Fréttablaðið - 21.06.2014, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 21.06.2014, Blaðsíða 10
21. júní 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 10 SumaríSlendIngar upPlifið sóL og SumarYl með ekta RjóMaís Með kókOs, áStaraldIn, mangó og súKkulaðIdropuM VÍSINDI Geimferðastofnun Banda- ríkjanna, NASA, ætlar 1. júlí að skjóta á loft gervihnetti sem mælir magn koltvísýrings í andrúmsloft- inu. Hann nefnist Orbiting Carbon Observatory-2, eða OCO-2, og verður þetta önnur tilraun NASA til að skjóta á loft gervihnetti sem mælir koltvísýring. Sú fyrsta var gerð árið 2009 en þá mistókst hnettinum að komast á sporbaug um jörðu. OCO-2 mun mæla magn koltví- sýrings af mikilli nákvæmni og meðal annars eftir árstíðum. Kol- tvísýringur er ein þeirra gróður- húsalofttegunda sem koma í veg fyrir að hiti komist í burtu frá jörðinni. Margir vísindamenn telja að mikil losun gróðurhúsa- lofttegunda verði til þess að hita- stig jarðar hækki. Frá því að iðnvæðingin hófst hefur losun koltvísýrings út í and- rúmsloftið aukist mikið og sam- kvæmt NASA hefur hann ekki verið meiri í að minnsta kosti 800 þúsund ár. Mælitæki á jörðu niðri gefa til kynna að hann hafi aukist um tæp tuttugu prósent á síðustu fimmtíu árum. Heimshöfin, plöntur og jarð- vegur drekka í sig mestan koltví- sýring og draga þannig úr magni hans í andrúmsloftinu. Aftur á móti er ekki vitað hversu mikið magnið er eftir svæðum jarðar og ekki heldur hvort magnið sem höfin, plöntur og jarðvegur drekka í sig hafi minnkað eftir því sem meiri koltvísýringi hefur verið dælt út í andrúmsloftið. Bruni á jarðefnaeldsneyti og aðrar aðgerðir mannfólksins valda því að 40 milljörðum tonna af kol- tvísýringi er dælt út í andrúms- loftið á hverju ári, sem veldur því að þessi gróðurhúsalofttegund hefur safnast upp á löngum tíma. freyr@frettabladid.is Mæla koltvísýring í andrúmslofti jarðar Geimferðastofnun Bandaríkjanna skýtur á loft gervihnetti sem mælir koltvísýring í andrúmsloftinu. Talið er að hann hafi aukist um 20 prósent á síðustu 50 árum. © GRAPHIC NEWSSources: NASA, wire agencies OCO-2 er önnur tilraun NASA til að mæla koltvísýring í andrúms- loftinu með því að nota gervihnött sem fylgist með jörðu. Fyrri hnötturinn komst ekki á sporbaug um jörðu árið 2009. Koltvísýringur Spilar lykilhlutverk í loftslagsbreytingum, hleypir sólarljósi í andrúmsloftið en kemur í veg fyrir að hiti komist frá jörðu út í geim. CO2 sameind Sólarljós sem endur- kastast frá yfirborði jarðar fer inn í sjónauka. Tæki greinir meira ljós þar sem minni koltvísýringur mælist í andrúmsloftinu. Miðstöðvar- ofn X-loftnet S-loftnet Sólar- orku- vængir 3m Stjörnu-mælitæki Orbiting Carbon Observatory-2 (OCO-2) Sprengi- hleðsla eldflaugar OCO-2 OCO-2 Delta II eldflaug Hæð 39 m Hylki opnast eftir geimskot Taurus XL- flaugin fór ekki á sporbaug 2009 Mæling á koltvísýringi Dökkar línur við mismunandi liti sýna magn CO2 í andrúmsloftinu. Gögn: Rannsökuð í tölvu- forritum til að finna út hvar skógar og höf drekka í sig mest af CO2. Ljósmælar í hárri upplausn Sólarljós sem sjónauka er beint að brotnar í mismunandi liti Koltvísýringur rannsakaður úr geimnum ➜ Mælitæki á jörðu niðri gefa til kynna að koltvísýringur hafi aukist um tæpan fimmtung á síðustu fimmtíu árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.