Fréttablaðið - 21.06.2014, Side 82
21. júní 2014 LAUGARDAGUR| MENNING | 46
HVAÐ?
HVENÆR?
HVAR?
LAUGARDAGUR
21. JÚNÍ 2014
Tónleikar
12.00 Hannfried Lucke leikur á
hádegis tónleikum á Klais-orgel Hall-
grímskirkju. Aðgangseyrir 1.700 kr.
14.00 Pikknikk tónleikaröð Norræna
hússins skartar frábæru tónlistarfólki
á hverjum laugardegi í sumar við
gróðurhús Norræna hússins. Veitinga-
sala verður úti á vegum Aalto Bistro. Í
dag spilar Þórunn Antonía.
14.00 Balkanbandið frá Býsans flytur
þjóðlög frá Balkanskaganum í Sól-
heimakirkju. Sú tónlist er annáluð
fyrir mikinn tilfinningahita, stuð
og ósamhverfar takttegundir og er
gríðarlega krefjandi fyrir þá sem hana
flytja.
15.00 Skuggatríó saxófónleikarans
Sigurðar Flosasonar kemur fram á
tónleikum veitingahússins Jómfrúin
við Lækjargötu. Sérstakur gestur í
nokkrum lögum verður söngkonan
Ragnheiður Gröndal. Tónleikarnir fara
fram utandyra á Jómfrúartorginu.
Aðgangur er ókeypis.
17.00 Perlur íslenskra sönglaga í
Hörpu. Á tónleikum fá áheyrendur
að kynnast sígildri íslenskri tónlist.
Fluttar verða perlur íslenskra söng-
laga, þjóðlög, sálma og ættjarðar-
söngva. Listrænn stjórnandi tón-
leikanna er óperusöngvarinn Bjarni
Thor Kristinsson.
19.30 Þýska djasssveitin Jugend-
JazzOrchester Nordrhein-Westfa-
len kemur fram í Fríkirkjunni
ásamt Sigurði Flosasyni saxófón-
leikara.
20.00 Sixties og Audio Nation
koma fram á Útlaganum á
Flúðum.
20.00 Tónleikar Eivarar
á Græna Hattinum eru
einstök upplifun. Tónlist
hennar og útgeislun skila
sér fullkomlega á þessum
litla stað sem Græni
Hatturinn er. Miða-
verð er 3.800 krónur
og miða má nálg-
ast á heimasíðu
midi.is.
21.00 Skúli Sverris-
son og Óskar Guð-
jónsson koma fram
í Mengi, Óðins-
götu. Þeir hafa
unnið saman í
tónlist í meira en
áratug, plöturnar
þeirra The Box Tree
og Eftir Þögn hafa hlotið einróma
lof gagnrýnenda auk þess sem báðar
plöturnar fengu Íslensku tónlistar-
verðlaunin þegar þær komu út.
23.00 Pálmi Hjaltason leikur og
syngur á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakka-
stíg 8. Aðgangur er ókeypis.
Fræðsla
12.00 Sýnatökudagur hafsins er
heimsviðburður sem gengur út á það
að vísindamenn safna á sama tíma
sýnum úr hafinu á sumarsólstöðum.
Þessar sýnatökur munu aðstoða
vísindamenn sem og almenning allan
að skilja betur hvernig hafsvæði
heimsins virka og þau flóknu lífríki
sem þar er að finna. Nánari upp-
lýsingar á matis.is.
18.15 Sumarsólstöðuganga
í Viðey. Áhugaverðir
ræðumenn munu fjalla
um siðina í kringum
sólstöður, hefðir,
söguna, heimspekina
og tengslin milli
náttúru og manns.
Auk þess verður
í eyjunni staddur
temeistarinn
Adam Wojcinski
sem verður með
sólarhringslanga
teviðhöfn við
Friðarsúlu Yoko
Ono. Siglt verður
frá Skarfabakka
kl. 18.15 fyrir
þá sem vilja fá
sér kvöldverð í
Viðeyjarstofu fyrir
göngu og svo aftur kl.
