Fréttablaðið - 14.06.2014, Page 96

Fréttablaðið - 14.06.2014, Page 96
14. júní 2014 LAUGARDAGUR| SPORT | 60 Hann fann eitthvað til eftir æfinguna í gær en við verðum að bíða. Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari visir.is Meira um leiki gærkvöldsins HANDBOLTI Íslenska landsliðið í handbolta leikur einn sinn mikil- vægasta leik frá því í júní 2008 þegar liðið mætir Bosníumönnum á sunnudaginn í Laugardalshöll. Í húfi er farseðillinn á HM í Katar á næsta ári en það væri hrein- lega óásættanlegt fyrir Ísland að tryggja sér ekki sæti í lokakeppn- inni. Ísland tapaði með eins marks mun í fyrri leiknum í Bosníu þar sem strákarnir okkar köstuðu frá sér sigrinum á lokakafla leiksins. Í stöðunni 27-23 gerðu íslensku strákarnir sig seka um mýgrút mistaka þar sem liðið tapaði bolt- anum trekk í trekk. Bosníumenn refsuðu grimmt og unnu lokakafl- ann, 10-5. Sömu mistök verða ekki leyfð í Höllinni. Hvað gerðist á þessum „slæma kafla“? Jú, Bosnía breytti um varnarleik og spilaði með framliggjandi „ indíána“ eða það sem flestir þekkja sem 5+1-varnarleik. Við það datt allur botn úr sóknarleik Íslands og Bosníu menn keyrðu í bakið á okkar mönnum og refsuðu sem fyrr segir. Liðið verður að undir- búa sig betur fyrir seinni leikinn og geta svarað þeim óvæntu stöð- um sem koma upp. Í heildina var leikur Íslands í fyrri leiknum ágætur. Sóknar- leikurinn var lengst af góður en varnar leikurinn kaflaskiptur. Vörnin hélt lengi vel en ekki var laust við að þreyta hefði sagt til sín síðasta korterið. Stóra vandamálið var þó mark- varslan sem var undir meðallagi. Í leikjum í undankeppnum og á stórmótum er allt undir 35 pró- sent markvarsla hjá liði sem telur sig vera í heimsklassa óboðleg. Beiti Bosníumenn sömu leik- aðferð í Höllinni er ljóst að Ísland þarf að spila agaðan leik með inn- leysingum. Lykilatriðið er að bolt- anum verði ekki troðið inn á línu í vonlausri stöðu þar sem hann tapast og við fáum mörk á okkur í bakið. Sú var raunin í Sarajevo. Miklar vonir eru bundnar við að Aron Pálmarsson geti tekið ein- hvern þátt í seinni leiknum. Það yrði svo sannarlega kostur. Hafa ber þó í huga að Aron Pálmarsson er hluti af liðinu. Hann styrkir liðið og það styrkir hann. Hand- bolti er leikur liðsheildar – ekki einstaklinga. Eini einstaklingurinn sem getur hjálpað strákunum okkar á sunnudaginn ert þú, áhorfandi góður. Ísland þarf að vinna með tveimur mörkum til að komast á HM 2015 og þú getur leikið lykil- hlutverk í því ævintýri. Er það eitthvað sem þú ætlar virkilega að missa af? Aron vinnur leikinn ekki einn UTAN VALLAR Guðjón Guðmundsson segir sína skoðun SPORT HANDBOLTI Ísland mætir Bosníu í Laugardalshöll á morgun í hreinum úrslitaleik upp á sæti á heimsmeist- aramótinu sem fer fram í Katar á næsta ári. Ísland tapaði fyrri leikn- um 33-32 úti í Bosníu sem gerir það að verkum að íslenska liðið þarf sigur. „Við stefnum auðvitað bara á sigur á morgun, við erum búnir að undirbúa okkur vel. Við fórum yfir fyrri leikinn og það er margt sem má laga úr honum. Þeir