Fréttablaðið - 28.06.2014, Blaðsíða 102

Fréttablaðið - 28.06.2014, Blaðsíða 102
28. júní 2014 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 54 FLUGFREYJA Í SUMAR Leikkonan Svandís Dóra Einars- dóttir nýtir tímann á meðan lokað er í leikhúsunum yfir sumartímann og er byrjuð að starfa sem flugfreyja hjá Icelandair. „Ég byrjaði síðasta sumar og datt alveg inn í þetta. Mjög ljúft starf,“ segir Svandís Dóra. Um miðjan ágúst snýr Svandís síðan aftur í Þjóðleik- húsið að æfa Latabæ og Karítas. „Þetta verður pínulítið púsl í tvær vikur þangað til ég klára að fljúga en ótrúlega gaman,“ bætir leik- konan við. - lkg ODELL INDÆLL Tónlistarmaðurinn Tom Odell var einkar viðkunnanlegur og gaf sér tíma eftir tónleika sína í Hörpu til þess að gefa eiginhandaráritanir og leyfa fólki að fá mynd af sér með honum. Þá ósk- aði hann sextán ára gamalli íslenskri stúlku til hamingju með afmælið, eftir að honum hafði borist ábending um að afmælisbarn væri í salnum. Að sögn tónleika- haldarans Guðbjarts Finnbjörnssonar var Odell mjög ánægður með ferð sína til Íslands og fór hann meðal annars í Bláa lónið og dásamaði það. - glp „Við stofnuðum þessa hljómsveit í Kóngsbakka í Breiðholti árið nítj- án hundruð níutíu og eitthvað. Hingað til hafði þessi hljómsveit aldrei gert neitt nema syngja inni í stofu í Kóngsbakka,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi. Hann skipar hljómsveitina Spilagaldra ásamt þeim Steindóri Inga Snorrasyni og Róberti Erni Hjálmtýssyni úr hljómsveitinni Ég. Þeir gáfu út sitt fyrsta lag á fimmtudaginn sem heitir Sumarteiti. „Við sömdum fullt af misgóðum lögum og mig minnir að þau hafi verið tekin upp á kassettu sem segir ótrúlega margt um hvað ég er orðinn gamall. Um daginn kíktum við Robbi á þetta aftur og föttuðum að þarna leyndist fullt af skemmtilegu efni. Við fórum að hittast og sömdum nýja texta við lögin því textarnir voru bara bull og vitleysa. Sumarteiti er sem sagt fyrsta lagið okkar af tíu. Okkur fannst þetta svo skemmtilegt og þetta er mikil nostalgía fyrir okkur þannig að við ákváðum að kýla á þetta og stefnum á að gefa út plötu með lækkandi sól,“ segir Sveppi og er vongóður um framhaldið. „Ég held að platan verði epískt meistarastykki. Instant klassík. Þetta segja reyndar allir tónlist- armenn um sína tónlist.“ Myndbandið við lagið er afar sérstakt en þar sjást Róbert og Sveppi tefla. „Það var gert með honum Braga vini mínum Hinrikssyni sem er að leikstýra Stundinni okkar. Þetta myndband var tekið á meðan allir fóru í mat nema hann. Þetta tók solid korter,“ segir Sveppi en þeir félagarnir hafa mikla skákreynslu. „Við sátum hlið við hlið í skák í Breið- holtsskóla. Helgi Áss skákmeist- ari var með okkur í bekk og kenndi okkur líka skák. Okkur finnst gaman að tefla og fannst skemmtilega skrýtið að tefla í myndbandi við sumarslagara.“ - lkg Gefur út sumarslagara með eldgamalli hljómsveit Sveppi er í hljómsveitinni Spilagöldrum en hljómsveitin var stofnuð 199- og eitthvað í Kóngsbakka í Breiðholti. Sumarteiti heitir fyrsta lag sveitarinnar. Ég held að platan verði epískt meistara- stykki. Instant klassík. SKEMMTILEGA SÉRSTAKT Í myndbandi við Sumarteiti tefla þeir Sveppi og Róbert. MYND/SKJÁSKOT „Ég vissi í raun aldrei hvað ég vildi syngja en held ég hafi fundið minn tón í reggíinu,“ segir tónlistarkonan Salka Sól Eyfeld, sem er um þessar mundir í tveimur vinsælum hljómsveitum hér á landi. Hún er söngkona í reggísveitinni Amaba Dama og þá er hún einnig í rappstúlknasveitinni Reykjavíkurdætur. „Það geng- ur vel að samræma þetta, maður finnur alltaf tíma fyrir listina eða það sem maður elskar að gera.