Fréttablaðið - 14.06.2014, Síða 38

Fréttablaðið - 14.06.2014, Síða 38
FÓLK|HELGIN FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512 5447 Hætta á meltingarvandamálum eykst þegar ferðast er til út-landa; ekki síst matareitrun. Magakveisur og kvef eru algengasta ástæða veikinda í fríum því þá snæða ferðalangar öðruvísi mat og framandi fæði sem þeir þola verr í maga. Á sama tíma eykst hætta á bakteríusýkingum úr umhverfinu vegna allra hinna ferða- mannanna. Með því að taka inn góða melt- ingargerla styrkist meltingarflóran og ónæmiskerfi líkamans og þar með varnir líkamans gegn óæskilegum bakt- eríum sem valdið geta melting- arvanda. BYLTINGARKENND LAUSN FYRIR MELTINGUNA Það er öllum hvimleitt að glíma við meltingartrufl- anir í sumarfríi á erlendri grundu og slíkt getur hæglega eyðilagt fríið. Helmingur þeirra sem ferðast til útlanda finnur fyrir óþægindum í maga og þá sérstaklega þegar ferðast er til framandi landa. Með því að taka inn vinveitta meltingargerla er unnt að minnka verulega hættu á hvers kyns meltingarvanda, svo sem niðurgangi, hægðatregðu og matar eitrun. SÉRSNIÐIN LAUSN FYRIR UTANLANDSFERÐINA „For travelling abroad“ er tvívirk bakt- eríuformúla til að taka með í fríið. Hún inniheldur hátt hlutfall góðra baktería, svo sem lactobacillus og bifidobacter- ium, sem eru verndandi fyrir meltingu og þarmaflóru og minnka hættu á að óvinveittir gerlar setjist að í meltingar- vegi. Auk þess inniheldur hún saccharomyces boulardii sem los- ar þarmaflóruna við óæskilegar bakteríur og dregur verulega úr líkum á magakveisum og niðurgangi. „For travelling abroad“ er frábær vörn fyrir alla fjölskylduna. FARA BAKTERÍUR MEÐ Í FRÍIÐ ÞITT? RARITET KYNNIR Taktu verndandi bakteríur fyrir meltinguna með í fríið og njóttu þess að borða allt sem þig lystir. Bakteríuflóran „For travelling abroad“ frá OptiBac Probiotic verndar bakteríuflóru líkamans og styrkir ónæmiskerfið. HVAR FÆST OPTIBAC PROBIOTICS? Optibac Probiotics fæst á eftirfarandi stöðum: Lifandi markaður Lyf og heilsa Apótekarinn Lyfsalinn Lyfjaver Heilsuver Lyfjaval Reykja víkur apótek Apótek Vestur lands Apótek Suðurnesja Árbæjarapótek Apótek Garðabæjar Apótek Hafnarfjarðar Urðarapótek Rima Apótek Akureyrarapótek Garðs Apótek Apótek Ólafsvíkur Heilsutorgið í Blómaval Athugið að úrval getur verið mismunandi eftir útsölustöðum. Jógahátíðin Jóga á sumarsólstöð- um er nú haldin í fjórða sinn en fyrsta hátíðin fór fram í Árskógi við Eyjafjörð árið 2011. Næstu tvö ár var hátíðin haldin á Lýsuhóli á Snæfellsnesi og nú á Varmalandi í Borgarfirði. „Markmið hátíðarinnar er að lyfta fólki upp, bæði andlega og líkamlega og hjálpa því til betra lífs með jóga og hollu fæði,“ segir Sólveig Kristjánsdóttir, einn skipuleggjenda hátíðarinnar. Dagskráin er stútfull af við- burðum. Boðið verður upp á jógatíma kvölds og morgna, hug- leiðslu, gönguferðir, ratleik og gong-slökun svo dæmi séu nefnd. Þá verða ýmsir fyrirlestrar á dag- skrá. Salvör Nordal mun fjalla um þögnina og Guðrún Darshan um sútrur (lífsreglur) vatnsbera- aldarinnar. Eins verður fjallað um hvernig er hægt að breyta matar- venjum sínum til frambúðar. Á hátíðinni er lögð áhersla á bragðgóðan lífrænan grænmetis- mat. „Matreiðslukonur hátíðar- innar