Fréttablaðið - 25.06.2014, Blaðsíða 4
25. júní 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 4
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is,
Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is
FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is,
FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is,
Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
SVONA ERUM VIÐ
Ingibjörg Karlsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
MILDIR DAGAR eru fram undan en væta sunnan- og vestanlands. Norðaustan til
verður bjart með köflum á morgun og föstudag en búast má við síðdegisskúrum.
13°
4
m/s
12°
3
m/s
13°
6
m/s
11°
11
m/s
Fremur
hægur
vindur
víðast
hvar.
Hæg
breytileg
átt.
Gildistími korta er um hádegi
27°
33°
20°
23°
19°
15°
23°
19°
19°
24°
19°
27°
28°
36°
25°
19°
20°
20°
11°
5
m/s
11°
5
m/s
15°
6
m/s
14°
3
m/s
14°
2
m/s
12°
3
m/s
8°
7
m/s
13°
13°
13°
12°
11°
14°
18°
18°
17°
16°
Alicante
Aþena
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
FÖSTUDAGUR
Á MORGUN
Talið er eðlilegt að
stjórnarskráin geymi
meginreglur um
auðlindir Íslands.
Til grundvallar liggur sú megin-
hugsun að nýting náttúruauðlinda
sé í þágu þjóðarinnar allrar.
Nefndin er einhuga um að erfitt
yrði að setja fram ítarlegar reglur
um nýtingu einstakra auðlinda
í stjórnarskrá enda er það háð
pólitísku mati að verulegu leyti
hvernig þær verði best nýttar.
Eining var innan
nefndarinnar í
umræðum um framsal
ríkis valds. Nefndar-
menn voru sammála
um að framsal ríkisvalds hlyti allt-
af að vera afturkræft, þetta væri
stór ákvörðun og að baki hennar
þyrftu að vera ríkir hagsmunir,
heimildina ætti að einskorða við
afmarkað svið og að ákvörðun
um framsal ætti að styðjast við
aukinn meirihluta alþingismanna,
2/3 þeirra eða jafnvel 3/4.
Nefndin telur að
greina þurfi þau gildi
sem tengjast vernd
umhverfisins.
Helstu gildi sem
nefndin tíndi til og koma ættu til
skoðunar eru sjálfbærni, líffræði-
leg fjölbreytni og varúðarregla
sem felur í sér að ákvarðanir séu
teknar á grundvelli fullnægjandi
upplýsinga og náttúran njóti þar
vafans.
Nefndin segir sam-
stöðu ríkja á meðal
flokka á Alþingi um
að mótuð verði heim-
ild til þjóðaratkvæðagreiðslna um
mikilvæg málefni.
Sú skoðun kom fram í nefnd-
inni að undanskilja ætti lög
um ákveðin málefni, svo sem
fjárlög, skatta og þjóðréttarlegar
skuldbindingar. Skiptar skoðanir
voru um fjölda undirskrifta og
nánari framkvæmd. Nefndin
ræddi um lágmarksþátttöku og
aðild þingsins.
BREYTA STJÓRNARSKRÁ Fram kom í máli nefndarmanna í gær að ekki hefði enn reynt á pólitískan ágreining innan nefndarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Læknastöðin ehf.
Álfheimar 74 • 104 Reykjavík • sími: 5356800 • fax: 5356805
Hér með tilkynnist að
Sigurður Björnsson meltingarlæknir
hættir starfsemi þann 1. júlí 2014
STJÓRNMÁL Stjórnarskrárnefnd kynnti fyrstu
áfangaskýrslu sína í gær. Í skýrslunni er
farið yfir það starf sem nefndin hefur unnið
frá því hún var stofnuð og til dagsins í dag.
Nefndin var skipuð fulltrúum allra flokka
er sæti eiga á Alþingi í nóvember síðast-
liðnum en síðan þá hefur einkum verið fjallað
um fjóra málaflokka, það er þjóðaratkvæða-
greiðslur á grundvelli undirskrifta, framsal
valdheimilda í þágu alþjóðasamvinnu, auð-
lindir og umhverfisvernd.
Í skýrslunni er gerð grein fyrir gildandi
rétti og þróun erlendis, ásamt því að gefið
er yfirlit yfir vinnu undanfarinna ára við
breytingar á stjórnarskrá. Þá er reifuð
afstaða og umræða starfandi stjórnarskrár-
nefndar þar sem lögð er áhersla á meginat-
riði umræðunnar en ekki útfærslu einstakra
atriða.
