Fréttablaðið - 21.06.2014, Page 12

Fréttablaðið - 21.06.2014, Page 12
21. júní 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 12 UTANRÍKISMÁL Sumarfundur ráð- herra EFTA-ríkjanna verður hald- inn í Vestmannaeyjum 22.-24. júní í boði Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra. Auk hans sækja fundinn Aurelia Frick, utanríkisráðherra Liechten- stein, Johann Schneider-Ammann, efnahagsmálaráðherra Sviss, og Monika Mæland, viðskipta- og iðnaðarráðherra Noregs. Ræða á þróun fríverslunarnets EFTA- ríkjanna. Samningar eru í gildi við nærri 70 ríki. Einnig munu ráð- herrarnir ræða yfirstandandi frí- verslunarviðræður ESB og Banda- ríkjanna. - fb Sumarfundur í Eyjum: Ráðherrar EFTA hittast SAMFÉLAGSMÁL Matvælastofn- un hyggst fara yfir verklag við flutninga dýra milli landa með flutningsaðilum á Keflavíkurflug- velli. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að Border Collie-hundurinn Hunter týndist. Hunter var týndur í fimm daga en er nú kominn til síns heima í Svíþjóð. Áður en hann hélt af landi brott voru tekin sýni úr honum og þau rannsökuð. Hunter reyndist ormalaus og við góða heilsu miðað við aðstæður. - ih Kom ormalaus úr sýnatöku: Hunter veldur breyttu verklagi JAFNRÉTTI Sorpa hefur hlotið Jafn- launavottun VR sem staðfestir að tryggt verði með jafnlaunakerfi að starfsfólki sem vinnur sömu eða jafn verðmæt störf sé ekki mis- munað í launum. Jafnlaunavott- un VR tekur nú til 22 fyrirtækja og stofnana en fyrstu fyrirtækin fengu vottunina um mitt ár 2013. „Það bætast við nokkur stór fyrir tæki í haust. Það tekur nefni- lega ákveðinn tíma fyrir stór fyri- rtæki að undirbúa jafnlaunavott- unina,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR. - ebg 22 vinnustaðir eru vottaðir: Sorpa fékk jafn- launavottunina KJARAMÁL Félagsmenn Skóla- stjóra félags Íslands samþykktu nýjan kjarasamning í vikunni. 201 af 332 sem greiddu atkvæði sam- þykkti samninginn eða 61 prósent. Samningurinn gildir til 31. maí 2015. Skólastjórar fá milli 5,7 og 14,8 prósenta launahækkun á samningstímanum auk annar- uppbótar. - ih Samþykkja kjarasamning: Skólastjórar semja til eins árs ÓLAFÍA B. RAFNSDÓTTIR ásamt Jazz at Lincoln Center Orchestra Tryggðu þér miða í síma 528 5050, á midi.is og harpa.is Harpa í samstarfi við Jazzhátíð Reykjavíkur www.harpa.is/marsalis Eldborg 4. júlí kl. 20:00 ÍRAK, AP Ali al Sistani, andlegur leiðtogi sjía-múslima í Írak, beindi í gær spjótum sínum að Núrí al Maliki forsætisráðherra og krefst þess að ný stjórn verði mynduð, sem tekur tillit til hagsmuna allra þjóðernishópa landsins. Maliki, sem er sjía-múslimi, hefur sætt gagnrýni fyrir að draga taum sjía-múslima en hunsa hags- muni bæði súnnía og kúrda. Hann vann sigur í kosningum fyrir nokkrum vikum, enda eru sjía- múslimar í yfirgnæfandi meiri- hluta á meðal landsmanna. „Nú er nauðsynlegt að sigurveg- arar kosninganna hefji viðræður og út úr þeim komi ríkisstjórn sem nær árangri og hefur breið- an stuðning á meðal landsmanna, forðist þau mistök sem gerð hafa verið í fortíðinni og opni nýja sýn til betri framtíðar fyrir alla Íraka,“ sagði al Sistani í yfirlýs- ingu sem Ahmed al Safi, fulltrúi hans, las upp í hinni helgu borg Karbala í gær. Barack Obama Bandaríkja- forseti hafði daginn áður ýjað að sömu gagnrýni á al Maliki og skor- að á hann að taka tillit til hags- muna fleiri þjóðarbrota en sjía- múslima einna. Sistani hefur mikil áhrif á meðal sjía-múslima og hefur ítrekað verið rödd hófsemdar í allri þeirri ólgu og átökum sem hrjáð hafa landsmenn árum saman. Rödd hans hefur mikið að segja og gæti ráðið úrslitum varðandi þróun mála á næstunni. Í staðinn fyrir að kynda undir ólgunni og hvetja sjía-múslima í suðaustur- hluta landsins til að grípa til vopna og hefnda, þá hvetur hann alla Íraka til að standa saman gegn öfgamönnum. Öfgasamtökin Íslamskt ríki í Írak og Sýrlandi hafa á skömmum tíma náð vestan- og norðvestan- verðum hluta Íraks á sitt vald. Óljóst er hvort samtökin hafa teljandi stuðning á meðal súnní- múslima, sem eru í meirihluta á þessum svæðum landsins. Stjórnarhættir al Malikis virð- ast hafa átt einhvern þátt í því hve hratt hinir herskáu súnní- múslimar náðu svæðum súnnía á sitt vald. Stjórnmálabandalag al Malikis, Lagablokkin, hlaut flest þingsæti í kosningunum 30. apríl. Hann verður þó ekki forsætisráðherra þriðja