Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.06.2014, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 21.06.2014, Qupperneq 24
21. júní 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 24 Lilja Sigurðardóttir leikrita-skáld býr í glæsilegri íbúð í einni af blokkum Hóla-hverfisins í Breiðholti og hefur næstum öll ríki ver-aldar sem útsýni úr glugg- unum. Hún ber fram bragðgott kaffi í stórum krúsum og ég legg til hálfa vínarbrauðslengju úr Björns- bakaríi. Á borðinu liggur steinplatti með gylltri skreytingu – Grímu verð- launin sem Lilja fékk fyrir Stóru börnin, áhrifamikið verk um full- orðið fólk sem þráir að vera með- höndlað eins og börn og borgar fyrir það. Það er hennar fyrsta leikrit og sló í gegn í vetur í Tjarnarbíói. Hún er langt komin með að skrifa nýtt leikrit, Saman? – um tvíburasystur sem eru fastar saman. Hún kveðst upptekin af því að fjalla um innri veruleika fólks og þykir gott að nota líkamlegt ástand til að koma honum á framfæri. „Viðfangsefnið er tog- streitan milli nándar og sjálfstæðis og það má líta á það sem táknrænt fyrir sambönd fólks. Það eru sam- mannleg viðfangsefni sem allir þekkja en í skrítnum ramma.“ Lilja segir Rúnar Guðbrands- son koma til með að leikstýra þessu nýja verki hvar sem það fari á svið. „Stóru börnin voru frábær í hans útfærslu, fannst mér,“ segir hún. „Við Rúnar skiljum hvort annað án þess að þurfa að útskýra alla hluti. Hann hefur líka gott lag á að ná því besta fram án þess að það virðist mikil áreynsla í því, er mikill leik- húsmaður og með flotta listræna sýn.“ Dapur unglingur Lilja er í föstu sambandi við Mar- gréti Pálu Ólafsdóttur Hjallastef- nufrömuð og nú á 17. júní áttu þær 23 ára samleið að baki. Þær búa þó hvor út af fyrir sig. Spurð hvort nýja leikritið rími við líf þeirra svarar Lilja: „Kannski og kannski ekki. Ég held að sjónarhorn þeirra sem eru utan hins hefðbundna ramma sé svolítið annað en þeirra sem eru inni í rammanum. Þess vegna á ég auðvelt með að hafa samkennd með öllum sem eru öðruvísi og hef meiri áhuga á slíku fólki.“ Hvernig unglingur varstu? „Ég var óskaplega dapur unglingur. Ég held það sé þannig hjá mörgu gay fólki að unglingsárin séu erfið og leiðinleg. Ég skil aldrei í fólki sem vill vera ungt og fara til baka til æskuáranna. Mér finnst það hræði- leg tilhugsun. Ég fagna hverju ári sem bætist á mig. Lífsreynslan og þroskinn gefur manni svo mikið.“ Lilja kveðst snemma hafa áttað sig á að hún væri upp á kvenhönd- ina. „Ég varð stundum skotin í strákum sem unglingur en það var aldrei nein ástríða í því, hún var alveg bundin við konur,“ segir hún og heldur áfram: „Ég var 19 ára þegar Magga Pála loksins gafst upp og leyfði mér að flytja inn á sig. Þá hafði ég virkilega elst við hana í nokkurn tíma. Henni fannst ég allt of ung. Það er bölvuð vitleysa. Fimmtán ára aldursmunur er bara mjög mátulegt, finnst mér. Stund- um búum við saman og stundum ekki en alltaf elskum við hvor aðra svo mikið. Við lifum að mörgu leyti nokkuð ólíku lífi og höldum vissu sjálfstæði. Það er mjög fínt. Taktur okkar er svolítið ólíkur en við njót- um þess alltaf að vera saman og hjálpast að. Svo þykir okkur báðum voða vænt um fjölskyldurnar okkar. Magga Pála var svo elskuleg að eiga eina unglingsstúlku þegar við tókum saman fyrir 23 árum og sú er búin að ávaxta sig svo vel að hún á fjögur börn. Þannig að ég fæ að eiga hlutdeild í fjórum barna börnum án þess að eiga nokkurt barn. Það er æði.“ Skrifar með Yrsu Lilja hefur skrifað tvær glæpa- sögur, Spor og Fyrirgefningu. Sú seinni kom út 2010. Eftir það sneri hún sér að leikhúsinu. „Ég er upp- teknari af innihaldi en formi. Glæpasagan er góð að því leyti að það er á henni svo stíft form sem maður verður að semja sig að, svip- að og að yrkja samkvæmt bragar- háttum. Sama gildir um leikhúsið, strúktúrinn verður að vera réttur svo allt gangi upp. Mér finnst það skemmtileg glíma. Ég vil nota form sem virkar til að koma innihaldinu á framfæri. Það er mitt gaman.“ Hvenær sólarhringsins skyldi hún helst skrifa? Hún hlær. „Ég er nú aðallega að vinna fyrir mér og það er reyndar líka við textameðhöndl- un. Ég hef gaman af öllum texta, hvort sem það er nytjatexti eða skáldskapur. Núna er ég að ritstýra stórri handbók fyrir Hjallastefn- una. Það er búið að vera draumur minn lengi að koma hugmynda- fræðinni hennar Margrétar Pálu í umbúðir sem sæma henni. Svo nota ég stundir sem gefast inn á milli í skáldskapinn. Við Yrsa Sigurðar- dóttir erum að dunda okkur í róleg- heitunum við að skrifa draugahroll- vekju. Það er mjög skemmtilegt. Við hyggjumst klára það á næsta ári.