Fréttablaðið - 21.06.2014, Side 4

Fréttablaðið - 21.06.2014, Side 4
21. júní 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 4 Íslendingar eru í viðskiptum við umboðsmenn er- lendra tryggingafélaga. Seðlabankinn segir við- skiptin brjóta gegn lögum um gjaldeyrismál. 30.000 Í bréfi Umhverfisstofnunar til umhverfis- og auðlindaráðherra er farið yfir þau lög sem gilda um rétt almennings til að ferðast óhindrað um náttúr- una, og um leið heimildir til gjaldtöku af þeim sem ferðast um landið. „Löggjöfin okkar er ekki undir það búin að taka á móti svona miklum fjölda ferðamanna,“ segir Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfis- stofnunar. Hún segir að skýra þurfi aðgengi og aðgangstakmarkanir, hvenær megi stunda gjaldtöku og í hvað féð eigi að fara. Til stóð að ný lög um náttúruvernd tækju gildi í apríl síðastliðnum. Gildistöku laganna var frestað, og til stendur að endurskoða þau. Ákvæði um gjaldheimtu í nýju lögunum er svo til samhljóða ákvæði í eldri lög- unum. Kristín segir mikilvægt að þessi hluti laganna verði endurskoðaður. Umhverfisstofnun er hlynnt því að komið verði á einu heildstæðu kerfi fyrir gjaldtöku af ferðamannastöðum, eins og nú er í vinnslu hjá stjórnvöldum. „Við teljum að það að koma upp gjaldtöku víða um land sé ekki til þess að bæta almannarétt. Það er einnig mjög slæmt fyrir ímynd Íslands,“ segir Kristín. Lögin ekki hugsuð fyrir mikinn fjölda SKÁK Magnús Carlsen, norski skákmeistarinn, er handhafi allra heimsmeistara- titlanna þriggja í skák sem í boði eru. Hann varð í gær heims- meistari í hrað- skák, en tefldi til sigurs tveimur dögum fyrr í móti um heims- meistaratign í atskák. Fyrir er hann heimsmeist- ari í klassískri skák. Hann er stiga- hæsti stórmeistari sögunnar með 2.881 Elo-stig. Carlsen er 23 ára. Heimsmeistaramótið í at- og hraðskák hefur staðið yfir í Dúbaí síðan 15. júní. Þátt tóku flestir sterkustu stórmeistarar heims. Sigurinn færir Carlsen 80.000 Bandaríkjadali, eða tæplega níu milljónir króna. - shá Þrefaldur meistari í skák: Carlsen heldur öllum titlunum MAGNÚS CARLSEN VIRKJANIR Losun á brennisteins- vetni frá Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun var 40 pró sentum minni á síðasta ári en hingað til hefur verið talið. Ástæða ofmatsins var reiknivilla sem hefur verið í líkani Orku- veitu Reykjavíkur frá árinu 2011. Þó er magn brennisteins vetnis í andrúmsloftinu í byggðum nálægt virkjununum hið sama og áður var talið. Orkuveitan stefnir að því að draga úr styrk þess. - ih Virkjanir á Hengilssvæðinu: Menga minna en talið var MINNI MENGUN Reiknivilla hjá Orkuveitu Reykjavíkur olli því að mengun frá Hengils- svæðinu var ofmetin. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI krónum þarf að punga út fyrir bílaleigu- bíl af minnstu og ódýrustu gerð hér á landi fyrir vikutíma um miðjan júlí. Bílaleigur í nágranna- löndum bjóða mun betra verð. 76.403 14.06.2013 ➜ 20.06.2014 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is fuglar af þremur teg- undum hafa fundist dauðir á Snæfellsnesi á síðustu mánuðum. 130 40 meðlimir kvenna-kórsins Hrynjandi sungu í boði sem sendiherra Íslands í Berlín hélt í borginni á þjóðhátíðardaginn. eru liðin síðan Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi, gegndi embættinu síðast, eða árið 1991. 23 ár 700.000 krónur er upphæðin sem stjórnarfor- maður Bláa lónsins fær á mánuði fyrir stjórnarstörf sín. alvarleg vinnuslys eru tilkynnt Vinnu- eft irlitinu á ári. Tugir einstaklinga slasast það illa að þeir eiga ekki aft urkvæmt á vinnustað. 12-1500 manns eru á fl ótta í heiminum í dag og fl ótta- menn hafa ekki verið fl eiri síðan á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. 