19.30. Gangan hefst þegar allir
eru komnir í land í Viðey eða um
kl. 20.00 og siglt er til baka um kl.
23.30.
Sýningar
12.00 Opnun sýningar á völdum
verkum úr safneign Hafnarborgar.
Verkin eru unnin á árunum frá 1952
til 2014. Yfirskrift sýningarinnar er
Ummerki sköpunar og beinir sjónum
að safninu.
14.00 Myndlistarkonan Ishbel Macdo-
nald sýnir málverk frá Reykjavík í
Listhúsi Ófeigs að Skólavörðustíg 5.
Sýningin nefnist Sveitin í Borginni.
Hátíðir
11.00 Sólstöðuhátíð á Kópaskeri.
Tíðir í Bragganum, bátar, leiktæki og
fleira við Klifatjörn, söguganga um
Kópasker, fatasala Rauða Krossins
í Þingeyjarsýslum, dansleikur með
Hvanndalsbræðrum í Pakkhúsinu
klukkan 22.00, aðgangseyrir 3.000
krónur.
Uppákomur
10.00 Opinn útsýnispallur við
Skjálftavatn í Kelduhverfi. Fulltrúar
frá Norðurhjara– ferðaþjónustusam-
tökum segja frá tilurð pallsins og
frekari hugmyndum.
Málþing
10.00 Bókmennta- og listfræða-
stofnun Háskóla Íslands efnir til
minningarmálþings um Matthías
Viðar Sæmundsson, sem starfaði sem
dósent í íslenskum bókmenntum við
Háskóla Íslands. Matthías Viðar lést
fyrir aldur fram. Málþingið er í fyrir-
lestrarsal Þjóðminjasafns Íslands.
Markaðir
12.00 Comic/VHS/DVD/vínylmarkaður
á BAST við Hverfisgötu. Teiknimynda-
sögur og gamlar spólur á góðu verði.
12.00 Bíó Paradís mun hýsa reglulega
flóamarkaði í sumar, líkt og síðasta
sumar. Markaðirnir slógu í gegn í
fyrra, voru vel sóttir og mikil og
góð stemmning myndaðist. Fyrsti
flóamarkaður sumarsins verður í dag.
Veitingasalan verður að sjálfsögðu
opin og hægt verður að gæða sér á
brakandi bíópoppi eða fá sér rjúkandi
kaffibolla, ískalda kók eða bjór á
meðan maður gramsar í öllu dótinu.
Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@
frettabladid.is og einnig er hægt að skrá
þá inni á visir.is.
HVAÐ? HVENÆR?
HVAR?
SUNNUDAGUR
22. JÚNÍ 2014
Tónleikar
16.00 Jón Ólafsson tónlistarmaður leikur
á píanó og syngur á fjórðu stofutónleikum
Gljúfrasteins. Jón flytur lög sín við íslensk
ljóð m.a. eftir Halldór Laxness, Jónas Guð-
laugsson, Stefán Mána og Hallgrím Helga-
son. Jón Ólafsson hefur verið í framlínu
íslenskrar tónlistar um langa hríð og verið
mikilvirkur bæði sem höfundur, flytjandi
og upptökustjóri ýmissa listamanna. Sem
lagahöfundur hefur hann verið farsæll og
flestir ættu að kannast við lög hans eins
og Alelda, Horfðu til himins,
Líf og Sunnudagsmorg-
unn. Aðgangseyrir er
1.500 krónur.
17.00 Hannfried Lucke
leikur á stórtónleikum
á Klais-orgel Hall-
grímskirkju á Alþjóðlegu
orgelsumri 2014.
Aðgangseyrir:
2.500 krónur.
17.00 Andrea
Jónsdóttir
leikur og
kynnir lög af
hljómplötum
á Ob-La-Dí-
Ob-La-Da,
Frakkastíg 8.
