Fréttablaðið - 25.06.2014, Page 18

Fréttablaðið - 25.06.2014, Page 18
 | 2 25. júní 2014 | miðvikudagur Aðallisti Kauphallarinnar | Nasdaq OMX Iceland Félag Gengi í gær Frá áramótum Vikubreyting Atlantic Airways (DKK) 144,00 -5,9% 0,0% Bank Nordic (DKK) 118,00 -9,2% 0,0% Eimskipafélag Íslands 230,00 -12,2% 0,8% Fjarskipti (Vodafone) 30,65 12,5% -0,3% Hagar 40,60 16,1% 0,3% Icelandair Group 17,10 -6,0% -1,7% Marel 105,00 -21,1% -2,8% N1 16,45 -13,0% -0,9% Nýherji 4,20 15,1% 0,0% Reginn 15,70 1,0% -4,3% Tryggingamiðstöðin* 25,10 -21,7% -3,0% Vátryggingafélag Íslands** 8,65 -19,8% -1,9% Össur 282,00 23,1% 0,7% HB Grandi 28,05 1,3% 0,2% Sjóvá 12,43 -8,0% 0,6% Úrvalsvísitalan OMXI6 1259,60 7,7% 9,2% First North Iceland Century Aluminum 1150,00 0,0% 0,0% Hampiðjan 12,15 29,3% 0,0% Sláturfélag Suðurlands 1,22 13,0% 0,0% *fyrsta verð 08. maí 2013 **fyrsta verð 24. apríl 2013 Gengi félaga í Kauphöll Íslands Á UPPLEIÐ Félög sem hækkuðu í verði Á NIÐURLEIÐ Félög sem lækkuðu í verði STÓÐU Í STAÐ Félög sem stóðu í stað MESTA HÆKKUN ÖSSUR 23,1% frá áramótum EIMSKIP 0,8% í síðustu viku MESTA LÆKKUN TM -21,7% frá áramótum REGINN -4,3% í síðustu viku 6 7 3 Allar markaðsupplýsingar eru aðgengilegar á Dagatal viðskiptalífsins Miðvikudagur 25. júní ➜ Þjóðskrá - Fjöldi útgefinna vegabréfa ➜ Nýherji - Uppgjör 2. ársfjórðungs Fimmtudagur 26. júní ➜ Þjóðskrá - Viðskipti með atvinnu- húsnæði í maí ➜ Hagstofan - Nýskráningar og gjald- þrot í mái Föstudagur 27. júní ➜ Hagstofan - Vísitala neysluverðs í júní 2014 ➜ Hagstofan - Þjóðhagsspá ➜ Hagar - Uppgjör 1. ársfjórðungs Mánudagur 30. júní ➜ Hagstofan - Fjármál ríkissjóðs á greiðslugrunni ➜ Hagstofan - Vöruskipti við útlönd Miðvikudagur 2. júlí ➜ Þjóðskrá - Fasteignamarkaður- inn í mánuðinum eftir lands- hlutum dagatal viðskiptalífsinsl i i lí i Lögmannsstofan Lex hefur gefið út 70 blaðsíðna leiðarvísi fyrir ferðaþjónustuna þar sem er að finna yfirlit yfir þau lögfræðilegu atriði sem ber að huga að við stofnun og rekstur ferðaþjónustufyrirtækja. „Ég hef sjálfur mikinn ferðaþjónustuáhuga og fór í leiðsöguskólann og kynntist þar innviðum ferðabrans- ans. Mér fannst svo margt lögfræðilega áhugavert sem þessi ört stækkandi atvinnugrein er að berjast við að ég stakk upp á því við Lex að við myndum búa til svona rit, ég ásamt sérfræðingum á hverju sviði, sem við síðan gerðum,“ segir Helgi Jóhannesson, hæstaréttarlögmaður og eigandi Lex. Í leiðarvísinum er farið ítarlega yfir ýmis atriði eins og stofnun einkahlutafélaga, samningagerð, ábyrgð, skattamál, samskipti við yfirvöld, trygginga- mál og fleira. Helgi segir ritið nýtast bæði stærri ferðaþjónustu- aðilum sem minni og síðan er í ritinu ekki síður að finna atriði sem aðilar í almennum rekstri ættu að huga að. „Þetta eru atriði til umhugsunar en ekki einhverjar heildarlausnir sem finna má í þessu riti og menn gætu jafnvel þurft að leita sér aðstoðar með.“ Ritinu hefur verið dreift gjaldfrjálst til ferðaþjón- ustufyrirtækja og Helgi segir viðtökurnar góðar. „Ég er búinn að fá kveðjur með þakklæti fyrir þetta og þessu er mjög vel tekið.“ - fbj Lögmannsstofan Lex hefur gefið út ókeypis 70 síðna leiðarvísi fyrir ferðaþjónustufyrirtæki: Gefa út leiðarvísi ferðaþjónustu MIKILVÆGT INNLEGG Helgi hefur lokið leiðsöguprófi og er mikill ferðaáhugamaður. Taktu gæðin með þér í nesti. Allt í einumpoka ÞÆGILEGT! Frábært fyrir ferðaskrif- stofur eða fyrirtækjahópa. Hægt er að hafa pokann í ýmsum útfærslum og stærðum. Gerum verð- tilboð fyrir stærri hópa. Nestispokinn frá Sóma 565 6000 / somi.is Fjármálaeftirlitið (FME) telur ríkið þurfa að setja um tíu milljarða króna á ári inn í B-deild Lífeyris- sjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) og Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga (LH) á næstu árum. Annars geti sjóðirnir ekki