“ Hafið þið unnið saman áður? „Nei, en við þekkjumst ágætlega. Yrsa er snilldar plottari, masterar form glæpasögunnar svo vel. Ég get vonandi lagt eitthvað af mörk- um líka.“ Lilja segir sem sagt alltaf nóg við að vera og alltaf gaman. „Mér hefur stöku sinnum dottið í hug að kvarta yfir að hafa of mikið að gera en fatt- aði að það var bara vanþakklæti því sumir hafa ekkert að gera og það er miklu verra.“ Aldrei lengi á sama stað Nú vil ég vita eitthvað um upp- runa Lilju. „Foreldrar mínir, Sigurður Hjartarson og Jóna Kristín Sigurðar dóttir, ólust upp á Akureyri. Síðan hafa þau verið heimshorna- flakkarar. Ég er fædd á Akranesi en flutti þaðan fimm ára og síðan bjuggum við aldrei nema nokkur ár á sama stað. Við bjuggum tvisvar í Svíþjóð, í Mexíkó og á Spáni fyrir utan flakk annars staðar. Mamma og pabbi eru mitt á milli þess að vera endurreisnarfólk og hippar og við systkinin fjögur nutum góðs af því. Þau bara pökkuðu niður, settu börnin í bakpoka og fóru eitthvert.“ Hún segir foreldrana skapandi fólk og hugmyndaríkt. „Þegar ég var lítil var allt á heimilinu heima- gert. Pabbi smíðaði, mamma bólstr- aði og saumaði. Þau búa hérna í hús- inu, eru farin að eldast og þá finnst mér notalegt að vera nálægt þeim. Ég get aðstoðað þau við að skipta um ljósaperur og svo er stutt fyrir mig að fara í mat ef þau eru að steikja fisk. Þetta er yndisleg nærvera.“ En hvar þótti þér best að búa sem krakki? „Ég var alltaf spennt fyrir að fara og prófa eitthvað nýtt en þegar ég var komin þangað fyllt- ist ég ættjarðarást. Þannig lærði ég að meta Laxness. Ég var lengi sem krakki í mótþróa við stafsetn- inguna hans en þegar við vorum búsett erlendis þá varð allt íslenskt svo mikilvægt. Mér finnst gaman að ferðast en best að búa á Íslandi og hef sterka þörf fyrir að vera Íslend- ingur. Næsta systir mín hefur ekki sömu tilfinningu. Henni líður vel þar sem hún er hverju sinni. Hún er í Tansaníu núna með afrískum manni sínum og þau eiga lítið barn. Við Magga Pála rekum þar mun- aðar leysingjaheimili fyrir 13 stelp- ur, ásamt þeim, vinum okkar og fjölskyldu og erum einmitt að fara þangað núna 1. júlí. Það er býsna langt ferðalag. Suður fyrir miðbaug. En ég hlakka til að hitta stelp urnar á heimilinu og svo systur mína og hennar fólk og svo njótum við Magga Pála þess að ferðast saman. Það er líka það sem við þurfum. Þegar fólk er í skapandi vinnu þarf það að sjá eitthvað og upplifa. Fylla á tankinn.“ Sjónvarpshandrit í smíðum Í lokin spyr ég Lilju hvort hún haldi að Stóru börnin fari víðar. „Það er aldrei að vita. Danskt leikhús hefur áhuga á því og í umræðunni er að gera úr því íslenska sjónvarps- mynd. Það var alltaf draumur minn að skrifa fyrir sjónvarp og ég er að skrifa handrit upp úr fyrstu glæpa- sögunni minni, guð má vita hvort það fær einhvern hljómgrunn. En leikhússkrifin henta mér vel. Ég hugsa svo mikið í sjónrænu formi og miðað við þessar yndislegu við- tökur sem ég hef fengið þá virðist það vera að virka.“ Skil ekki fólk sem vill vera ungt Lilja Sigurðardóttir fékk Grímuna fyrir frumraun sína í leikritasmíð og situr við að skrifa annað leikrit, auk draugahrollvekju með Yrsu. Æskuár Lilju voru lífleg en öðru máli gegndi um unglingsárin. Hún áttaði sig snemma á að hún var upp á kven- höndina og 19 ára gat hún talið Margréti Pálu Ólafsdóttur á að hefja með sér sambúð. Þær eiga 23 ára samband að baki. „Stóru börnin fjalla um fyrirbærið infantilism, það er blæti fyrir því að vera barn. Ég frétti um fyrirbærið fyrir nokkrum árum og þótti það merkilegt. Sumir vilja meina að það snúist bara um ástúðina og umhyggjuna. Kannski hafa allir það í sér en svo birtist það með ýktum hætti í sumum tilfellum. Stóru börnin voru kómedía fyrir hlé og tragedía eftir hlé. Kómedían er svo góð til að ná til fólks. Það er svo gott að fá fólk til að hlæja og slaka á, þá opnar það inn á tilfinningarnar, inn á hjartað, þá er hægt að kremja það. Það er beinn aðgangur að því að hafa áhrif á fólk. Ég var þakklát fyrir að Rúnar náði þessu rétt fram og þessir dásamlegu leikarar, Árni Pétur Guðjónsson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Stefán Hallur Stefánsson og Birna Hafstein.“ Lilja um Stóru börnin ÚR SÝNINGUNNI Hallur, Birna og Árni Pétur í hlutverkum sínum. MYND/SNORRI GUNNARSSON Ég var 19 ára þegar Magga Pála loksins gafst upp og leyfði mér að flytja inn á sig. Þá hafði ég virkilega elst við hana í nokkurn tíma. Henni fannst ég alltof ung. Það er bölvuð vitleysa. LEIKSKÁLDIÐ „Mér finnst gaman að ferðast en best að búa á Íslandi og hef sterka þörf fyrir að vera Íslendingur,“ segir Lilja. MYND/ARNÞÓR Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.