eru þaulvanir grænmet- is- og hráfæðiskokkar og hafa það að markmiði að kaupa sem mest lífrænt. Mörgum hefur þótt maturinn á hátíðinni standa upp úr og gera það að verkum að fólk ákveður að koma aftur og aftur,“ segir Sólveig. Dagskráin mun að mestu fara fram í Félagsheimilinu Þinghamri. Þar munu þátttakendur iðka jóga og hlýða á fyrirlestra. Þá verður hægt að leigja herbergi á heimavistinni við grunnskólann á Varmalandi. Maturinn verður borinn fram í skólanum en þar er sömuleiðis aðstaða fyrir barna- dagskrá. Við félagsheimilið er líka stór sundlaug ásamt tjaldstæði. Allar nánari upplýsingar og skráning fer fram á www.sumarsolstodur.is JÓGAHÁTÍÐ Í BORGARFIRÐI Jógahátíðin Jóga á sumarsólstöðum verður haldin dagana 18. til 22. júní á Varmalandi í Borgarfirði. Boðið verður upp á jóga kvölds og morgna, hug- leiðslu, ýmsa fyrirlestra og lífrænan grænmetismat. SLÖKUN Gong-slökun úti í guðsgrænni náttúrunni. Íbúar í Norðlingaholti ætla að halda skottmarkað á morgun á milli klukkan tvö og fjögur. Þær Halla Hjördís Eyjólfsdóttir og Þórdís Steinarsdóttir hafa veg og vanda af skipulagningu markað- arins. „Við tókum okkur saman tvær sem vinnum á Rauðhóli, leikskólanum í Norðlingaholti, og ákváðum að efna til skottsölu þar sem íbúar hverfisins geta komið og selt það sem þeir vilja og kannski keypt það sem þá vantar. Á markaðnum verða bækur, föt, skór, skartgripir, barnaföt, leik- föng og bara allt sem fólki dettur í hug að selja. Rúmlega tuttugu manns verða með opið skott og þetta verður örugglega mikið fjör,“ segir Halla. Markaðurinn verður á bíla- stæðinu við Árvað, fyrir neðan Norðlingaskóla, og eru allir vel- komnir á markaðinn, hvort sem þeir eru íbúar Norðlingaholts eða ekki. SKOTTMARKAÐUR Í NORÐLINGAHOLTI Allt milli himins og jarðar til sölu í skottum bíla. FLÓAMARKAÐUR Íbúar Norðlingaholts verða með flóamarkað á morgun við Árvað og eru allir velkomnir. MYND/GETTY VELLÍÐAN Í MAGA Ferðalög geta tekið sinn toll og því mikilvægt að undirbúa meltingarvegaflóruna vel áður en haldið er utan í sumarfrí.FOR TRAVELLING ABROAD fæst með 20 prósenta afslætti út júní Færri kíló – Minna ummál með spínat extrakt Fæst í 14 og 28 daga skömmtum. Útsölustaðir flest apótek og heilsu búðir. Aptiless fæst eingöngu í Noregi, Svíþjóð og nú á Íslandi. Hungur tilfinning minnkar strax frá fyrstu notkun. Inniheldur yfir 100 mismunandi próteinefni. Einn skammtur jafngildir fimm boll um af fersku spínati en Thylakoids dregur úr hungri Eykur mettun - Minnkar sykurlöngun - Jafnar blóðsykur - Lækkar blóðfitu, kólesterol og blóðþrýsting - Minnkar ummál - Fækk ar aukakílóum - Eykur orku - Bætir þarmaflóru. 100% náttúrulegt Vísindaleg sönnun á virkni Rannsóknir gerðar af Karólínska Háskólanum í Lundi í Svíþjóð ásamt fleiri virtum rannsóknarstofnunum. Nýtt í heiminum - nýtt á Íslandi Dr. Charlotte Erlanson- Albertsson, Prófessor við Karólínska Háskólanum í Lundi í Svíþjóð mynd:Kennet Ruona U m bo ð: w w w .v ite x. is Ein merkasta nýja uppgötvunin sem gerð hefur verið í heiminum dag Nýtt á Íslandi NÝ SENDING KOMIN Aptiless seldist upp á auga bragði, enda mest selda fitubrennsluefnið í Noregi og Svíþjóð. Þökkum frábærar viðtökur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.