Fréttablaðið - 21.06.2014, Side 10

Fréttablaðið - 21.06.2014, Side 10
21. júní 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 10 SumaríSlendIngar upPlifið sóL og SumarYl með ekta RjóMaís Með kókOs, áStaraldIn, mangó og súKkulaðIdropuM VÍSINDI Geimferðastofnun Banda- ríkjanna, NASA, ætlar 1. júlí að skjóta á loft gervihnetti sem mælir magn koltvísýrings í andrúmsloft- inu. Hann nefnist Orbiting Carbon Observatory-2, eða OCO-2, og verður þetta önnur tilraun NASA til að skjóta á loft gervihnetti sem mælir koltvísýring. Sú fyrsta var gerð árið 2009 en þá mistókst hnettinum að komast á sporbaug um jörðu. OCO-2 mun mæla magn koltví- sýrings af mikilli nákvæmni og meðal annars eftir árstíðum. Kol- tvísýringur er ein þeirra gróður- húsalofttegunda sem koma í veg fyrir að hiti komist í burtu frá jörðinni. Margir vísindamenn telja að mikil losun gróðurhúsa- lofttegunda verði til þess að hita- stig jarðar hækki. Frá því að iðnvæðingin hófst hefur losun koltvísýrings út í and- rúmsloftið aukist mikið og sam- kvæmt NASA hefur hann ekki verið meiri í að minnsta kosti 800 þúsund ár. Mælitæki á jörðu niðri gefa til kynna að hann hafi aukist um tæp tuttugu prósent á síðustu fimmtíu árum. Heimshöfin, plöntur og jarð- vegur drekka í sig mestan koltví- sýring og draga þannig úr magni hans í andrúmsloftinu. Aftur á móti er ekki vitað hversu mikið magnið er eftir svæðum jarðar og ekki heldur hvort magnið sem höfin, plöntur og jarðvegur drekka í sig hafi minnkað eftir því sem meiri koltvísýringi hefur verið dælt út í andrúmsloftið. Bruni á jarðefnaeldsneyti og aðrar aðgerðir mannfólksins valda því að 40 milljörðum tonna af kol- tvísýringi er dælt út í andrúms- loftið á hverju ári, sem veldur því að þessi gróðurhúsalofttegund hefur safnast upp á löngum tíma. freyr@frettabladid.is Mæla koltvísýring í andrúmslofti jarðar Geimferðastofnun Bandaríkjanna skýtur á loft gervihnetti sem mælir koltvísýring í andrúmsloftinu. Talið er að hann hafi aukist um 20 prósent á síðustu 50 árum. © GRAPHIC NEWSSources: NASA, wire agencies OCO-2 er önnur tilraun NASA til að mæla koltvísýring í andrúms- loftinu með því að nota gervihnött sem fylgist með jörðu. Fyrri hnötturinn komst ekki á sporbaug um jörðu árið 2009. Koltvísýringur Spilar lykilhlutverk í loftslagsbreytingum, hleypir sólarljósi í andrúmsloftið en kemur í veg fyrir að hiti komist frá jörðu út í geim. CO2 sameind Sólarljós sem endur- kastast frá yfirborði jarðar fer inn í sjónauka. Tæki greinir meira ljós þar sem minni koltvísýringur mælist í andrúmsloftinu. Miðstöðvar- ofn X-loftnet S-loftnet Sólar- orku- vængir 3m Stjörnu-mælitæki Orbiting Carbon Observatory-2 (OCO-2) Sprengi- hleðsla eldflaugar OCO-2 OCO-2 Delta II eldflaug Hæð 39 m Hylki opnast eftir geimskot Taurus XL- flaugin fór ekki á sporbaug 2009 Mæling á koltvísýringi Dökkar línur við mismunandi liti sýna magn CO2 í andrúmsloftinu. Gögn: Rannsökuð í tölvu- forritum til að finna út hvar skógar og höf drekka í sig mest af CO2. Ljósmælar í hárri upplausn Sólarljós sem sjónauka er beint að brotnar í mismunandi liti Koltvísýringur rannsakaður úr geimnum ➜ Mælitæki á jörðu niðri gefa til kynna að koltvísýringur hafi aukist um tæpan fimmtung á síðustu fimmtíu árum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.