50.000.000 NÁTTÚRUVERND Gjaldtaka landeig- enda við Kerið og önnur svæði sem eru á náttúruminjaskrá stenst ekki lög að mati Umhverfisstofnunar. Þá telur stofnunin ekkert í lögum heimila gjaldtöku á öðrum ferða- mannastöðum þótt þeir séu ekki á friðlýstum svæðum eða á náttúru- minjaskrá. Í bréfi sem Umhverfisstofnun sendi umhverfis- og auðlindaráð- herra á fimmtudag segir að stofn- unin hafi nú til skoðunar hvort beita eigi ákvæði í lögum sem heimilar Umhverfisstofnun að gera samning við landeigendur um að innheimta slíkt gjald. Verði það gert yrði innheimta aðgangseyris við Kerið lögmæt, að mati stofnun- arinnar. „Það er ákveðin óvissa um hvernig beita á þessu ákvæði, hvort við eigum að gera samn- ing við þann landeiganda sem vill rukka, eða ætlar sér að rukka,“ segir Kristín L i nda Á r na - dóttir, forstjóri Umhverfisstofn- unar. Fá verði svör við því hver eigi að ákveða upphæð gjalds- ins, hver eigi að geyma peningana og í hvað eigi að nota þá. Þá þurfi að skýra hver eigi að meta álag og spjöll á svæðum. Þetta verði að skoða nánar. „Áður en við tökum einhverja ákvörðun verður að skýrast um hvað slíkur samningur ætti að snúast,“ segir Kristín. „Við munum óska eftir því að fá fund með ráðu- neytinu um hvernig við höldum áfram með þetta.“ Í lögum um náttúruvernd eru ákvæði um að heimilt sé að inn- heimta gjald fyrir þjónustu á friðlýstum svæðum og náttúru- verndarsvæðum. Þar segir að Umhverfisstofnun, eða aðili sem stofnunin felur að reka svæði, geti ákveðið gjald fyrir veitta þjónustu á slíkum svæðum. Þá geti stofn- unin, eða rekstraraðili, einnig ákveðið að innheimta gjald fyrir aðgang að svæðinu „ef spjöll hafa orðið af völdum ferðamanna eða hætta er á slíkum spjöllum“. Kerið er á náttúruverndarsvæði og fellur því undir þessi laga- ákvæði, segir Kristín. Landeig- endur í Kerinu hafa innheimt gjald af ferðamönnum frá því í júní í fyrra. Geysir í Haukadal er einnig á náttúruminjaskrá, en þar hefur verið sett lögbann á gjaldtöku að kröfu ríkisins og eru málaferli í gangi fyrir dómstólum. „Við erum að benda á að það eru sérstakar reglur sem gilda um þessi náttúruverndarsvæði og þar eru reglurnar skýrar. Hins vegar er ákveðinn óskýrleiki varðandi önnur landsvæði,“ segir Kristín. Hún segir það ski lning Umhverfisstofnunar að það þurfi lagaheimild til að innheimta aðgangseyri til að skoða náttúr- una, jafnvel á svæðum sem ekki eru friðlýst eða á náttúruverndar- skrá. Kristín segir slíka heimild ekki til staðar. Á hinn bóginn sé heimilt samkvæmt lögum að loka svæðum til að hlífa þeim við álagi, sem augljóslega sé mjög takmark- andi fyrir almannarétt. „Lagaumhverfið er einfaldlega ekki nógu skýrt í þessum tilvikum, og úr því er brýnt að bæta,“ segir Kristín. brjann@frettabladid.is KRISTÍN LINDA ÁRNADÓTTIR KERIÐ Deilt hefur verið um rétt landeigenda til að innheimta gjald fyrir aðgang að náttúruperlum. Slíkt gjald hefur verið innheimt frá því í fyrrasumar við Kerið í Grímsnesi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Gjaldtaka við Kerið ólögmæt að mati Umhverfisstofnunar Umhverfisstofnun ein má ákveða innheimtu aðgangseyris á landsvæðum sem eru á náttúruminjaskrá að mati stofnunarinnar. Til skoðunar er að semja við landeigendur í Kerinu svo þeir fái heimild til að innheimta gjald. Vordís Eiríksdóttir veðurfréttamaður Veðurspá HELGARVEÐRIÐ Stöku skúrir víða um land í dag, þó síst á Vestfjörðum en þar ætti að verða bjartviðri. Minnkandi úrkoma til morguns en þó áfram skúrir A-lands. Hægviðri um allt land og hiti 8-16 stig. Snýr sér í SV-átt og fer hlýnandi á mánudaginn. 8° 3 m/s 10° 1 m/s 12° 2 m/s 11° 3 m/s Hæg breytileg átt á öllu landinu. Vaxandi SV-átt, 2-11m/s. Gildistími korta er um hádegi 23° 32° 16° 23° 19° 16° 25° 18° 19° 24° 23° 32° 29° 28° 29° 18° 18° 21° 10° 3 m/s 9° 2 m/s 10° 3 m/s 8° 4 m/s 10° 1 m/s 9° 2 m/s 5° 2 m/s 14° 13° 9° 12° 15° 11° 12° 13° 10° 16° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur MÁNUDAGUR Á MORGUN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.