Fréttablaðið - 21.06.2014, Side 80

Fréttablaðið - 21.06.2014, Side 80
21. júní 2014 LAUGARDAGUR| MENNING | 44 MENNING Fólk lét ekki rigningu á sig fá heldur fjölmennti í Hljómskála- garðinn á kvenréttinda daginn til að vera við opnun fyrsta höggmyndagarðs kvenna á Íslandi. Hugmyndina að honum átti reyndar karlmaður, Hafþór Ingvarsson, safnstjóri Lista- safns Reykjavíkur, og skilaði verkinu í höfn. Í garðinum eru verk eftir sex konur sem voru frumkvöðlar í höggmyndalist á Íslandi, þær Gunnfríði Jónsdóttur, Nínu Sæmundsson, Tove Ólafsson, Þorbjörgu Pálsdóttur, Ólöfu Pálsdóttur og Gerði Helga- dóttur. Ólöf er sú eina þeirra sem er á lífi og mætti hún til athafnarinnar. Að göngunni lokinni fór Auður Styrkársdóttir fyrir kvöldgöngu um kvennaslóðir í Kvosinni og Sóley Tómasdóttir lagði blóm- sveig að leiði Bríetar Bjarnhéð- insdóttur. - gun Perlufestin í Hljómskálagarðinum Nýr höggmyndagarður var vígður í Hljómskálagarðinum 19. júní og honum gefi ð nafnið Perlufestin. Þar eru verk eft ir sex upphafskonur höggmyndalist- arinnar á Íslandi. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vígði garðinn og opinberaði nafn hans. Fjöldi fólks var viðstaddur. VIÐ VÍGSLUNA Ólöf Pálsdóttir myndhöggvari er eina konan sem enn er á lífi af þeim sem eiga verk í garðinum. Hér er hún með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL MAÐUR OG KONA Verk eftir Tove Ólafsson (1909-1992).DÆTURNAR Verk eftir Þorbjörgu Pálsdóttur (1919-2009), systur Ólafar. AFTUR Í TJÖRNINA Hafmeyjan eftir Nínu Sæmundson (1892-1962) var sprengd í Tjörninni á sínum tíma. Smáralindin gaf Reykja víkurborg þessa. Nj óttu með v eitingum frá Aal to Bi str o Sýningin Ummerki sköpunar sem opnuð er í Hafnarborg í dag kynnir aðföng safnsins síðustu tíu ára en verkin eru unnin á árunum frá 1952 til 2014. Ólíkar stefnur koma við sögu en sýningin er eins konar ferðalag um list samtímans, allt frá formfestu módernismans í verkum Harðar Ágústssonar og Eiríks Smith frá árinu 1952 til nýrra, leikrænna myndbandsverka þeirra Ilmar Stefánsdóttur og Sigurðar Guð- jónssonar. Tæplega þrjátíu listamenn eiga verk á sýningunni, þeirra á meðal eru Davíð Örn Halldórsson, Georg Guðni, Hildur Bjarnadóttir, Hreinn Friðfinnsson, Ólafur Elías- son, Sirra Sigrún Sigurðardóttir og Sigrún Guðjónsdóttir. - gun Aðföng síðustu ára Valin verk úr safneigninni eru á sumarsýningu Hafnarborgar í Hafnarfi rði sem opnuð er í dag. Á SÝNING- UNNI Þetta er eftir Eirík Smith og verkið fyrir neðan eftir Hörð Ágústs- son. SKJÖLDUR Gestir skoða leiðbeiningar- nar um verkin.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.