Fréttablaðið - 14.06.2014, Síða 82

Fréttablaðið - 14.06.2014, Síða 82
14. júní 2014 LAUGARDAGUR| TÍMAMÓT | 46 Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR RÖGNU JÓHANNSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkr unar- heimilisins Markar fyrir góða umönnun. Reynir Óskarsson Berglind Guðmundsdóttir Hróbjartur Æ. Óskarsson Lilja Arnardóttir Kristín Óskarsdóttir Agnar Ívar Agnarsson Gunnar Óskarsson Sigurbjörg B. Ólafsdóttir Margrét Óskarsdóttir Ragnar B. Bjarnarson Hallgrímur Óskarsson Gyða Árný Helgadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir, afi og langafi, TRÚMANN KRISTIANSEN áður skólastjóri á Hvolsvelli og í Hveragerði, andaðist á dvalarheimili Hrafnistu í Hafnarfirði 31. maí. Útför hans fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 16. júní nk. kl. 15.00. Birna Frímannsdóttir Matthías Már Kristiansen Heidi Strand Ragnheiður Kristiansen Málfríður Klara Kristiansen Sigurður Reynir Gíslason Kolbrún Kristiansen barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir til allra ættingja og vina sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, ELLERTS BJÖRNS SKÚLASONAR verktaka, Bergási 11, Reykjanesbæ. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á B2 taugalækningadeild á Landspítala, Fossvogi, fyrir einstaka umönnun og hlýju. Elín Guðnadóttir Elínborg Ellertsdóttir Bjarne P. Svendsen Vigdís Ellertsdóttir Björn Viðar Ellertsson Helena Guðjónsdóttir Ómar Ellertsson Árni Kr. Einarsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, KRISTJÁN FINNBOGASON Mávahlíð 35, lést á Landspítalanum sunnudaginn 8. júní. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 18. júní klukkan 13.00. Kristrún Magnúsdóttir Magnús Kristjánsson Björg Hansdóttir Jóhann Kristjánsson Kristín Andersen Gunnar Kristjánsson Guðrún Þórisdóttir Elskuleg eiginkona mín og móðir, GRÉTA SOFFÍA SIGURSTEINSDÓTTIR Rauðumýri 17, Akureyri, lést aðfaranótt 29. maí. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Ólafur H. Ólafsson Garðar Ingi Ólafsson Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, systur, ömmu og langömmu, JÓRUNNAR ÓLÍNU HINRIKSDÓTTUR Stigahlíð 34. Sérstakar þakkir til starfsfólks Grundar, dvalar- og hjúkrunarheimilis. Sigurlína J. Gunnarsdóttir Guðbrandur Einarsson Lára G. Gunnarsdóttir Vigdís Gunnarsdóttir Ágúst Karlsson Markús Gunnarsson Ragnhildur Rögnvaldsdóttir Sigurlín Matcke barnabörn og barnabarnabörn. Kærar þakkir til allra sem sýnt hafa okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÁSKELS JÓNSSONAR Þjóðbraut 1, Akranesi. Vigdís Björnsdóttir Sigrún Áskelsdóttir Þórir Ólafsson Jón Áskelsson Kristbjörg Antoníusardóttir Nanna Þóra Áskelsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför GÍSLA JÓNS HELGASONAR Hátúni 4, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við stjórnendum og starfsfólki Ísleifs Jónssonar ehf. fyrir alla aðstoð og vinsemd. Fjölskyldan. Boðið verður upp á dansnámskeið í Norræna húsinu dagana 19. 20. 23. 