staðið við skuldbind- ingar sínar og geti tæmst á næstu tíu til fi mmtán árum. Þetta sögðu Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri FME, og Björn Z. Ásgríms- son, sérfræðingur á greiningarsviði stofnunarinnar, á kynningarfundi um stöðu lífeyrissjóðanna í gær. Þar kom fram að heildar trygg- ingafræðileg staða íslenskra líf- eyrisssjóða með ábyrgð ríkis og sveitarfélaga var við árslok 2013 neikvæð um 595 milljarða króna. Halli annarra lífeyrissjóða var á sama tíma samtals um 68 milljarðar eða nálægt jafnvægi. „Þessar skuldbindingar eru til langs tíma og verða greiddar upp á næstu árum og áratugum. En ein- hvern tímann kemur að því það þarf að greiða þetta og því er nauðsyn- legt að gera ráðstafanir með því að auka iðgjöld eða framlag til sjóð- anna, eins og með þessum tíu millj- örðum,“ segir Björn í samtali við Markaðinn. „Sveitarfélögin hafa brugðist rétt við með því að borga viðbótarfram- lag inn í sjóðina sem bætir stöðu þeirra smám saman á næstu árum og ríkið mætti taka sér það til fyrir- myndar.“ Mikið hefur verið fjallað um vanda B-deildar LSR og LH. Fyrir um tveimur vikum tilkynnti fjár- mála- og efnahagsráðuneytið að það hefði ásamt ellefu hjúkrunarheim- ilum, LSR og LH undirritað samn- inga sem fela í sér yfi rtöku ríkisins á nær öllum lífeyrisskuldbindingum hjúkrunarheimilanna vegna starfs- manna þeirra í B-deild LSR og LH. Á fundi FME kom einnig fram að fi mm stærstu lífeyrissjóðir lands- ins eiga rúm 55 prósent af 2.800 milljarða króna lífeyrissparnaði landsmanna. LSR er þar stærstur með 17,2 prósenta hlutdeild. „Þetta sýnir mikilvægi þessara sjóða,“ segir Björn og bætir því við að lífeyrissjóðirnir hafi verið 37 talsins árið 2007 en séu nú 27. „Við sjáum fram á að þeim muni fækka á næstu árum. Sem er jákvætt því sameining lækkar rekstrarkostnað og bætir ávöxtun lífeyrisþega,“ segir Björn. Sjóðir LSR og LH þurfa tíu milljarða frá ríkinu Ríkið þyrfti að setja tíu milljarða króna árlega inn í B-deild Lífeyris- sjóðs starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga. Fjár- málaeftirlitið segir sjóðina annars geta tæmst á næstu 10 til 15 árum. LÍFEYRISSJÓÐIR Haraldur Guðmundsson | haraldur@frettabladid.is Nýsköpun í matvælaiðnaði, þar sem vannýttar auðlindir koma við sögu, er meginþema Arctic Bioeco- nomy, verkefnis sem Matís leiðir. Verkefnið er hluti af formennsku- verkefni Íslands í norrænu ráð- herranefndinni. Matís ásamt þátttakendum verk- efnisins hefur nú ýtt rúmlega 30 hugmyndum úr vör og verða þær kynntar í dag á ráðstefnu á Sel- fossi um lífhagkerfið. Vörurnar eru þróaðar af smáframleiðendum og einstaklingum á Íslandi, Græn- landi og í Færeyjum. „Við auglýstum eftir þátttak- endum í þessum þremur löndum. Aðilar voru oft með vöruhug myndir og búnir að vinna sig eitthvað áfram en vantaði herslumuninn til að koma vörunum á markað,“ segir Sigrún Elsa Smáradóttir, fagstjóri hjá Matís. Hún segir þátttakend- ur hafa feng- ið ýmiss konar hjálp frá Matís, annaðhvort við framleiðslu, sérfræði- aðstoð eða annað. Alls bár- ust 78 umsóknir, þar af stærsti hlutinn frá Íslandi en þó nokkuð frá Grænlandi og Færeyjum. „Það er misjafnt hvort kynntar verða fullunnar vörur til smökkun- ar eða annað. Við bjóðum til dæmis upp á íslenska bleikju sem hefur fengið fóður unnið úr mjög pró- teinríkum svepp sem vex á viðar- massa sem fellur til í sögunar- verksmiðjum,“ nefnir Sigrún sem dæmi um verkefni sem kynnt verður í dag en segir að ýmissa grasa muni kenna á ráðstefnunni. - fbj Matís heldur ráðstefnu um nýsköpun í matvælaiðnaði á grunni Arctic Bioeconomy-verkefnisins: Nýsköpun í lífhagkerfinu kynnt KYNNTU STÖÐUNA Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri FME, og Björn Z. Ásgrímsson kynntu í gær stöðu lífeyrissjóðanna árið 2013. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.