Fréttablaðið - 28.06.2014, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 28.06.2014, Blaðsíða 68
FÓLK|HELGIN BRUSCHETTA MEÐ GEITAOSTI, BASILÍKU OG TÓMÖTUM 1 snittubrauð 50 g mjúkur geitaostur 3-4 fersk basilíkublöð 2 stórir tómatar 1 1/2 msk. extra virgin ólífuolía 1 hvítlauksrif 1 msk. ítalskt, grænt pestó salt og nýmalaður pipar Skerið brauðið í þunnar sneiðar og skellið stutta stund á heitt grillið á báðum hliðum. Nuddið aðra hliðina með hvítlauksrifinu og penslið með ólífuolíu. Skerið tómatana í litla bita eða sneiðar eftir smekk. Smyrjið brauðið með smá pestói, setjið tómatana yfir og því næst litla bita af geitaostinum. Skreytið með basilíkublöðum. Bragðbætið með salti og pipar. GRILLAÐUR LAX MEÐ PLÓMU- OG ENGIFERSÓSU Uppskriftin miðast við sex 500 g þroskaðar plómur, stein- lausar og smátt skornar 1 msk. hunang 1 1/2 msk. ferskt engifer, afhýtt og saxað 1 msk. vatn 2 msk. hrísgrjónaedik 2 hvítlauksrif, pressuð 1 msk. saxaður laukur 1/2 tsk. rautt chili-paste 2 msk. sojasósa Marinering 1/4 bolli sojasósa 2 msk. púðursykur 2 msk. hunang 2 msk. sítrónusafi 2 msk. vatn 1/4 bolli grænmetisolía 1,8 kg ný laxaflök Salt og pipar Setjið plómur, hunang, engifer, vatn, edik, hvítlauk, lauk og chili- paste í pott og látið suðuna koma upp. Látið malla í 15 mínútur eða þar til plómurnar mýkjast. Takið af hitanum og hrærið 2 msk. af soja- sósu saman við. Sett í matvinnslu- vél og maukað. Í annan pott er settur 1/4 bolli soja- sósa, púðursykur, hunang, sítrónu- safi, vatn og grænmetisolía. Hitið upp og látið sykurinn bráðna. Kælið. Hreinsið laxaflökin og saltið og piprið. Skerið í sneiðar og raðið á disk. Setjið sojablönduna yfir fisk- inn og látið marinerast í ísskáp í tvo tíma. Leggið laxinn á heitt grillið og eldið í um það bil 6 mínútur á hvorri hlið, fer eftir þykkt. Gætið að því að ofelda ekki laxinn. Berið fram með góðu salati, hrís- grjónum eða kartöflum eftir smekk með volgri plómu- og engifersósu. GRILLAÐIR BANANAR MEÐ KARAMELLUSÓSU Grillaður bananar eru frábær eftirréttur, enda sætir og góðir. Ekki spillir að hafa karamellusósu og ís með. Þessi uppskrift er gerð fyrir sex. 1 bolli sykur 1/3 bolli vatn 1/2 msk. sítrónusafi 2/3 bolli rjómi 6 miðlungsþroskaðir bananar Setjið sykur, vatn og sítrónusafa í pott og hitið á miðlungshita, hrærið á meðan sykurinn er að bráðna. Hækkið aðeins hitann og hrærið stöðugt í á meðan sykurlögurinn tekur lit eða í 3-4 mínútur. Takið af hitanum og bætið rjómanum varlega saman við. Hitið aftur á lágum hita og látið malla þar til allt er orðið fallega brúnt og mátulega þykkt. Hrærið af og til á meðan. Skerið banana til helminga langsum án þess að taka hýðið. Leggið bananabátana á heitt grillið, lokið grillinu og látið eldast í um það bil 8-10 mínútur. Berið banan- ana fram með eða án hýðis. Dreifið karamellusósunni yfir og hafið van- illuís með. ■ elin@365.is ÞRIGGJA RÉTTA GRILLVEISLA VEISLA Hvernig væri að bjóða gestum í heimsókn og grilla góðan mat í kvöld? Hér er hugmynd að góðum þriggja rétti matseðli sem flestum fellur vel í geð. Forrétturinn er einfaldur en ákaflega góður. Best er að baka sitt eigið brauð en vitaskuld má notast við snittubrauð úr búðinni. Aðalrétturinn er grillaður lax sem er afar ljúffengur og loks er eftirréttur fyrir alla sælkera, grillaðir bananar með karamellusósu og vanilluís. GRILLAÐIR BANANAR Það er auðvelt að grilla banana og þeir eru einstaklega góðir með karamellusósu og ís. GRILLAÐUR LAX Ljúffengur lax með plómu- og engifersósu. BRUSCHETTA Forréttur sem kætir. Nýtt námskeið hefst 26. septemberNýtt námskeið hefst 17. aprílNæs a námskeið hefst 12. júníNæsta námskeið hefst 2. a ríl 2014sta sk fst .j li 2014 Innskot í Fréttablaðið skilar árangri! MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið landsins með glæsilegt forskot á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum 25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.* Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins. Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448 eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is *P re nt m ið la kö nn un C ap ac en t o kt ób er –d es em be r 2 01 2 – hö fu ðb or ga rs væ ði 2 5- 54 á ra HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.