refs- uðu okkur of oft í fyrri leiknum,“ sagði Aron Kristjánsson, landsliðs- þjálfari Íslands, þegar Fréttablaðið heyrði í honum. „Við spiluðum vel lengst af en þeir refsuðu okkur fyrir öll mis- tök, sérstaklega í seinni hálfleik. Við þurfum að verjast betur gegn hraðaupphlaupunum. Við spiluðum vel en á lokakaflanum gerum við of mikið af mistökum,“ segir Aron. Hann var ánægður með sóknar- leikinn í leiknum en óánægður með spilamennskuna á hinum enda vall- arins. „Við getum bætt okkur bæði varnarlega og í markvörslu og það er markmiðið á sunnudaginn. Við verðum að vera einbeittir og koma inn í þetta af krafti. Bosníumenn eru svo fljótir að refsa þegar maður gerir einföld mistök og við verðum að verjast því betur í leiknum,“ segir Aron sem hélt sig við Björg- vin Pál Gústavsson í leiknum þrátt fyrir að Björgvin hefði ekki fundið sig í leiknum úti í Bosníu. „Hann fékk á sig mörg mörk en varði alltaf af og til bolta. Við héld- um okkur við Björgvin þar sem við vildum ekki setja kaldan og óreyndan markmann inn. Bjöggi á það til að stíga upp á mikilvæg- ustu stundunum og koma með lykil- markvörslu rétt eins og hann gerði á lokamínútum leiksins. Þá varði hann þrjú skot á stuttum tíma sem var okkur gríðarlega mikilvægt,“ segir Aron. Vonast er til þess að Aron Pálmarsson geti tekið þátt í leiknum en ákvörðun verður tekin eftir æfingu í dag. „Hann fann eitthvað til eftir æfinguna í gær en við verðum að bíða. Hann er góður leikmaður, bæði í vörn og sókn og er okkar liði gríðarlega mikilvægur,“ sagði Aron en ákvörðun um þátttöku Arons Pálmarssonar verður tekin í dag. kristinnpall@365.is Þarf betri markvörslu Aron Kristjánsson vonar að Aron Pálmarsson verði klár í slaginn fyrir leik Íslands gegn Bosníu á morgun. Ákvörðun verður tekin eft ir hádegisæfi ngu dagsins. EINBEITTUR Aron vill að strákarnir verði einbeittari í leiknum og reyni að gefa ekki kost á hraðaupphlaupum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HANDBOLTI Kvennalandsliðið í handbolta mætir Slóvakíu í lokaleik sínum í 2. riðli undan- keppni EM 2014 í Laugardalshöll á sunnudaginn. Ekkert er undir í leiknum þar sem þrjú stig skilja á milli liðanna og Slóvakar eru búnir að tryggja sig á EM með Frakklandi. „Við tökum þennan leik af fullri alvöru því hann skiptir máli upp á næstu undan- keppni,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Íslands, í gær. Melkorka Mist Gunnarsdóttir, markvörður Fylkis, og Marthe Sördal, hornamaður Fram, koma inn í hópinn fyrir leikinn sem hefst klukkan 14.45 á sunnu- daginn í Laugardalshöll. - tom Tökum leikinn af fullri alvöru EKKERT BULL Sigur er mikilvægur þótt lítið sé undir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FRJÁLSAR Landsliðið í frjáls- íþróttum sem fer á Evrópu- mót landsliða í Tbilisi í Georgíu 21.