Fréttablaðið - 21.06.2014, Page 28

Fréttablaðið - 21.06.2014, Page 28
21. júní 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 28 Renata er kennari í Hlíðaskóla í Reykja-vík. Tvítyngi og virðing fyrir uppruna barna eru hennar hjartans mál og þegar hringt er í hana til að falast eftir viðtali í Fréttablaðið tekur hún því vel að skjótast í Skaftahlíð- ina þegar hún á lausa stund. Það vekur strax athygli mína hversu frábæra íslensku hún talar og ég byrja strax að forvitnast um bak- grunn hennar. „Ég kom hingað frá Tékklandi fyrir tíu árum og fann strax að framtíðin var hér. Þegar staðan er þannig borgar sig að byrja strax að læra málið og það gerði ég, mér fannst það líka gaman,“ segir Renata sem er tungu- málakennari og kennir ensku og þýsku þannig að hún kveðst hafa haft góðar forsendur til að læra mál. „Svo hef ég varið ómældum tíma í íslensku námið. Fór á nokkur námskeið, lærði mikið ein og í hversdagslegum samskiptum bæði við eiginmann minn og í vinnunni. Ég hef alltaf verið í vinnu þar sem íslenska er töluð.“ Hitti mann sem heillaði Renata kveðst upphaflega hafa komið til landsins af því að hún hitti íslenskan mann sem heill- aði hana. „Það er mín saga eins og margra annarra,“ segir hún brosandi og upplýsir að eiginmað- urinn heiti Guðmundur Emilsson og þeirra fyrstu kynni hafi orðið í Bæjaralandi árið 2002 þegar Guð- mundur starfaði þar við hljóm- sveitarstjórn. „Guðmundur var að stjórna kammeróperu eftir Þor- kel Sigurbjörnsson. Ég var þar í sumarvinnu við að skipuleggja tónlistarhátíðir og við hittumst þar. Svona er þetta líf. Hlutirnir gerast koll af kolli.“ Renata er formaður Móður- máls, samtaka um tvítyngi, sem séra Toshiki Toma stofnaði fyrir tuttugu árum. Hún hefur mik- inn áhuga á móðurmálskennslu barna af erlendum uppruna og áhrifum kennslunnar á almennan árangur í skólum og er í doktors- námi í þeim fræðum. „Ef barn talar ekki íslensku, heldur bara sitt upprunamál, þá þarf það að læra nýja hluti og þroskast á því máli. Það gengur ekki að krefjast þess að barn læri ritmál íslensk- unnar eins og skot, heldur er mikilvægt að byggja á því sem það kemur með. Smátt og smátt kemur íslenskan inn. Það er visst aldursskeið sem málþroskinn fer fram, kannski frá tveggja til átta Fann strax að framtíðin var hér Renata Emilsson Peskov er frá Tékklandi og á fimm ára son sem talar bæði íslensku og tékknesku. Hún er formaður Móðurmáls, samtaka um tvítyngi, sem fengu Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins í flokknum Frá kynslóð til kynslóðar. LÆRT Í LEIK Dýrmætt er fyrir börn af sama þjóðerni að blanda geði hvert við annað. Hér er töluð þýska. fyrir börn í Suður-Súdan Neyðarákall Þín hjálp skiptir máli Sendu sms-ið BARN í númerið 1900 og gefðu 1.900 krónur ára. Ef sá þroski er stoppaður og barnið verður að byrja allt upp á nýtt þá getur það haft langvar- andi afleiðingar á nám þess og vellíðan.“ Sjálf er Renata móðir fimm ára drengs, Jóhannesar, sem talar bæði íslensku og tékk- nesku. „Hann verður að vera tví- tyngdur, drengur sem á svona mömmu,“ segir hún hlæjandi og bætir við að þau hjón séu sam- mála í afstöðu sinni til tvítyngis. „Þegar Jóhannes var tveggja ára vorum við að hugsa um að finna tékkneskt fólk hér til að stofna hóp svo við gætum kennt börnum tékknesku og komið þeim í kynni hvert við annað. Þá komumst við í samband við Móðurmál sem eru regnhlífarsamtök yfir litla hópa sem kenna börnum móðurmál. Þörfin er svo sterk hjá fólki og það kennir í sjálfboðavinnu. Ég fór að vinna með þessum sam- tökum því það sem þau gera er mér mikið áhugamál og alltaf er þörf á fólki sem gefur af tíma sínum og kröftum.