Fréttablaðið - 14.06.2014, Page 97

Fréttablaðið - 14.06.2014, Page 97
LAUGARDAGUR 14. júní 2014 | SPORT | 61 FÓTBOLTI Alfreð Finnbogason, landsliðsmaður í knattspyrnu, gæti verið á leið til gríska stór- liðsins Olympiakos en sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins í Grikklandi eiga grísku meistar- arnir í viðræðum við Heerenveen um kaupverð á framherjanum. Alfreð hefur farið á kostum á síðustu tveimur árum með Hee- renveen og er markahæsti leik- maðurinn í deildinni í sögu félagsins. Hann fékk gullskóinn eftir tímabilið og er einn af eftir- sóttari framherjum Evrópu í dag. Hann skoraði 53 mörk í 65 leikj- um fyrir Heerenveen í hollensku deildinni. Heimildir Fréttablaðsins herma að erfiðlega hafi gengið í samningaviðræðum félaganna en þau færist nú nær því að kom- ast að samkomulagi um kaupverð. Olympiakos er tilbúið að greiða fyrir hann sex milljónir evra. Heerenveen hafnaði tíu millj- óna evra tilboði frá Fulham á lokadegi félagaskipta í janú- ar, sem Alfreð var ósáttur við. Ástæða þess að gríska liðið þarf ekki að jafna það tilboð er að Alfreð á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Heerenveen en þegar svo ber undir eru leik- menn almennt ódýrari. Olympiakos þarf ekki að kynna fyrir knattspyrnuáhugamönn- um. Það er langstærsta félagið í Grikklandi. Það hefur unnið grísku deildina 41 sinni og er fastagestur í Meistaradeild Evr- ópu. - tom Alfreð færist nær Olympiakos Gríska liðið á í viðræðum við Heerenveen um kaupverð á framherjanum. MARKAHRÓKUR Fer Alfreð Finnbogason að skora í Grikklandi? FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Á Eurosport eru þrír þættir um HM í Brasilíu á hverjum degi. Ítarleg og vönduð umfjöllun um skemmtilegustu keppni í heimi. Tryggðu þér Sportpakka SkjásHeims á aðeins 1.490 kr. á mánuði eða aðeins 990 kr. fyrir áskrifendur SkjásEins. TRYGGÐU ÞÉR ÁSKRIFT | SKJARINN.IS | 595 6000 FÓTBOLTI „Æfingarnar eru búnar að vera góðar hérna og það er mikil spenna fyrir leiknum,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fót- bolta, í samtali við Fréttablaðið um leikinn gegn Dönum í undankeppni HM 2015 sem fram fer klukkan 11.00 ytra á sunnudagsmorgun. Leikurinn er gríðarlega mikil- vægur fyrir stelpurnar í barátt- unni um annað sætið í riðlinum sem gæti á endanum gefið sæti í umspili um farseðil á HM. Fyrsta sætið er ekki lengur möguleiki þar sem Sviss er með 19 stig, tíu stigum meira en Ísland, og Ísrael er óvænt í öðru sæti. Danir eru í þriðja sæti með fimm stig. „Danska liðið er mjög sterkt. Við höfum spilað við þær áður og bæði unnið og tapað. Þær eru rosalega góðar að halda boltanum sem er þeirra styrkleiki. Þetta er samt lið sem við getum unnið,“ segir Sara Björk. Þurfa sigur Alla jafna væri jafntefli við Dan- mörku á útivelli ekki slæm úrslit en þar sem Ísland þarf að safna nóg af stigum er sigur þýðingar- mikill á sunnudaginn. „Við þurfum þrjú stig og með réttri leikaðferð og réttri pressu þannig að við lokum á þær, þá getum við skorað á þær og unnið leikinn,“ segir Sara Björk sem hefur fulla trú á verkefninu. „Við höldum áfram að trúa á að HM-draumurinn lifi en til þess að hann haldi áfram að lifa verðum við að fá þrjú stig. Það er lykil- atriði í þessu að allur hópurinn hafi fulla trú á að við getum unnið Dani á sunnudaginn. Það hefur verið draumur okkar allra svo lengi að komast á HM. Við viljum virkilega komast þangað.“ Engin betri en Þóra Sara Björk er fyrirliði sænska meistaraliðsins Rosengård þar sem hún spilar með Þóru B. Helga- dóttur landsliðsmarkverði. Þóra er á leið heim til Fylkis í Pepsi- deildinni en erfitt verður að fylla hennar skarð hjá sænska liðinu. „Þú færð ekkert betri markvörð en Þóru. Það hafa verið forréttindi að æfa og spila með henni því hún er einfaldlega besti markvörður heims í dag,“ segir Sara um mark- vörðinn. „Það er virkilega sárt að missa hana úr liðinu og eftirmaður hennar þarf að feta í stór fótspor. Það sem skiptir máli er að hún er ánægð með þetta.“ tomas@365.is Trúin á drauminn lifi r Kvennalandsliðið í fótbolta mætir Danmörku ytra á sunnudaginn í mikilvægum leik í undankeppni HM 2015. Sigur er nánast nauðsyn fyrir stelpurnar okkar. FYRIRLIÐINN Sara Björk Gunnars- dóttir og stelpurnar okkar þurfa sigur í Danmörku á sunnudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.