“ Amaba Dama hefur átt í nógu að snúast að undan- förnu. „Við erum að vinna á fullu í plötu sem kemur út fyrir jól.“ Hin hljómsveitin, Reykjavíkurdætur, hefur einnig talsvert verið í deiglunni að undanförnu, en er ekki erfitt að vera í hljómsveit með fimmtán stelpum? „Nei, þetta er einn skemmtilegasti hópur sem ég hef verið í. Við erum allar ólíkar en tengjumst samt svo vel, það verður til svo mikil orka þegar við hittumst,“ segir Salka Sól um Reykjavíkurdætur. Hún byrjaði að rappa fyrir hálfgerða slysni. „Ég hafði aldrei ímyndað mér að ég myndi byrja að rappa, því ég hafði bara verið að syngja,“ útskýrir Salka Sól. Hún kom heim til Íslands fyrir um ári, eftir að hafa lagt stund á nám við hljóðmyndagerð í London. „Eftir að ég kom heim vildi ég fara að gera mína eigin tónlist. Það gengur vel, svo vinnum við í Amaba Dama tónlistina saman, þó að Maggi komi með flest- ar hugmyndirnar,“ bætir Salka Sól við. Í sumar mun Salka Sól vera umsjónarmanneskja þáttarins Sumar morgnar á Rás 2, ásamt Dodda litla, en þættirnir koma í staðinn fyrir Virka morgna. „Mig langaði alltaf að verða útvarpskona þegar ég var yngri þannig að þetta verður geðveikt gaman. Þegar ég var yngri var ég gjörn á að taka upp útvarpsþætti á kassettu,“ segir Salka Sól létt í lundu, en þá var hún einnig valin bæjarlistamaður Kópavogsbæjar fyrir skömmu. gunnarleo@frettabladid.is Fann sinn sanna tón í reggítónlistinni Salka Sól Eyfeld er meðlimur í tveimur vinsælum hljómsveitum hér á landi en ásamt því mun hún stýra útvarpsþættinum Sumarmorgnar á Rás 2 í sumar. SYNGJANDI SÆL Salka Sól Eyfeld verður tíður gestur í útvarpi landsmanna í sumar, ásamt því að koma fram með tveimur vinsælum hljómsveitum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Elskan, ég verð alltaf tólf ára.“ MARIAH CAREY Í VIÐTALI VIÐ TÍMARITIÐ OUT. BÆJARLIND 16 - KÓPAVOGUR - SÍMI 553 7100 - WWW.LINAN.IS OPIÐ MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 LAUGARDAGA 11 - 16 GO TT VERÐ GO TT VERÐ YUMI 2 saman í setti kr. 28.700 SMILE - 3ja sæta sófi 217 cm l AÐEINS kr. 187.200 LUIGI - Tungusófi með stillanlegum hnakkapúðum 276 cm l kr. 316.800 GENOVA - 3ja sæta sófi 208 cm l kr. 189.900 Sófi sem hittir beint í mark! Góður fyrir framan sjónvarpið.. You make me smile... 149.900 HM TILBOÐ Púðar sem tekið er eftir... LINE púði kr. 7.900 TRÚLOFAÐI SIG Á ZANZIBAR Söngkonan Una Stefánsdóttir, sem nýverið gaf út plötuna Songbook, er stödd á ferðalagi með unnusta sínum í Tansaníu. Skötuhjúin hafa notið lífsins til hins ýtrasta meðan á ferðalaginu hefur staðið og hafa meðal annars hitt fyrir ljón á förnum vegi. Unnusti Unu, Hlynur Hallgrímsson, nýtti svo tækifærið þegar þau svömluðu í sjónum við Zanzibar og bað um hönd hennar. Hann segist hafa áætlað að biðja hennar á Ökrum í Borgarfirði síðar á árinu en örlögin hafi gripið inn í og sjálft Ind- landshaf varð því fyrir valinu. Hún sagði að sjálfsögðu já. - ssb
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.