Fréttablaðið - 21.06.2014, Qupperneq 48
| ATVINNA |
REYKJAVIK LIGHTS HOTEL
YFIRÞERNA ÓSKAST
Yfirþerna hefur yfirumsjón
með þrifum hótelsins.
Einstaklingur þarf að geta unnið sjálfstætt,
hafa ríka þjónustulund og stjórnunarhæfileika.
Eingöngu reyklausir aðilar koma til greina.
Umsóknarfrestur er til 30/06
Umsóknir sendist á netfangið:
manager@reykjaviklights.is
kopavogur.is
Kópavogsbær
Leiðbeinandi
í handavinnu
Félagsmiðstöðvar eldri borgara óska eftir
leiðbeinanda í handavinnu
Félagsmiðstöðvarnar Gjábakki, Gullsmári og Boðinn
eru félagsmiðstöðvar fyrir eldri borgara í Kópavogi.
Fjölbreytt tómstunda- og félagsstarf fer fram í
félagsmiðstöðvunum. Helstu verkefni leiðbeinenda
er að skipuleggja og veita leiðsögn á handavinnu,
annast innkaup, uppsetning vorsýninga og stuðla
að nýbreytni í tómstundastarfinu í samstarfi við
forstöðumann.
Ráðningartími og starfshlutafall
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 15.
ágúst. Um er að ræða hlutastörf og/eða fullt starf.
Hæfniskröfur
Reynsla og kunnátta á sviði handavinnu
Hugmyndaríki og jákvæðni.
Hæfni í mannlegum samskiptum.
Frekari upplýsingar
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Samband
íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags
Kópavogs.
Umsóknarfrestur er til og með 4. júlí 2014.
Nánari upplýsingar veita forstöðumenn
félagsmiðstöðvanna: Gjábakki 665-2922,
Gullsmári 665-2923 og Boðinn 665-292. Einnig
er hægt að leita upplýsinga á frístundadeild
Kópavogsbæjar 570-1500.
Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja
um starfið.
Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt
á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is
Vélaverkstæði og Innflutningsfyrirtæki
óskar eftir ungum og hressum starfsmanni í
lager störf. Bílpróf er skilyrði.
Þarf að geta hafið störf strax.
Velaverkstaedi@gmail.com
Stöður yfirlæknis og heimilislæknis
við heilsugæsluna í Fjarðabyggð
LAUSAR LÆKNASTÖÐUR HJÁ HEILBRIGÐISSTOFNUN AUSTURLANDS:
Heilbrigðisstofnun Austurlands óskar eftir að ráða tvo
lækna til starfa á heilsugæslusviði, með búsetu í Fjarða-
byggð. Æskilegt er sérnám í heimilislækningum. Annars
vegar er um að ræða yfirlæknisstöðu og hins vegar stöðu
heimilislæknis, báðar við heilsugæslu Fjarðabyggðar.
Læknar með aðrar skyldar sérgreinar og almennir læknar
eru einnig hlutgengir.
Um er að ræða fjölbreytt störf í hópi lækna sem skipta
milli sín verkefnum, starfssvæðum og vöktum á
Mið-Austurlandi.
Æskilegt starfshlutfall er 100% en hlutastarf
kemur einnig til álita.
Laun eru greidd skv. kjarasamningi fjármálaráðherra f.h.
ríkissjóðs annars vegar og Læknafélags Íslands hins vegar.
Umsóknarfrestur er til 26. júlí nk. en stöðurnar eru lausar
frá 1. september 2014, eða eftir nánara samkomulagi.
Umsóknum skal skilað til HSA á eyðublöðum er fást á
vef Embættis landlæknis, www.landlaeknir.is.
Nánari upplýsingar veita:
Pétur Heimisson, framkvæmdastjóri lækninga HSA,
s. 470-3052 & 860-6830, netf. petur@hsa.is.
Emil Sigurjónsson, forstöðumaður mannauðssviðs HSA,
s. 470-3053 & 895-2488, netf. emils@hsa.is.
