þá bara. Ég þótti dálítið ögrandi til að byrja með, þessi ljóshærða kona sem dansaði gjarnan hlut- verk herrans í tangónum, en ég varð aldrei vör við neina andúð. Mér var strax mjög vel tekið og þótt konur á Vesturlöndum hafi kannski meiri réttindi en þarna suður frá þá kemur á móti að þar er að mörgu leyti borin mun meiri virðing fyrir konunni. Ég stend mig til dæmis að því að standa og bíða eftir að karlmaður opni dyr fyrir mér hér heima og fer svo bara að skellihlæja þegar ég fatta að það er ekki venjan hér. Maður er bara orðinn svo vanur því að það sé stjanað við mann.“ Helen er bara í stuttu stoppi á Íslandi og eftir helgina liggur leið- in til Parísar, Kaupmannahafnar, Gautaborgar, Parísar aftur, Stokk- hólms og Berlínar þar sem þau Adrián halda námskeið í tangó. Hún viður kennir að það geti verið þreytandi að búa í ferðatösku marga mánuði á ári, en það sé aðallega skemmtilegt. „Þetta er bara hluti af því lífi sem ég hef valið mér og ég er alveg hundrað prósent sátt við það. Að láta drauminn um Argent- ínu rætast er það besta sem ég hef gert og ég mun aldrei sjá eftir því.“ La Vikinga lætur ekki að stjórn Helen Halldórsdóttir varð ekkja með tvö ung börn 24 ára gömul. Hún tókst á við sorgina með því að fara í nám til Svíþjóðar og þaðan lá leiðin til Argentínu þar sem hún rekur tangóskóla og hannar tangóskó, auk þess að ferðast um allan heim til að kenna dansinn. Hún segir tangóinn hafa kennt sér að láta af stjórninni og að það sé það besta sem hún hafi lært. TANGÓDROTTNINGIN SEM ÖGRAR VIÐTEKNUM HUGMYNDUM Á DRAUMASTAÐNUM Helena segist alltaf hafa verið haldin ævintýraþrá og lét drauminn um Búenos Aíres rætast fyrir tíu árum þar sem hún stjórnar tangóskóla. LA VIKINGA– HELEN HALLDÓRSDÓTTIR „Það tók reyndar töluverðan tíma að láta að stjórn en síðan þá hef ég uppgötvað að það er sennilega það besta sem ég hef gert.“ FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.