Aðgangur er
ókeypis.
Sýningar
10.00 Hreindýrasýn-
ing í Flóanum í Hörpu.
Miðaverð er 1.900 krónur og miða má
nálgast á heimasíðu midi.is.
14.00 Opnuð verður í Populus tremula á
Akureyri sýning sjö listakvenna sem dvalið
hafa í mánuð í vinnustofu Textílseturs
Íslands á Blönduósi. Á sýningunni, sem
ber yfirskriftina Lightly Acquainted, getur
að líta afrakstur vinnu þeirra þennan tíma
þar sem þræðir þeirra hafa legið saman í
samtölum og samveru á framandi slóðum.
19.00 How to become Icelandic in 60 min-
utes í Kaldalóni í Hörpu. Sýning á ensku
flutt af Bjarna Hauki Þórssyni. Sýningin er
sambland af söguleikhúsi og uppistandi
þar sem reynt verður að kenna þeim sem
sýninguna sækja að verða Íslendingar.
Sigurður Sigurjónsson leikstýrir. Miðaverð
er 4.200 krónur og miða má nálgast á
heimasíðu midi.is.
20.00 Blam! í Borgarleikhúsinu. Þrír
kúgaðir skrifstofumenn sólunda lífi sínu
á sorglegustu skrifstofu veraldar undir
vökulu auga siðblinds yfirmanns. Í hvert
sinn sem hann lítur undan, nýta þeir
tækifærið til að blamma: Að endurgera
uppáhalds senurnar sínar úr hasarmyndum.
Þegar yfirmaðurinn fer að blamma með
þeim færist fjör í leikinn og við tekur stór-
hættuleg saga sem leikin er á ógnarhraða
og krefst ofurmannlegra átaka. Miðaverð
er 4.750 krónur og miða má nálgast á
heimasíðu midi.is.
Söfn
12.00 Í tilefni af tilnefningu Þjóðminja-
safns Íslands til Íslensku safnaverð-
launanna 2014 er aðgangur að safninu
ókeypis. Verðlaunin eru veitt annað hvert
ár og er Þjóðminjasafnið tilnefnt fyrir
dagskrá í tilefni 150 ára afmælis safnsins
á síðasta ári en hátíðarhöldin hófust
snemma á árinu 2013 með útgáfu á kynn-
ingarblaði sem dreift var á hvert heimili
í landinu. Hátíðardagskrá, sjónvarps-
þáttur um starfsemina, vandaðar sýningar,
bókaútgáfa og málþing var meðal þess
sem boðið upp á í tilefni afmælisins.
Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@
frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá
inni á visir.is.
„Við erum að prófa þetta í fyrsta skipti í Myndlistaskólanum að kenna
unglingum að nálgast heimildarmyndaformið á skapandi hátt,“ segir
Ragnheiður Gestsdóttir, myndlistar- og kvikmyndagerðarkona, en
hún mun kenna ungu fólki á aldrinum 13-16 ára skapandi heimildar-
myndagerð á nýju námskeiði í Myndlistaskóla Reykjavíkur. Ragn-
heiður hlakkar mikið til að vinna með unga fólkinu. „Krakkar á þess-
um aldri eru mjög klárir og uppfinningasamir. Þetta verður eflaust
mjög skemmtilegt.“ Námskeiðið hefst á mánudag og stendur út vikuna
en kennslutími verður frá kl. 13-16. Nánari upplýsingar má finna á vef
skólans, myndlistaskolinn.is. - ka
Unglingar eru
uppfi nningasamir
Ragnheiður Gestsdóttir, myndlistar- og kvikmynda-
gerðarkona, kennir skapandi heimildamyndagerð
fyrir ungt fólk í Myndlistaskólanum í Reykjavík.
NÝTT NÁMSKEIÐ
Myndlistaskólinn í
Reykjavík býður í
fyrsta skipti upp á
námskeið af þessu
tagi fyrir ungt fólk.