Fréttablaðið - 21.06.2014, Síða 94
21. júní 2014 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 58
„Þetta er saga um ást sem er sprott-
in af hugarórum og það að taka og
forðast ákvarðanir. Ég leik stúlku
sem býr á heimili fyrir vanfærar
táningsstúlkur og er í basli með
að stofna til sambands við föður
ófædda barnsins á meðan hún venst
návist nýrrar manneskju á heim-
ilinu,“ segir leikkonan Indía Salvör
Menuez sem búsett er í New York.
Indía leikur eitt af aðalhlutverk-
unum í kvikmyndinni Uncertain
Terms úr smiðju kvikmyndagerð-
armannsins Nathans Silver sem
sýnd var á kvikmyndahátíðinni í
Los Angeles. Indía hefur fengið
góða dóma fyrir frammistöðu
sína í hlutverki Ninu og segir Bob
Strauss, gagnrýnandi Los Angeles
Daily News, að Indía negli flókn-
asta hlutverkið í myndinni. Segir
hann jafnframt að hún sé eitt efni-
legasta nýstirnið á hátíðinni. Katie
Walsh hjá Indiewire segir Indíu
gullfallega og dularfulla í hlut-
verki sínu. Leikkonan unga er í
skýjunum yfir viðtökunum.
„Ég er þakklát fyrir tækifærið
sem Nathan gaf mér og treysti
mér til að leika Ninu. Það erfiðasta
fyrir mig þegar ég leik í mynd er
að horfa á hana. Það er erfið og
ólýsanleg tilfinning að sjá sjálfa
mig í öðru fólki og í öðru lífi. Ég
efast alltaf um frammistöðu mína
því ég get aldrei horft á sjálfa mig.
En þegar öllu er á botninn hvolft
verð ég að treysta því að við endum
þar sem við eigum að enda. Fókus-
inn minn er á að vera til staðar og
gera mitt besta og það er góð til-
finning að finna fyrir að heimur-
inn tekur vel á móti verkinu þegar
myndin er sýnd,“ segir hún.
Indía er nú við tökur á sjálf-
stæðri kvikmynd með leikstjór-
anum Luigi Campi þar sem hún
leikur aðalhlutverkið. Þá vinnur
hún einnig mikið í listahópnum
Luck You sem hún stofnaði ásamt
öðrum þegar hún var fimmtán ára.
Hún samdi einnig handrit með leik-
stjóranum Maiko Endo en sú mynd
er í eftirvinnslu núna og tók upp
plötu með vini sínum Brian Close
sem kemur út á næstunni. Það er
því nóg að gera hjá þessari upp-
rennandi listakonu. En hvernig
lítur framtíðin annars út hjá Indíu?
„Framtíðin er full af óvæntum
uppákomum, hreyfingu og upp-
lifunum. Í átt að hlutverkum sem
ýta mér á nýjan stað þar sem ég
fæ tækifæri til að vinna með hæfi-
leikaríku fólki sem er traustsins
vert. Mér finnst ég vera takmarka-
laus þegar ég horfi fram á veginn.“
liljakatrin@frettabladid.is
Lofuð af bandarískum gagnrýnendum
Indía Salvör Menuez leikur í kvikmyndinni Uncertain Terms sem sýnd var á kvikmyndahátíðinni í Los Angeles. Bandarískir fj ölmiðlar
kalla hana efnilegasta nýstirnið á hátíðinni. Indía segist ekki geta horft á sjálfa sig á hvíta tjaldinu en er þakklát fyrir tækifærið.
Indía er ein þriggja kvenna sem prýða nýjasta plötuumslag tónlistarmannsins Pharrells
Williams fyrir plötuna Girl ásamt Pharrell sjálfum. Indía segir reynsluna hafa verið sérstaka.
„Þetta var súrrealískt og kom til á óvæntan og náttúrulegan hátt þar sem það var
vinur minn sem tók myndina og mælti með mér. Þetta var tækifæri til að upplifa
eitthvað sem ég gæti ekki upplifað á annan hátt og að hitta einhvern sem er að
móta menninguna í gegnum list sína í dag. Ég get ímyndað mér að barnabörnin
mín hlæi að þessu í framtíðinni,“ segir Indía glöð í bragði. Hún segist taka að sér
fyrirsætuverkefni við og við þótt það sé ekki ástríða hjá henni.
„Ég byrjaði í fyrirsætubransanum til að afla mér tekna þannig að það er vinna sem
hefur aldrei verið mér kær. En, þótt það sé auðvelt að gera grín að því í samanburði
við annað sem ég vinn við, elska ég samt að vinna með og læra af ótrúlegum ljós-
myndurum og vinna með listamönnum í tískuheiminum. Ég hef þurft að afþakka
verkefni oftar en ég vildi en mér finnst þetta starf alltaf þess virði þegar ég helga mig verkefni.“
Súrrealískt að lenda á plötuumslagi Pharrells
DULARFULL Indía leikur Ninu
í kvikmyndinni Uncertain Terms.
Ég efast alltaf um
frammistöðu mína því
ég get aldrei horft á
sjálfa mig. En þegar öllu
er á botninn hvolft verð
ég að treysta því að við
endum þar sem við
eigum að enda.
Indía Salvör Menuez
JÓNSI Í UPPÁHALDI
Plötusnúðurinn Tiësto er í viðtali um
ferilinn á vefsíðunni Papermag en
Tiësto er einn farsælasti plötusnúð-
urinn í heiminum
í dag. Í viðtalinu
segir hann að Jónsi,
söngvari hljómsveit-
arinnar Sigur Rósar,
sé einn af sínum
uppáhaldssöngv-
urum. Aðrir listamenn
sem plötusnúðurinn
heldur upp á eru til
dæmis Tegan and Sara, Nelly
Furtado og Bloc
Party. - lkg
BOLTABARN KOMIÐ
Í HEIMINN
Knattspyrnukonan Margrét Lára
Viðarsdóttir og handboltakappinn
Einar Örn Guðmundsson eignuðust
sitt fyrsta barn, snáða,
í gærmorgun. Drengur-
inn var fimmtán
merkur og 53 sentí-
metrar og skrifar
Einar á Facebook
að hann sé
efni í góðan
handbolta- eða
fótbolta-
mann, enda
á hann ekki
langt að sækja
boltafimi. - lkg
„Hann kúkaði alls
staðar, í stríðum
straumum, það var
eins og flóð … gleði-
legan mæðradag.“
NÝBAKAÐA MÓÐIRIN
OLIVIA WILDE UM
MÆÐRADAGINN Í
CENTRAL PARK Í NEW
YORK Í VIÐTALI VIÐ SPJALL-
ÞÁTTAKÓNGINN DAVID
LETTERMAN.
ATHAFNASAMIR
BRÆÐUR
Tónlistarmaðurinn Einar Töns-
berg semur tónlistina í nýrri írskri
teiknimyndaþáttaröð sem kallast
Puffin Rock. Sögumaður verður írski
leikarinn Chris O’Dowd en serían
fjallar um lundafjölskyldu sem býr
á lítilli eyju skammt undan Írlandi.
Einar er ekki sá eini í sinni fjölskyldu
sem stendur í ströngu en bróðir hans,
listamaðurinn Örn Töns-
berg, sá um að skreyta
fyrir tónlistarhátíðina
Secret Solstice. Hann
og félagi hans máluðu
á annað hundrað skilta
fyrir hátíðina sem er
nú í fullum gangi.
- fbj