Fréttablaðið - 28.06.2014, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 28.06.2014, Blaðsíða 41
FERÐIR LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 2014 Kynningarblað Sólarströnd Borgarferðir Áfangastaðir fræga fólksins Furðuleg söfn Ráð við bílveiki Flugfélagið EasyJet f lýgur tvisvar í viku frá Keflavík til Edinborgar. Hægt er að fá sanngjarnt verð á flugi sé fólk skipulagt og bóki ferðina snemma. Skotland er fjölbreytt og skemmti- legt land. Hér áður fyrr flykktust Ís- lendingar til Glasgow í verslunar- ferðir en það tekur aðeins 45 mín- útur að fara með lestinni þangað frá Edinborg. „Það eru margar góðar verslanir í Edinborg og verðið sam- bærilegt við Glasgow,“ segir Inga. „Edinborg er minni og ekki eins mikið stress og í Glasgow. Þess vegna þykir mörgum notalegt að koma hingað,“ bætir hún við. Gengið um hálöndin Inga rekur ferðaþjónustu á netinu www.skotganga.co.uk. Hún var í hálandagöngu með hópi Íslendinga þegar blaðamaður náði í hana. Inga býður upp á margvíslegar göngu- ferðir um hálendi Skotlands, styttri og lengri ferðir, auk þess sem hún er með skoðunarferðir um Edinborg. Þá getur hún sett upp ferðir fyrir hópa eftir óskum. Falleg borg Edinborg er falleg borg. Efst á hæð í borginni trónar Edinborgarkastali sem er frægasti kastali Skotlands og tákn borgarinnar. Elsti hluti kastalans, Sánkti Margrétarkap- ella, var byggður á tólftu öld. „Það er ýmis legt skemmtilegt hægt að gera í Edinborg,“ segir Inga. „Þegar fólk kemur í stuttar borgarferð- ir gefst kannski ekki mikill tími en þá er um að gera að nota hann vel. Í borginni eru þrjár verslunar- miðstöðvar og síðan er mjög gott „outlet“ í Livingston en þangað er stutt að fara með lest. Mér sýnist fólk helst vilja fara í stuttar skoð- unarferðir, kíkja á pöbba og borða góðan mat í borgarferðum. Ég hef boðið upp á tveggja tíma rútuferð um borgina og þá eru helstu staðir skoðaðir. Einnig getur fólk valið að fara í „city tour“ með tveggja hæða strætó en sumir hafa kvartað yfir að þeir skilji skoskuna ekki nægi- lega vel. Auk þess er skemmtilegt að skoða höllina í Edinborg og prins- essugarðinn,“ segir Inga sem telur að borgin sé sú fallegasta í Evrópu. Pöbbarölt „Skoskt kvöld er í boði með þriggja rétta máltíð, dans, söng og sekkja- pípum. Pöbbalífið er sömu leiðis mjög skemmtilegt í borginni. Pöbbarnir hafa ekkert breyst í aldir og þar er boðið upp á góðan mat. Margir fá sér pöbbamat í hádeginu. Matarmenning hefur lagast mikið á undanförnum árum og enginn kvartar lengur yfir matnum. Jamie Oliver hefur nýlega opnað veitinga- hús í Edinborg og gaman er að heimsækja þann stað auk annarra flottra staða. Í ágúst fyllist borgin af gestum þegar Edinborgarhá- tíðin stendur yfir. Það eru óhemju mörg söfn í Edinborg og það er ókeypis inn á mörg þeirra,“ segir Inga. „Skotar eru skemmtilegt og gott fólk. Þeir taka vel á móti ferða- mönnum.“ „Það eru margvíslegar dags ferðir um hálendi Skotlands í boði. Ég hef einnig farið með ferðamenn til að skoða vatnaskrímslin í Falkirk en það eru risastór listaverk sem þar hafa verið sett upp. Þá höfum við skoðað Forth-brúna sem er frægt kennileiti.“ Inga segir að auðvelt sé að ferðast í lest frá Edinborg vilji fólk fara til Englands. „Það er ekki langt til York og margra annarra frábærra staða. Það er vel hægt að koma í menningar- eða verslunar- ferð til Edinborgar en það er líka hægt að spila golf.“ Menning og munaður í Edinborg Inga Geirsdóttir hefur búið í Edinborg í tólf ár. Hún er leiðsögumaður og segir margt skemmtilegt í boði fyrir ferðamenn í Edinborg. Inga Geirsdóttir hefur búið í Edinborg í tólf ár. Það er hægt að fara í skoðunarferð um borgina með tveggja hæða strætó eða fara í rútuferð með Ingu. Hún segir að Skotar séu gott og skemmtilegt fólk sem hafi gaman af því að taka á móti ferðamönnum. Edinborgarhátíðin er í ágúst. Þá flykkjast ferðamenn til borgarinnar og hótelgisting hækkar í verði. MYND/VISITSCOTLAND FLJÚGÐU Á FESTIVAL MEÐ FLUGFÉLAGI ÍSLANDS BÓKAÐU TÍMANL EGA Á FLUGFE LAG.IS ÞJÓÐHÁTÍÐ Í EYJUM Vestmannaeyjum (1. - 4. ágúst) NEISTAFLUG Neskaupstað (1. - 4. ágúst) MÝRARBOLTI Ísafirði (1. - 4. ágúst) EIN MEÐ ÖLLU Akureyri (31. júlí - 4. ágúst) LUNGA Seyðisfirði (13. - 20. júlí) BRÆÐSLAN Borgarfirði eystri (26. - 28. júlí) EISTNAFLUG Neskaupstað (10. - 12. júlí)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.