24. og 25. júní næstkomandi. Nám- skeiðið er í boði fyrir lærða dans- ara, dansnemendur á háskólastigi og sviðslistafólk. Það eru Daniel Gulko og Léa Canu Ginoux frá Cahin Caha sem leiða smiðjuna. Ginoux mun skoða „release“-tækni og „body motion awareness-listening“-tækni í gegnum formlega og tilraunakennda þjálfun. Lögð verður áhersla á form, bæði skipulögð og tilraunakennd, samtal á milli líkamans og þess sem við skynjum og upplifun orku í öllum sínum lögum. Enn fremur verður kannaður andardrátturinn sem upp- spretta hreyfinga líkamans og leitast við að ná ástandi fullkominnar með- vitundar. Sem viðbót við verk Ginoux mun Daniel Gulko leiða tilraunir með raddsvið. Í tilkynningu frá Norræna húsinu segir að hlutarnir deili sömu nálgun varðandi andardrátt, spuna og persónulega tilraunastarfsemi. Á námskeiðinu mun Daniel vinna með tengingu andardráttar við líkam- ann og vinnslu hljóðs og titrings sem hreyfingarafla. - fb Dansnámskeið verður haldið í Norræna húsinu á næstunni: Andardrátturinn kannaður DANIEL GULKO Leiðir tilraunir með radd- svið á námskeiðinu í Norræna húsinu. ÍÞRÓTTIR Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fagnar 25 ára afmæli sínu í ár. Hlaupið fer fram í dag á 83 stöðum hérlendis og 21 stað erlendis í alls þrettán löndum, þar á meðal á Norðurlöndunum, Spáni, í Bandaríkjunum og Kanada. Í gegnum þessi 25 ár hefur mark miðið alltaf verið að fá konur til að hreyfa sig. Á hlaupadag má sjá margar kynslóðir sameinast og skapa góðar minningar saman. Hver og einn fer á sínum hraða gangandi, skokkandi, hlaupandi. Engin tímataka er í hlaupinu og snýst hlaupið meira um að hreyfa sig og njóta samver- unnar í góðum félagsskap. Í tilefni afmælisins verður gerð heimildarmynd um kvenna hlaupið. „Á tíu stöðum erum við með upptöku- vélar. Við höfum fengið fólk til að segja frá sinni upplifun af hlaupinu, af hverju það er að taka þátt og með hverjum,“ segir Sigríður Inga Viggós- dóttir, sviðsstjóri almenningsíþrótta- sviðs ÍSÍ, aðspurð. Hún bætir við að stuttermabolunum sem konur hafa klæðst í hlaupinu hafi verið breytt í til- efni dagsins. „Við breyttum háls mál- unum og færðum lógóið aftan á. Þeir eru hreinir að framan, nema að þar er lítið ÍSÍ-merki. Við höldum að þeir muni lifa aðeins lengur þannig.“ Einnig voru settir á stofn göngu- og hlaupahópar víðs vegar um landið í tilefni afmælisins. „Við fengum til liðs við okkur þá fjölmörgu hópa sem eru til nú þegar og Martha Ernst dóttir setti saman hlaupaprógramm sem konur gátu náð í á heimasíðu okkar og á Facebook. Það var gert til að hvetja konur til að fara af stað.“ Spurð út í ástæðuna fyrir lang- lífi Kvennahlaups ÍSÍ segir Sigríður að samstaða kvenna sé aðalástæðan. „Konur hafa verið duglegar að taka þátt. Árið 1990 voru 2.500 sem tóku þátt í Garðabæ og sjö stöðum úti á landi. Í fyrra voru um fimmtán þús- und konur sem tóku þátt og núna eru staðirnir orðnir miklu fleiri.“ Að sögn Sigríðar líta konur ekki aðeins á kvennahlaupsdaginn sem hlaupadag heldur snýst hann líka um samveruna. „Það eru oft margar kyn- slóðir að hlaupa saman á þessum degi. Félagsskapurinn skiptir miklu máli.“ Sjá má allar nánari upplýsingar um hlaupið og hlaupastaði á www.kvenna- hlaup.is. freyr@frettabladid.ism Heimildarmynd um Kvennahlaup ÍSÍ Kvennahlaup ÍSÍ verður haldið í 25. sinn í dag. Hlaupið fer samanlagt fram á 104 stöðum bæði hér heima og erlendis. Í fyrra tóku fi mmtán þúsund konur þátt. KVENNAHLAUPIÐ Frá Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ. Árið 1990 tóku 2.500 konur þátt en í fyrra hafði þeim fjölgað í fimmtán þúsund. MARTHA ERNSTDÓTTIR Martha bjó til hlaupaprógram fyrir þátttakendur í Kvenna- hlaupi ÍSÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.