kjörtímabilið í röð nema hann tryggi sér nægan stuðning á þinginu. Óvíst er að það takist, nú þegar hann er farinn að sæta gagnrýni innan frá úr röðum sjía- múslima. gudsteinn@frettabladid.is Þrýst á al Maliki forsætisráðherra Andlegur leiðtogi sjía-múslima í Írak gagnrýnir forsætisráðherra landsins og vill að mynduð verði betri stjórn sem tekur hagsmuni annarra en sjía með í reikning- inn. Daginn áður hafði Obama Bandaríkjaforseti haft uppi svipaða gagnrýni. ALI AL SISTANI Tvær konur í Bagdad við veggmynd af Ali al Sistani, æðsta ajatolla sjía-múslima í Írak. NORDICPHOTOS/AFP Nú er nauðsynlegt að sigurvegarar kosninganna hefji viðræður og út úr þeim komi ríkisstjórn sem nær árangri og hefur breiðan stuðning. Ali al Sistani, andlegur leiðtogi sjía-múslima í Írak. VELFERÐARMÁL „Reynslan hefur verið sú að umsóknum um aðstoð hefur fækkað á sumrin. Sá dagur er ekki enn kominn á þessu sumri,“ segir Vilborg Oddsdóttir, félagsráð- gjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Skýringuna telur hún meðal annars vera þá að nú sé að koma nýtt lyfja- ár, eins og hún orðar það. „Margir leystu út lyfin sín fyrir 4. maí í fyrra þegar nýtt greiðslu- þátttökukerfi vegna kaupa á lyfjum tók gildi. Þeir eru kannski að byrja upp á nýtt núna í júní. Það sem af er þessum mánuði hafa jafn margir sótt um og allan apríl.“ Hægt er að sækja um styrk hjá Hjálparstarfi kirkjunnar vegna kaupa á lyfjum vegna sýkingar, óvæntra veikinda og breytinga á lyfjagjöf. „Jafnframt aðstoðum við fólk við að borga fyrstu greiðsluna vegna kaupa á öðrum lyfjum á nýju lyfjaári,“ greinir Vilborg frá. Sem fyrr hafa margir fengið aðstoð við að greiða fyrir sumar- búða dvöl barna eða aðrar tóm- stundir að sumarlagi. „Við gerðum auk þess svolítið öðruvísi í ár. Þar sem við leggjum áherslu á að gefa allri fjölskyldunni tækifæri til að upplifa eitthvað skemmtilegt saman var ákveðið að bjóða fjölskyldum dvöl í sumarbúðum í samstarfi við Hjálpræðisherinn. Nýlega dvaldi 21 fjölskylda sér að kostnaðarlausu í viku á Úlfljótsvatni. Þetta var ótrú- lega vel heppnað. Við höfum einnig veitt styrki til að öll fjölskyldan geti farið saman í til dæmis Fjölskyldu- og húsdýragarðinn, á leiksýningu eða í bíó svo eitthvað sé nefnt.“ - ibs Ekkert lát á umsóknum til Hjálparstarfs kirkjunnar vegna lyfjakaupa og tómstunda í sumar: Veita styrk fyrir ferð í bíó og húsdýragarð VILBORG ODDSDÓTTIR „Við höfum einnig veitt styrki til að öll fjölskyldan geti farið saman í til dæmis Fjölskyldu- og húsdýragarðinn.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR HÚSNÆÐISMÁL Greiningardeild Íslandsbanka spáir áframhaldandi hækkun húsnæðis- og leiguverðs næsta árið. Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 9,6 prósent síðastliðið ár. Þó lækkaði húsnæðisverð um 0,1 prósent í maí. Hækkunin stafar af launahækkunum, góðu atvinnuástandi, fólksfjölgun, lágu raunvaxtastigi og aukinni eftirspurn ferðamanna eftir leigu íbúðum ef marka má greiningardeildina. Velta á húsnæðismarkaði hefur aukist um 21,6 prósent á fyrstu mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Þó er veltan talsvert minni en hún var á árunum fyrir hrun. Greiningardeild Íslandsbanka bendir á að hækk- un fasteignaverðs undanfarið umfram verðbólgu og verðtryggð íbúðalán sé umtalsverð búbót fyrir eigendur fasteigna. Fjárfestingar í húsnæði jukust um 31 prósent á fyrsta ársfjórðungi. Fulltrúar Íslandsbanka telja þó ekki að bóla sé á fasteignamarkaði heldur séu fjár- festingarnar fremur afleiðing þess að lítið hefur verið byggt frá bankahruni. - ih Fasteignaverð hefur hækkað um 9,8 prósent síðastliðið ár og velta aukist: Spá hækkun á húsnæðisverði HÆKKUN Í KORTUNUM Húsnæðisverð mun fara hækkandi ef marka má greiningardeild Íslandsbanka. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM STJÓRNSÝSLA Embætti ríkissak- sóknara bárust í gær rannsóknar- gögn frá lögreglu er varða leka á minnisblaði um hælisleitandann Tony Omos til fjölmiðla. Í framhaldinu tekur ríkissak- sóknari ákvörðun um hvort frek- ari rannsóknar sé þörf eða hvort ákæra verði lögð fram. Lögregla hefur sagt grun um að starfs- maður ráðuneytisins hafi lekið opinberum gögnum. Vegna anna segir ríkissaksóknari niðurstöðu ekki að vænta á næstunni. - ih Óákveðið hvort verður ákært: Lekamálið sent til saksóknara

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.