Heilbrigðisstofnun Austurlands starfar á þremur fagsviðum;
heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviði. Umdæmissjúkrahús fyrir Austurland
er í Neskaupstað. Stofnunin þjónar alls um 11.000 íbúum frá Bakkafirði til
Djúpavogs, auk ferðamanna sem sækja Austurland heim.
Við leikskólann Óskaland Finnmörk 1,
Hveragerði er laus staða deildarstjóra
og leikskólakennara
Leitað er að metnaðarfullum einstaklingum sem eru tilbúnir
að taka þátt í faglegu starfi leikskólans.
Staða deildarstjóra:
Um er að ræða 100 % stöðu á deild fyrir 3ja til 6 ára
Stöður leikskólakennara:
Um er að ræða 100 % stöður á mismunandi deildum.
Meginverkefni:
• Vinnur samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra að uppeldi
og menntun leikskólabarna undir stjórn deildarstjóra
Menntun og hæfniskröfur:
• Leikskólakennararéttindi eða sambærileg réttindi
• Sýni jákvæðni, frumkvæði og samstarfsvilja
• Áhugi og hæfni í starfi með börnum
Áhugasamir sendi umsóknir á bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar
Sunnumörk 2, 810 Hveragerði.
Til greina kemur að ráða fólk með aðra reynslu/réttindi.
Frekari upplýsingar veitir Gunnvör Kolbeinsdóttir leikskólastjóri
í síma: 8656297 eða í tölvupósti á netfangið: oskaland@hveragerdi.is
Umsóknarfestur er til 10. júlí n.k.
Umsóknareyðublöð má finna á vef Hveragerðisbæjrar:
www.hveragerdi.is
Starfið hentar jafn körlum sem konum og launakjör eru samkvæmt
kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttar-
félags.
Hefur þú áhuga
á heilsueflandi skólastarfi?
Allir leikskólar Skóla ehf. starfa eftir Heilsustefnunni og leggja ríka
áherslu á heilsueflingu, jákvæðan skólabrag og öflugt lærdóms-
samfélag þar sem samvinna og gleði ríkir.
Við leitum að samstarfsfólki sem:
• Er tilbúið til að tileinka sér starfsaðferðir og hugmyndafræði
leikskólans
• Hefur áhuga á heilsueflingu, umhverfismennt og umhyggjusömum
samskiptum
• Er tilbúið til að taka þátt í öflugri starfsþróun
• Er stundvíst, samviskusamt og leggur sig fram um að velja sér
jákvæð viðhorf í dagsins önn.
Skólarnir fylgja sameiginlegum matseðli í takti við Næringar-
stefnu Skóla ehf. en hlaut það verkefni tilnefningu til Orðsporsins
2014. Kjör kennara eru samkvæmt sérsamningi Skóla við Félag
leikskólakennara.
Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um!
Heilsuleikskólinn Háaleiti,
Ásbrú í Reykjanesbæ
Auglýsir eftir:
• Deildarstjóra í 100% starf
Heilsuleikskólinn Háaleiti er þriggja deilda leikskóli með
um 60 börn.
Nánari upplýsingar veitir Þóra Sigrún Hjaltadóttir skólastjóri,
sími 426-5276. Rafrænar umsóknir er hægt að leggja inn á
http://skolar.is/Starf/
Heilsuleikskólinn Kór,
Kópavogi
Auglýsir eftir:
• Deildarstjóra í 100% starf
• Leikskólakennara í 100% starf eða hlutastarf
• Aðstoðarmatráði í 75% starf
Heilsuleikskólinn Kór er sex deilda leikskóli með um 120 börn.
Nánari upplýsingar veitir Bjarney K. Hlöðversdóttir skólastjóri,
sími 570-4940. Rafrænar umsóknir er hægt að leggja inn á
http://skolar.is/Starf/
Heilsuleikskólar Skóla ehf. eru:
Hamravellir í Hafnarfirði, Háaleiti á Ásbrú í Reykjanesbæ,
Kór í Kópavogi, Krókur í Grindavík og
Ungbarnaleikskólinn Ársól í Reykjavík.
21. júní 2014 LAUGARDAGUR10