Fréttablaðið - 21.06.2014, Qupperneq 74
21. júní 2014 LAUGARDAGUR| TÍMAMÓT | 38
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
GRÉTA RUNÓLFSDÓTTIR
Lönguhlíð 11, Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
miðvikudaginn 18. júní. Útförin fer fram frá
Háteigskirkju mánudaginn 30. júní kl. 15.00.
Einar Örn Stefánsson Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
Orri Guðjohnsen Halldóra Eyrún Bjarnadóttir
Kristinn Þór Jóhannesson
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hluttekningu við andlát og útför
ástkærrar eiginkonu, dóttur og systur,
HRUNDAR GUNNARSDÓTTUR
Suðurgötu 56, Hafnarfirði.
Einar Magnús Magnússon
Bjarney Gunnarsdóttir Wedholm
Gunnar Vilhelmsson og
Arnar Gunnarsson
„Húsið var byggt árið 1939 þegar
Gunnar sneri heim frá Danmörku
með þann draum að byggja evrópskan
herragarð í íslenskri sveit,“ segir Skúli
Björn Gunnarsson, forstöðumaður
Gunnarsstofnunar, en Gunnarshús á
Skriðuklaustri fagnar 75 ára afmæli á
sunnudaginn. „Hann hafði búið í Dan-
mörku í 30 ár og hugmynd hans var
að flytja í Fljótsdalinn, þar sem hann
er fæddur, til að stunda stórbúskap,“
segir Skúli en húsið sem Gunnar lét
byggja er 350 fermetrar að stærð.
Það var vinur hans, Fritz Höger, sem
teiknaði herragarðinn og um vorið 1939
var hafist handa við að byggja húsið.
„Frá júní og fram í október unnu að
jafnaði tuttugu til þrjátíu manns á dag
að húsbyggingunni og var hún þá nán-
ast fullkláruð,“ segir Skúli en sam-
kvæmt vinnudagbók frá þessum tíma
unnu 64 einstakl-
ingar í um 33.000
vinnustundir að
húsinu á þessum
fáu mánuðum.
Gunnar og kona
hans, Franzisca,
fluttu inn fyrir
jól um veturinn.
„Á þessum tíma
hófst síðan
heimsstyrjöld
og það breytti
svolítið
aðstæðunum
og fór illa
með þenn-
an draum
Gunn-
ars
um
stórbúskap,“ segir Skúli. „Þjóðfélagið
fór í gegnum miklar breytingar og fólk
flutti úr sveitunum.“
Á þessum tíma hafði vélvæð ingin
ekki náð fótfestu á Íslandi og því
þurfti mikið af vinnufólki til þess sjá
um stórbúskap af því tagi sem Gunnar
hafði hugsað sér. „Eftir stendur að
skáldið gaf íslensku þjóðinni eignina
skuldlaust og þar af leiðandi stendur
það sem minnisvarði um stórhug
skáldsins,“ segir Skúli en hjónin bjuggu
aðeins í níu ár á Skriðuklaustri og gáfu
íslensku þjóðinni jörðina og allan húsa-
kost árið 1948. Áratugina eftir það var
rekin tilraunastöð í landbúnaði á staðn-
um en frá árinu 2000 hefur Gunnars-
stofnun stýrt þar menningar- og fræða-
setri í minningu Gunnars skálds. Eins
og áður hefur komið fram þá verður
Gunnarshús 75 ára á sunnudaginn og
ætlar Gunnarsstofnun að halda upp á
það í húsinu. Afhjúpað verður skilti um
bygginguna og opnuð sölubúð í einu
herbergi hússins þar sem meðal ann-
ars verða til sölu minjagripir um húsið.
Dagskráin hefst klukkan 14.00 og eru
allir velkomnir. baldvin@frettabladid.is
Stórhuga skáldið
Þegar skáldið Gunnar Gunnarsson sneri aft ur frá Danmörku árið 1939 langaði hann til
þess að byggja evrópskan herragarð í íslenskri sveit og valdi Fljótsdal.
MERKISATBURÐIR
1377 Ríkharður 2. tók við sem Englandskonungur.
1621 27 tékkneskir aðalsmenn voru teknir af lífi á torgi í Prag
vegna þátttöku sinnar í orrustunni við Hvítafjall.
1926 Jón Helgason biskup fékk að gjöf gullkross með keðju frá
prestum landsins, en hann varð sextugur þennan dag. Krossinn
skyldi vera embættistákn og ganga til eftirmanna hans á bisk-
upsstóli.
1964 Keflavíkurganga á vegum hernámsandstæðinga var
gengin frá hliði herstöðvarinnar til Reykjavíkur.
1966 Um 140 lögregluþjónar skemmtu Reykvíkingum með
söng af tröppum Menntaskólans í Reykjavík, en haldið var mót
norrænna lögreglukóra.
1973 Stofnaður var þjóðgarður í Jökulsárgljúfrum frá Dettifossi
og niður fyrir Ásbyrgi. Þjóðgarðurinn er um 150 ferkílómetrar
að stærð.
1980 Kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar, Óðal feðranna, var
frumsýnd.
1991 Perlan í Öskjuhlíð var vígð.
2000 Síðari Suðurlandsskjálftinn reið yfir. Hann mældist 6,6 á
Richter.
2009 Grænland fékk aukna sjálfsstjórn. Grænlenska varð opin-
bert tungumál.
Seinni heimsstyrjöldin var útbreidd
styrjöld, sem hófst í Evrópu en breiddist
síðan út til annarra heimsálfa og stóð í
tæp sex ár. Meirihluti þjóða heims kom að
henni með einhverjum hætti og var barist
á vígvöllum víða um heim. Stríðið var háð
á milli tveggja ríkjahópa. Annars vegar
var um að ræða bandalag Bandaríkjanna,
Breska samveldisins, Kína og Sovétríkjanna
auk útlægrar ríkisstjórnar Frakklands og
fjölda annarra ríkja sem gekk undir nafn-
inu bandamenn. Hins vegar var bandalag
Ítalíu, Japans og Þýskalands auk fleiri
ríkja sem gekk undir nafninu öxulveldin.
Sumir vilja meina að stríðið hafi hafist af
alvöru þegar Þýskaland réðst inn í Pólland
í september árið 1939. Í kjölfar þess lýstu
Frakkland og Bretland yfir stríði á hendur
Þjóðverjum. Þrátt fyrir að hafa lýst yfir
stríði réðust hvorki Frakkland né Bretland
í hernaðarlegar aðgerðir gegn Þýskalandi.
Átta mánuðum síðar, eða 10. maí 1940,
réðust Þjóðverjar inn í Frakkland með
stórtækum hernaðaraðgerðum sem ýttu
Bretum úr landinu og neyddu Frakka til að
gefast upp þennan dag fyrir 74 árum.
ÞETTA GERÐIST: 21. JÚNÍ 1940
Frakkland gafst upp fyrir Þýskalandi
RISASTÓRT Ef húsið færi í fasteignamat í dag væri það um það bil 700 fermetrar.
Eftir stendur að skáldið
gaf íslensku þjóðinni eignina
skuldlaust og þar af leiðandi
stendur það sem minnisvarði
um stórhug skáldsins.
GLÆSILEGT HÚS Gunnar lét byggja húsið þegar hann sneri heim frá Danmörku árið 1939.
TÍMAMÓT