“ Lesefni við hæfi mikilvægt Móðurmál heldur úti heilmik- illi starfsemi. „Eiginlega snýst starfið eingöngu um börnin. Að kenna þeim mál foreldra eða for- eldris af erlendum uppruna, við- halda menningu og tengslum og skapa lítið samfélag barna sem tala sama mál. Þarna koma jafn- vel mömmur með börn á brjósti en kennslan snýr að þriggja til sextán ára, þó er algengt að ung- lingar detti út um fermingu,“ lýsir hún og segir hópana vinna sjálfstætt í sínum tungumálum. En hafa börn gott aðgengi að bókum á sínu öðru tungumáli hér? „Auðvitað eru margar góðar bækur á bókasöfnunum en ekki nógu mikið úrval á öllum málum fyrir öll aldursstig. Við Tékkarnir höfum í tvö til þrjú ár verið með söfnun í Tékklandi og ferðaskrif- stofa hefur flutt fyrir okkur marga kassa af bókum til lands- ins svo það er tékkneskt bókasafn hér. Við höfum líka gefið bækur til Borgarbókasafnsins og þær eru aðgengilegar í Gerðubergi og á Tryggvagötu. Það er dýrt að flytja hingað bækur frá fjar- lægum löndum. En það er svo mikilvægt þegar fólk lærir mál að hafa lesefni og geta lesið sér til skemmtunar á því frá unga aldri. Í því felst stór hluti af tungumála- þekkingu hvers og eins.“ Renata ætlar að skreppa til Tékklands í sumar. „Við erum allt- af á ferðinni,“ segir hún brosandi. „Það eru svo margir ættingjar að heimsækja og margt sem þarf að sýna Jóhannesi. Ég vil að sonur minn þekki allt fólkið mitt sem best og kynnist mínum slóðum.“ Aðstæður barna hér sem eiga foreldra af öðru þjóðerni en íslensku eru mjög mismunandi, meðal annars eftir því hvert upp- runalandið er, að sögn Renötu. „Það er auðvelt að halda tengslum við skyldfólkið úti þegar um Norður löndin er að ræða en fólk frá Filippseyjum þarf kannski að spara í tíu ár fyrir einni ferð þangað,“ bendir hún á. Langar að segja takk Þetta ár hefur verið gjöfult hjá þeim sem beina athygli að tví- tyngi, að sögn Renötu. „Móður- málsverkefnið snýst ekki lengur bara um áhuga foreldra, heldur eru stofnanir farnar að sinna því betur en áður og það kemur við sögu í allri menntunarumræðu. Nú síðast var ný fjölmenningar- stefna kynnt í leikskólum, grunn- skólum og frístundaheimilum borgarinnar. Þar er lögð áhersla á tvítyngi, virðingu fyrir erlendum uppruna barna og betri tengsl við foreldra. Þetta er grunn skjal og það er mikilvægt skref að hafa það samþykkt og undirritað,“ segir Renata. „Mig langar að segja takk við fólkið sem er að styðja við móðurmálskennslu barna af erlendum uppruna. Það er góð- gerðarstarf og án þessa fólks þá væri ekkert.“ HUGSJÓNA- MANNESKJA „Það gengur ekki að krefjast þess að barn læri ritmál íslenskunnar eins og skot, heldur er mikilvægt að byggja á því sem það kemur með. Smátt og smátt kemur íslenskan inn,“ segir Renata. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ég vil að sonur minn þekki allt fólkið mitt sem best og kynnist mínum slóðum. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is SAMFÉLAGSVERÐLAUN FRÉTTABLAÐSINS 2014

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.