Fréttablaðið - 28.06.2014, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 28.06.2014, Blaðsíða 8
28. júní 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 8 STJÓRNMÁL „Það er rangt sem menn hafa haldið fram að það sé ekki hægt að hafa upplýsta umræðu um Evrópumálin og þá spurningu hvort Ísland eigi að vera aðili að sam- bandinu án þess að fyrir liggi samn- ingur við ESB,“ segir Illugi Gunn- arsson menntamálaráðherra. Illugi blés nýju lífi í ESB-umræðuna með ræðu sem hann hélt á Hrafnseyri á þjóðhátíðardaginn. Illugi segir að menn séu allt of fastir í að ræða spurninguna hvern- ig Ísland eigi að aðlaga sig reglu- verki ESB. „Við höfum ekki svarað því sem samfélag hvort við viljum fara inn í evrusamrunann sem er augljós og fyrirsjáanlegur. Það er verið að auka samruna innan evrusvæðisins meðal annars með því að stefna að meiri samruna ríkisfjármála evru- ríkjanna,“ segir Illugi og bætir við að Íslendingar verði að svara því hvort þeir vilji fara inn í slíkt sam- band eða hvort þjóðin telji hags- munum sínum betur borgið á þann hátt. Þetta þurfi að ræða áður en við förum að ræða hvernig samningur getur litið út. „Við þurfum að svara því hvort við viljum taka þátt í þeirri vegferð sem augljós er,“ segir Illugi. – En hvernig á þjóðin að svara þessari spurningu? „Þjóðir hafa svarað þessari spurningu áður en þær sækja um með því að kjósa flokka í meiri- hluta á þjóðþing sín sem leggja áherslu á ESB-aðild og sótt um aðild á grundvelli þess. Annar möguleiki er, eins og Sjálfstæðis- flokkurinn lagði til 2009, að það fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um málið. Þá vöruðu sjálfstæðis- menn við því að það væri farið af stað með umsókn þar sem annar stjórnarflokkurinn var á móti því Ef við lítum til sögunnar þá hefur okkur vegnað ágætlega þó við séum ekki í ESB. Illugi Gunnarsson, mennta- og menn- ingarmálaráðherra ÞRETTÁN ÁRA SKILIN Maimuna Abdullahi á leiðinni heim til sín í Kadúna í Nígeríu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NÍGERÍA, AP Maimuna Abdullahi er aðeins ein af þúsundum stúlkna á barnsaldri sem hafa gengið í gegnum hjónaskilnað í norðaustanverðri Nígeríu. Ýmist flúðu þær sjálfar misnotkun eiginmannsins eða eigin- menn þeirra hentu þeim út. Þegar Maimuna flúði var andlit hennar svo bólgið eftir barsmíðar eiginmannsins að læknar óttuðust að hún væri farin úr kjálkalið. Þá voru bak hennar og handleggir þakin förum eftir svipuhögg, sem faðir hennar veitti henni fyrir að hafa flúið eiginmanninn. Hún er því flúin frá foreldrum sínum og þorir ekki heim: „Ég veit að þau munu neyða mig til að fara aftur til eiginmanns míns,“ segir hún. Hún er, eins og aðrar í sömu sporum, fórnarlamb herferðar öfga- samtakanna Boko Haram, sem hafa krafist þess að stúlkur gangi í hjónaband frekar en að fara í skóla. Samtökin hafa gengið hart fram og rænt hundruðum stúlkna sem sátu á skólabekk. - gb Afleiðingar einstrengingsháttar Boko Haram í Nígeríu: Þúsundir stúlkna eru á flótta MENNTUN Reykjavíkurborg birti í gær niðurstöður PISA-könnun- arinnar árið 2012 eftir grunn- skólum. Fellaskóli kom verst út úr könn- uninni. Tæplega helmingur nem- enda skólans náði ekki fyrsta stigi af sex í stærðfræði. Hildur Björk Svavarsdóttir, sviðstjóri hjá skóla- og frístunda- sviði Reykjavíkurborgar, segir að ekki sé hægt að horfa fram hjá hve margir innflytjendur séu í skólanum. Prófið er þreytt á íslensku en 67 prósent nemenda Fellaskóla eru af erlendu bergi brotnir. Borgarskóli kom best út úr könnuninni. Skólin sameinaðist Engjaskóla árið 2012 og heitir nú Vættaskóli. Jóhanna S. Vilbergs- dóttir, skólastjóri Vættaskóla, þakkar færum kennurum og hópaskiptingu nemenda árangur- inn. „Hóparnir fara mishratt yfir efnið og geta nemendur sjálfir metið í hvaða hópi þeir vilja vera.