-22. júní næstkomandi var samþykkt af stjórn FRÍ í gær. Allt besta frjálsíþróttafólk landsins fer með á mótið, þar á meðal Aníta Hinriksdóttir, Ásdís Hjálmsdóttir og langhlauparinn Kári Steinn Karlsson. Markmiðið er að koma Íslandi upp úr 3. deild en frá því að keppnin varð að sameiginlegri karla- og kvennakeppni hefur landsliði Íslands aldrei tekist að komast upp um deild. Liðið er nokkuð sterkt núna og vænting- arnar miklar. - tom Landsliðið í frjálsum valið Kólumbíska dómara- tríóið sem dæmdi leik Mexíkó og Kamerún í A-riðli í gær eru sjálfsagt einna fegnastir að fyrrnefnda liðið vann leikinn, 1-0. Giovani dos Santos skoraði nefnilega tvö mörk sem voru ranglega dæmd af vegna rangstöðu í fyrri hálfleik. Oribe Peralta skoraði sigurmark Mexíkó í þeim síðari, eftir að hafa fylgt eftir skoti dos Santos sem var varið af markverði Kamerún.Allt um HM á Vísi Dos Santos var rændur tveimur mörkum í sigri Mexíkó á Kamerún 22.00 ENGLAND - ÍTALÍA Stór- leikur sem flestir knattspyrnuunnendur hafa beðið eftir síðan dregið var í riðla fyrir HM í Brasilíu. Liðin hafa haft 27 vikur til að undirbúa sig fyrir þennan leik og verður forvitnilegt að sjá hvað Roy Hodgson, þjálfari enska liðsins, mun gera gegn ítölsku landsliði sem er sókndjarfara nú en oft áður. Wayne Rooney er í aðalhlutverki hjá enska landsliðinu og hvílir mikil ábyrgð á herðum hans. Það er ef til vill ósanngjarnt að taka aðeins einn út úr hollenska landsliðinu og kalla hann stjörnu gærdagsins eftir þá sýningu sem Hollendingar buðu upp á gegn ríkjandi heims- og Evrópumeisturum Spánar í gærkvöldi. Holland, silfurlið HM 2010, lenti 1-0 undir í fyrri hálfleik en fór á kostum í þeim síðari og vann að lokum 5-1 sigur. Arjen Robben skoraði tvö mörk og var magnaður. STJARNA GÆRDAGSINS Arjen Robben Holland ÚRSLIT HM Í BRASILÍU A-RIÐILL MEXÍKÓ - KAMERÚN 1-0 1-0 Oribe Peralta (61.). STAÐAN Brasilía 1 1 0 0 3-1 3 Mexíkó 1 1 0 0 1-0 3 Kamerún 1 0 0 1 0-1 0 Króatía 1 0 0 1 1-3 0 B-RIÐILL SPÁNN - HOLLAND 1-5 1-0 Xabi Alonso, víti (27.), 1-1 Robin van Persie (44.), 1-2 Arjen Robben (53.), 1-3 Stefan De Vrij (64.), 1-4 Van Persie (72.), 1-5 Arjen Robben (80.). SÍLE - ÁSTRALÍA Leiknum var ekki lokið þegar Fréttablaðið fór í prentun. LEIKIR LAUGARDAGS C-RIÐILL: Kólumbía - Grikkland 16.00 D-RIÐILL: Úrúgvæ - Kosta Ríka 19.00 D-RIÐILL: England - Ítalía 22.00 C-RIÐILL: Fílabeinsstr. - Japan 01.00 LEIKIR SUNNUDAGS E-RIÐILL: Sviss - Ekvador 16.00 E-RIÐILL: Frakkland - Hondúras 19.00 F-RIÐILL: Argentína - Bosnía 22.00 1. DEILD KARLA KV - HAUKAR 1-4 0-1 Brynjar Benediktsson (9.), 0-2 Hilmar Rafn Emilsson (26.), 0-3 Hilmar Rafn Emilsson (47.), 0-4 Andri Steinn Birgisson (81.), 1-4 Atli Jónasson, víti (87.). GRINDAVÍK - ÞRÓTTUR 1-1 1-0 Juraj Grizelj, víti (40.), 1-1 Ragnar Pétursson (61.). STAÐAN Leiknir 5 4 1 0 6-0 13 Víkingur Ó. 5 4 0 1 9-6 12 Þróttur 6 3 1 2 10-6 10 ÍA 5 3 0 2 8-6 9 Haukar 6 2 2 2 10-10 8 HK 5 2 2 1 7-7 8 Selfoss 5 2 1 2 5-3 7 KV 6 2 1 3 13-12 7 KA 5 1 1 3 8-8 4 Grindavík 5 1 1 3 6-8 4 BÍ/Bolungarv. 4 1 0 3 5-10 3 Tindastóll 5 0 2 3 3-14 2 NÆSTU LEIKIR Í dag: 14.00 BÍ/Bolungarvík - KA, Leiknir - Selfoss, Tindastóll - ÍA, HK - Víkingur Ó. 20% AFSLÁTTUR AF DEEP HEAT OG FREEZE 3. JÚNÍ TIL 30. JÚNÍ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.