Tilgangur skýrslunnar er að efna til opin-
berrar umræðu og því setur nefndin fram
spurningar og álitaefni sem vakin er sérstök
athygli á.
Á kynningarfundinum í gær sagði Skúli
Magnússon, héraðsdómari og fulltrúi Fram-
sóknarflokksins í nefndinni, að skýrslan
bæri ekki með sér mikil átök þótt menn væru
ekki endilega sammála um allt. Mismunandi
áherslur nefndarmanna eru síðan birtar í
bókunum þeirra í skýrslunni.
„Það er vilji þessarar nefndar að komast að
samkomulagi um hvað eigi að ganga fyrir,“
sagði Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður og
fulltrúi Samfylkingarinnar.
Í bókun Katrínar Jakobsdóttur, formanns
Vinstri grænna, kemur fram að fái Alþingi
fullmótað frumvarp í hendur að hausti 2015
gefist færi á að afgreiða ákvæðin frá þinginu
þá um veturinn og þjóðin geti þannig greitt
atkvæði um tillögurnar samhliða forseta-
kosningunum 2016.
Fram kom í máli annarra nefndarmeð-
lima að þessi tillaga hefði ekki verið sér-
staklega rædd innan nefndarinnar en Birgir
Ármannsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins,
sagði að gott væri að eiga þann möguleika.
fanney@frettabladid.is
Haldið opnu að breyta stjórnar-
skrá samhliða forsetakosningum
Ný áfangaskýrsla stjórnarskrárnefndar var kynnt í gær. Þar voru kynnt sjónarmið um þjóðaratkvæðagreiðslur, framsal valdheimilda,
auðlindir og umhverfisvernd. Nefndarmeðlimir eru opnir fyrir því að kjósa um tillögurnar samhliða forsetakosningum sumarið 2016.
AUÐLINDIR ÞJÓÐARINNAR
Nýting í þágu
þjóðarinnar
FRAMSAL VALDHEIMILDA
Verður að vera
afturkræft
UMHVERFISVERND
Tryggja ber
sjálfbærni
ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLUR
Samstaða í öllum
flokkum
BRETLAND, AP Andy Coulson, fyrr-
verandi ritstjóri News of the World,
var í gær sakfelldur af kviðdómi
fyrir símhleranir sem stundaðar
voru á blaðinu. Rebekah Brooks,
sem einnig var ritstjóri blaðsins,
slapp hins vegar með skrekkinn og
var sýknuð.
Réttarhöldin hófust eftir að upp
komst að blaðið hafði látið hlera far-
síma frægra einstaklinga, stjórn-
málamanna og jafnvel fórnarlamba
glæpa í þeim tilgangi að afla sér
frétta. Málið varð til þess að fjöl-
miðlakóngurinn Robert Murdoch,
útgefandi blaðsins, neyddist til að
hætta útgáfu þess. Tugir blaða-
manna og embættismanna hafa
verið handteknir í tengslum við
málið. Stuart Kittner, fyrrverandi
fréttastjóri blaðsins, og þrír aðrir
sakborningar voru einnig sýknaðir,
þar á meðal Charles Brooks, eigin-
maður Rebekuh. Coulson, sem um
skeið starfaði sem fjölmiðlafulltrúi
Davids Cameron forsætisráðherra,
á yfir höfði sér allt að tveggja ára
fangelsi. - gb
Kviðdómur sýknaði Brooks og fjóra aðra yfirmenn News of the World:
Coulson sakfelldur fyrir njósnir
ANDY COULSON Átta mánaða réttar-
höldum lokið með sakfellingu fyrrver-
andi fjölmiðlafulltrúa Davids Cameron.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
ALBANÍA, AP Utanríkisráðherrar
Evrópusambandsins samþykktu
í gær að veita Albaníu stöðu
umsóknarríkis. Albanía hefur
þar með þokast nær mögulegri
aðild að Evrópusambandinu.
Þetta er í fjórða sinn frá árinu
2009 sem Albanía óskar eftir því
að verða umsóknarríki.
Stefan Füle, stækkunarstjóri
framkvæmdastjórnar ESB, segir
að ákvörðunin sýni að umbótavið-
leitni Albaníu hafi borið einhvern
árangur. - gb
Tókst í fjórðu tilraun:
Albanía orðin
umsóknarríki
6.000 tonn rúmlega af sælgæti eru árs-
skammtur landsmanna, segir í
landskönnun á mataræði.
Það er svipað magn í tonnum talið
og íslenskir grænmetisbændur í
Sölufélagi garðyrkjumanna senda á
markað árlega af sinni framleiðslu.