“ Að mati Hildar á að taka niður- stöðum PISA-könnunarinnar með fyrirvara. Nemendur viti að niður staða könnunarinnar skipti þá engu máli. Vísar Hildur í viðtöl við nemendur að könnuninni lok- inni sem kláruðu prófið eins hratt og mögulegt var til að komast sem fyrst heim. Reykjavík var yfir landsmeðal- tali í könnuninni en Ísland kom almennt ekki vel út úr henni. Les- skilningur, læsi í stærðfræði og náttúrufræði voru undir OECD- meðaltali. - ih, ktd Fellaskóli kom verst út úr PISA-könnuninni en Borgarskóli best og Reykjavík var yfir landsmeðaltali: Próf á íslensku skýrir niðurstöðu í Fellaskóla KOMU VERST ÚT Fjöldi nemenda af erlendum uppruna í Fellaskóla á þátt í að skýra niðurstöður PISA-könnunarinn- ar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HAFNARFJÖRÐUR Hafnarfjarðar- bær hefur auglýst eftir umsókn- um í starf bæjarstjóra. Sjálfstæð- isflokkur og Björt framtíð sitja í nýjum meirihluta bæjarstjórnar eftir sveitarstjórnarkosningar. Á vefsíðu bæjarins segir að umsækjendur þurfi „þekkingu og farsæla reynslu af stjórnun, stefnumótun og rekstri“ sem og „leiðtogahæfileika og hæfni í mannlegum samskiptum“. Umsóknarfrestur er til og með 13. júlí næstkomandi. - bá Samkomulag um leiðtoga: Staða bæjar- stjóra auglýst Vill fá upplýsta um- ræðu um Evrópumál Menntamálaráðherra telur umræðu um Evrópumál á villigötum. Menn séu fastir í að ræða hvernig Ísland eigi að aðlaga sig regluverki ESB. Hann vill ekki tjá sig um hver eigi að verða afdrif umdeildrar tillögu utanríkisráðherra um viðræðuslit. VILL BREYTA UMRÆÐUNNI Illugi Gunnars- son menntamála- ráðherra segir að þjóðin verði að svara þeirri spurningu hvort hún vilji fara inn í evrusamrunann sem sé augljós og fyrirsjáanlegur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA að sækja um en hinn flokkurinn meðmæltur.“ Enda hafi farið svo að umsóknarferlið stöðvaðist. Enn er ekki ljóst hvað verður um afar umdeilda þingsályktunartil- lögu Gunnars Braga Sveinsson- ar utanríkisráðherra um að draga eigi til baka umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Illugi kveðst ekki vilja tjá sig um tillöguna eða hugsanleg afdrif hennar, svarar því einungis til að tillagan sé á forræði utanríkisráðherra. Illugi segir að þjóðin eigi ann- arra kosta völ en að ganga í Evr- ópusambandið. „Ef við lítum til sögunnar þá hefur okkur vegnað ágætlega þó við séum ekki í ESB. Við höfum EES- samninginn og þar með aðgang að innri markaði sambandsins sem skiptir miklu máli. Nýlega höfum við gert fríverslunarsamning við Kína og áfram er unnið á vettvangi EFTA-ríkjanna við gerð fríverslun- arsamninga. Við eigum góð færi á slíkum samningum sem fámenn þjóð sem auðvelt er að semja við. Þegar kemur að utanríkisviðskipt- um þá eru okkur allir vegir færir og það er hægt að halda því fram að við eigum ekki minni möguleika utan ESB en innan.“ johanna@frettabladid.is VIÐSKIPTI „Það er alveg klárt mál að vöruverð kemur til með að lækka hér á landi,“ sagði Mar- grét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, í viðtali um fríverslunarsamning við Kína í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Fríverslunarsamningurinn tekur gildi á þriðjudaginn, en honum er ætlað að bæta viðskipta- kjör milli landanna. Íslensk sjávar- útvegsfyrirtæki segja samninginn því bjóða upp á gríðarleg tækifæri, enda er í honum kveðið á um nið- urfellingu tolla á helstu útflutn- ingsafurðum Íslendinga. Meðal annars verða allar sjávar- afurðir tollfrjálsar, en algengir tollar á þeim eru á bilinu 10 til 12 prósent. „Við fögnum þessum samningi,“ segir Margrét Sanders. „Þetta er eitthvað sem við erum búin að berjast fyrir. Fríverslunarsamn- ingur er mikið hagsmunamál fyrir verslunina, og við teljum að þetta sé leið til lækkunar vöruverðs. Þannig að neytendur fagna og við fögnum.“ Hún segist ekki óttast að net- verslun muni aukast á kostnað verslunar hér á landi: „Ef við erum að bjóða samkeppnishæft verð,“ segir hún. „Þá fáum við fleiri inn í verslanirnar og þá fjölgar starfs- fólki og allir hagnast á þessu.“ - gag, gb Formaður SVÞ fagnar fríverslunarsamningnum við Kína: Segir að vöruverð lækki hér MARGRÉT SANDERS Formaður Samtaka verslunar og þjónustu segir fríverslunarsamninga mikið hagsmuna- mál fyrir verslunina. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Flísasagir og -skerar Drive LG3-70A 1800W flísasög 86x57cm borð kr. 139.900 Drive DIY 430mm flísaskeri kr. 3.990 Drive DIY 500mm flísaskeri kr. 8.990 k 21 990 Drive Pro 600mm flísaskeri kr. 14.990 r. . Drive Pro 600mm flísaskeri í tösku Drive LG4-570A 800W flísasög 79x39cm borð kr. 39.900 Drive flísasög 600W kr. 9.290
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.