Fréttablaðið - 14.06.2014, Page 72

Fréttablaðið - 14.06.2014, Page 72
14. júní 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN BÆKUR | 36 Úlfar hefur gefið út um tuttugu bækur og fengið neitun frá útgef- endum oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, hvað olli því að hann tók þessa höfnun svona nærri sér? „Dómarinn hafði rétt fyrir sér,“ segir hann snöggur upp á lagið. „Það fannst mér ekki í hinum til- fellunum. Í þetta sinn neyddist ég til að horfast í augu við það að sagan sem ég hafði eytt mörgum mánuð- um í að skrifa var einfaldlega ekki nógu góð.“ Uggur lýsir því hvernig Úlfari tókst að vinna sig frá höfnuninni. „Mér tókst að lokum að sætta mig við það að þessi dómur yfirlesarans var réttur og að sagan væri betur gleymd en munuð.“ Næstu tvær bækur Úlfars á undan Uggi, Farandskuggar og Boxarinn, vöktu mikla hrifningu og hlutu lof, gerði það höfnunina erfið- ari? „Nei, ég held ekki. Ég hef ein- hvern veginn þannig minni að þegar ég er búinn með sögu þá hefur hún ekki mikil áhrif á mig í framhald- inu. Áfallið stafaði af því að ég var búinn að vera uppundir ár að skrifa eitthvað sem mér fannst bara harla gott á meðan ég var að skrifa það en sá, þegar ég komst frá því og horfði á það með augum Godot, að var í rauninni harla vont. Það hafði ég ekki upplifað áður.“ Spurður hvort hann hafi tengt þann misskilning hækkandi aldri og óttast að hann væri búinn að missa ritgáfuna dregur Úlfar við sig svar- ið. „Á tímabili gerði ég það, já, en ég held ég hafi síðan áttað mig á því að þetta var bara alltof löng ritgerð, ekki skáldsaga eins og ég hélt það væri. Sagan fjallaði um siðleysi og trúlega var höfundurinn of mikill kennari, stjórnmálamaður og blaða- maður og komst ekkert út úr þeim þremur hlutverkum. Það vantaði alveg póesíuna.“ Í Uggi kemur aftur og aftur fyrir blanda af ótta og hálfgerðri löng- un til þess að fá Alzheimer og geta gleymt fortíðinni. Líður þér þann- ig? „Nei, en það hefur af og til sótt að mér löngun til að skrifa sögu um mann sem þannig er komið fyrir. Mér finnst ég heyra sífellt fleiri sögur af fólki sem verður fyrir þessum hrottalega sjúkdómi og ótta margra við hann og sjálfsagt er ég þar ekkert undanskilinn, því þessi sjúkdómur er í mínu fólki. Ótti við Alzheimer er held ég orðinn nokkuð almennur og þess vegna fannst mér áhugavert að reyna að skrifa um hann og þá ekki síst hvernig hann læðist að manninum sem vill fá sjúkdóminn. Ég velti því líka fyrir mér hvort hægt sé að gera sér hann upp. Það gæti nefnilega verið and- skoti góð flóttaleið fyrir þá sem eiga eitthvað óuppgert sem þeir eru ekki menn til að gera upp.“ Úlfar gengur töluvert nær sjálf- um sér í Uggi en hann hefur áður gert í bókum sínum, enda segist hann aldrei hafa skilið að fólk ætti alltaf að vera að gera sömu hlutina. „Ég held að Úlfhildur Dagsdóttir hafi dottið niður á rétta greiningu þegar hún sagði að ég væri ham- farahöfundur. Mér finnst að þegar ég er búinn að skrifa um eitthvað þá sé það afgreitt. Þessi skrif voru bara mannbjörg.“ Þetta er ekki upptaktur fyrir sjálfsævisögu? „Nei, nei, nei. Það getur verið dálítið hættulegt að segja alltaf allan sannleikann. Og ef menn skrifa sjálfsævisögu sem sniðgengur sannleikann, til hvers eru menn þá að því? Það er hlegið að játningabókum eins og Harmsögu ævi minnar eftir Jóhannes Birki- land þar sem hann talar bara af þeirri einlægni og hreinskilni sem honum er gefin. Aðrar ævisögur eru einhvers konar yfirlit sem segja manni ekkert annað en að viðkom- andi er á sífelldum flótta frá sjálf- um sér og lífi sínu. Ég held að til að skrifa góða sjálfsævisögu þurfi maður að nálgast Birkiland en ef maður segir ævi sína alla þá hlýtur maður að koma við svo marga sem kannski missa fótanna við það að sannleikurinn komi fram. Eins og ég segi í Uggi þá er sumt sem maður segir aldrei frá og sumt er í þeirri gerjun í manni að maður getur ekki komið því frá sér þá stundina, og kannski aldrei.“ Einn þráðurinn í Uggi er hin örvæntingarfulla leit að verðugu söguefni, er líf rithöfundarins stöð- ug leit? „Já, já, en mér finnst vond- ur tími þegar margt sækir að mér í einu og ég verð voðalega skotinn í einhverri hugmynd að morgni en svo leiðist hugsunin yfir í annað og ég er orðinn miklu hrifnari af allt annarri hugmynd um hádegisbil- ið. Nú sækja til dæmis að mér þrjú söguefni og ég er að vona heims- meistaramótið í knattspyrnu bjargi mér undan þessu. Ég er eiginlega ákveðinn í því að bægja frá mér allri hugsun og vera bara í boltan- um næstu vikur og sjá svo til hvað upp úr stendur að því loknu. Láta þetta gerjast undir niðri og sjá hvað verður drykkjarhæft að gerjuninni lokinni.“ Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is Hættulegt að segja allan sannleikann Uggur eft ir Úlfar Þormóðsson lýsir þeim áhrifum sem höfnun útgefanda á handriti skáldsögu hefur á höfundinn. Skrifi n voru mannbjörg, segir Úlfar. Ótti við Alzheimer er held ég orðinn nokkuð almennur og þess vegna fannst mér áhugavert að reyna að skrifa um hann og þá ekki síst hvernig hann læðist að manninum sem vill fá sjúkdóminn. FÆRT TIL BÓKAR Grikkir hafa tryggt sér útgáfurétt á Skugga-Baldri eftir Sjón og verður Grikkland þrítugasta landið þar sem bókin kemur út. Skáldsagan Skugga- Baldur var einróma lofuð af íslenskum gagnrýnendum þegar hún kom út árið 2003. Hún hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2005 og hefur síðan verið þýdd á hátt í þrjátíu tungu- mál og tilnefnd til fleiri alþjóðlegra bókmenntaverðlauna. Skugga-Baldur í Grikklandi Gerður Kristný leggur enn land undir fót og verður á Akranesi dagana 23. til 27. júní. Þar mun hún stýra ritsmiðju fyrir börn á aldrinum 9-12/13 ára á bókasafninu. Gerður er nýkomin heim af ljóðahátíðinni Annikki Poetry Festival í Finnlandi en þar á undan tók hún þátt í ljóðalestri í London og Varsjá. Gerður Kristný kennir ritlist GRANDAGARÐUR 16 – SKRIFSTOFUR – áfangi 3 Auglýsing um útboð vegna endurbóta á húsnæði Faxaflóahafnir sf. óska ef tir t ilboðum í verkið Grandagarður 16 – skrifstofur – áfangi 3 Hér er um almennt útboð að ræða og lý tur þeim reglum sem um það gilda. Um er að ræða framkvæmd í vesturhluta 2. hæðar og brey tingu á inngangi og aðliggjandi rýmum á 1.hæð. Stærð húsnæðis er um 750 m². Útboðið innifelur m.a. endurnýjun steyptra veggja á 1.hæð, endurnýjun og síkkun glugga, rif á báruplasti í mæni og viðgerð á þaki með nýju járni og þakgluggum. Einnig skal byggja svalir og ný t t vindfang. Útboðið innfelur einnig smíði nýrra milliveggja, innihurða og glervegg ja, lof ta og fastra innrét tinga, endurnýjun neyslu- vatnslagna og hita- og frárennslislagna og endurnýjun raflagna, tölvulagna, lof træstilagna og uppsetningu öryggiskerfa. Gert er ráð fyrir að verkinu verði skilað fullbúnu 15. desember 2014. Útboðsgögn má nálgast ef tir kl. 9.00, mánudaginn þann 16. júní með því að senda tölvupóst og óska ef tir því að fá sent aðgangsorð og upplýsingar um aðgang að útboðsgögnum á netinu. Senda skal tölvupóst á: to: jonas@ask.is, steina@ask.is, cc: pall@ask.is og óska ef tir því að fá sent aðgangsorð og upplýsingar um aðgang að útboðsgögnum á netinu. VETTVANGSSKOÐUN VERÐUR MÁNUDAGINN 23. JÚNÍ 2014 KL. 14.00 Tilboðum skal skila á skrifstofu Faxaflóahafna sf., Tryggvagötu 17 101 R. (4 . hæð) fyrir kl. 14.00 föstudaginn 4. júlí 2014, er þau verða opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Allar nánari upplýsingar um verkið gefur Steinunn Guðmundsdót tir arkitekt í síma 515 0310 eða í tölvupósti steina@ask.is ÚTBOÐ George R. R. Martin mun ræða nýjustu bók sína í Game of Thrones-seríunni á Bókamessunni í Edinborg sem haldin verður frá 9. til 25. ágúst. Hann er enn að skrifa bókina sem ber heitið The Winds of Winter og er sjötta bókin í bókaflokknum vinsæla, væntanleg með haustinu. Af öðrum stórstjörnum sem verða á bókamessunni í Edinborg má nefna Martin Amis og Haruki Murakami, sem báðir kynna nýjustu bækur sínar. Búist er við um 900 þátttakendum frá 47 löndum og ættu allir að geta fundið höfund við sitt hæfi í Charlotte Square Gardens í Edinborg þessar tvær vikur. George R. R. Martin kynnir Winds of Winter á Bókamessunni í Edinborg í ágúst MYND/NORDICPHOTOSGETTY Hjartastaður, skáldsaga Steinunn- ar Sigurðardóttur, er nýkomin út á ensku hjá Amazon Crossing-for- laginu bandaríska, með titlinum Place of the Heart. Skáldsagan hlaut Íslensku bókmenntaverð- launin 1996 og var tilnefnd til Bók- menntaverðlauna Norðurlanda- ráðs. Hjartastað er gjarnan lýst sem „road movie“, ferðakvikmynd, en bókin segir frá bílferð vinkvenn- anna Hörpu og Heiðar frá Reykja- vík austur á Fáskrúðsfjörð, ásamt vandræðaunglingnum Eddu, dótt- ur Hörpu. Skáldsagan er lýsing á samskiptum þeirra, jákvæðum og neikvæðum, auk þess sem íslensk- ir sérvitringar og áfangastaðir á leiðinni með landslagi og náttúru koma mjög við sögu í Hjartastað. Hjartastaður á ensku, Place of the Heart, er gefin út með korti af Íslandi og merktri leið söguhetj- anna, ásamt tilvitnunum við valda áfangastaði. Þar að auki hefur hún að geyma lista með útskýring- um þýðandans, Philips Roughton. Ljósmynd á kápu er eftir Ragnar Axelsson. Hjartastaður með vegakorti Amazon Crossing gefur út skáldsögu Steinunnar. STEINUNN SIGURÐARDÓTTIR Hjartastað er gjarnan lýst sem „road movie“ eða ferðakvikmynd. MYND/ÞORSTEINN HAUKSSON ANDRI SNÆR Í LÍBANON Útgáfuréttur á ar- abísku á Sögunni af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason hefur verið seldur til forlagsins Arab Scientific Publish- ing í Líbanon. ! ÚLFAR ÞORMÓÐSSON „Eins og ég segi í Uggi þá er sumt sem maður segir aldrei frá og sumt er í þeirri gerjun í manni að maður getur ekki komið því frá sér þá stundina, og kannski aldrei.“ FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.