Fréttablaðið - 28.06.2014, Blaðsíða 96

Fréttablaðið - 28.06.2014, Blaðsíða 96
28. júní 2014 LAUGARDAGUR| SPORT | 48 Mörkin: 1-0 Atli Guðnason (22.), 1-1 Sjálfsmark Kassim Doumbia (58.), 2-1 Atli Guðnason, víti (90.+1). FH (4-4-2): Róbert Örn Óskarsson 7 - Jón Ragnar Jónsson 6, Pétur Viðarsson 7, Kassim Doumbia 7, Böðvar Böðvarsson 6 - Ólafur Páll Snorrason 4 (83. Emil Pálsson -), Samuel Hewson 6, Davíð Þór Viðarsson 6 (75. Hólmar Örn Rúnarsson -), *Atli Guðnason 8 - Atli Viðar Björnsson 6, Kristján Gauti Emilsson 6 (83. Ingimundur Níels Óskarsson -). VALUR (4-3-3): Fjalar Þorgeirsson 6 - Gunnar Gunnarsson 5, Mads Lennart Nielsen 7, Magnús Már Lúðvíksson 7, Bjarni Ólafur Eiríksson 7 - Haukur Páll Sigurðsson 3 (83. Andri Fannar Stefánsson -), Halldór Hermann Jónsson 4, Iain James Williamson 5 - Sigurður Egill Lárusson 5 (75. Arnar Sveinn Geirsson -), Kristinn Freyr Sigurðsson 5 (46. Kolbeinn Kárason 5), Kristinn Ingi Halldórsson 4. Skot (á mark): 13-6 (4-2) Horn: 8-4 Varin skot: Róbert Örn 1 - Fjalar 2. FH er með tveggja stiga forskot á Stjörnuna á toppi Pepsi-deildar karla í fótbolta. 2-1 Kaplakrikav. Áhorf: Óuppgef. Kristinn Jakobsson (8) Mörkin: 1-0 Ásgeir Marteinsson (3.), 1-1 Jeppe Hansen (65.), 1-2 Jeppe Hansen (82.). Rautt spjald: Atli Jóhannsson, Stjörnunni (35.). FRAM (4-3-3): Ögmundur Kristinsson 8 - Orri Gunnarsson 5, Jóhannes Karl Guðjónsson 3, Tryggvi Sveinn Bjarnason 5 (77., Halldór Arnarson -), Ósvald Jarl Traustason 5 - Hafsteinn Briem 6, Viktor Bjarki Arnarsson 6, Ásgeir Marteinsson 5 (65., Aron Þórður Albertsson 5) - Haukur Baldvins- son 4, Arnþór Ari Atlason 5, Björgólfur Takefusa 3 (71., Alexander Már Þorláksson-). STJARNAN (4-4-2): Ingvar Jónsson 6 - Niclas Vemmelund 6, Martin Rauschenberg 7, Daníel Laxdal 5, Hörður Árnason 7 - Atli Jóhannsson 4, Michael Præst 6, Arnar Már Björgvinsson 5 (67., Garðar Jóhansson 5), Ólafur Karl Finsen 7 - Veigar Páll Gunnarsson 6, *Jeppe Hansen 8. Skot (á mark): 9-8 (6-8) Horn: 8-8 Varin skot: Ögmundur 6 - Ingvar 4 Jeppe Hansen lék sinn síðasta leik fyrir Stjörnuna en hann er búinn að semja við danska b-deildarliðið Frederica. Jeppe skoraði í fjórum síðustu deildar leikjum sínum með Stjörnunni og alls 6 í 9 leikjum í Pepsi-deildinni. 1-2 Laugardalsv. Áhorf: 580 Þorvaldur Árnason (7) Allt um HM á Vísi Sextán liða úrslitin á HM í fóbolta í Brasilíu fara fram næstu fjóra daga og eru tveir leikir spilaðir á hverjum degi frá laugardegi til þriðjudags. Átta liða úrslitin hefjast síðan á föstudaginn eftir tæpa viku. Sigurvegarar leikja sama dags í sextán liða úrslitunum mætast í átta liða úrslitunum. LEIKIRNIR Í 16 LIÐA ÚRSLITUM HM 2014: Í dag: 16.00 Brasilía-Síle 20.00 Kólumbía-Úrúgvæ. Á morgun: 16.00 Holland-Mexíkó 20.00 Kosta Ríka-Grikkland. Mánudagur 30. júní: 16.00 Frakkland-Nígería 20.00 Þýskaland-Alsír. Þriðjudagur 1. júlí: 16.00 Argentína-Sviss 20.00 Belgía-Bandaríkin. AF HVERJU ER HM 2014 SVONA SKEMMTILEG? Frábærri riðlakeppni er lokið á HM í fót- bolta í Brasilíu og Fréttablaðið fann til átta ástæður af hverju heimsmeistara- keppnin í Brasilíu er svona vel heppnuð. FÓTBOLTI Fótboltinn á HM í Brasilíu hefur unnið hug og hjörtu heimsbyggðarinnar, enda var okkur boðið í mikla knatt- spyrnuveislu þar sem nóg var af mörkum og nóg af dramatík. Spennan ætti alls ekki að minnka þegar útsláttarkeppnin fer í gang en þær sextán þjóðir sem standa uppréttar eftir riðla- keppnina sjá nú sjálfan heimsmeistaratitilinn í hillingum. Sextán þjóðir eru nú aðeins fjórum sigrum frá því að hand- leika hinn eftirsótta heimsmeistarabikar. 1. Fullt af mörkum Það voru skoruð 136 mörk í riðla- keppninni eða aðeins níu mörkum minna en í allri heimsmeistara- keppninni fyrir fjórum árum og það eru enn sextán leikir eftir. Það þarf að fara langt aftur til að finna aðra eins markaveislu á HM. 2. Nóg af dramatík og spennu Það hefur ekki vantað dramatíkina í leiki riðlakeppn- innar enda virtist alltaf vera von á einhverju. Margir leikjanna snerust líka við á lokakafl- anum og stór þáttur í því var að vara- menn hafa aldrei skorað svona mörg mörk á HM. 3. Stóru liðin ekki örugg Fjórar þjóðir í efstu tíu sætunum á FIFA-listanum komust ekki áfram úr sínum riðlum og heims- og Evr- ópumeistarar Spánverja voru úr leik eftir aðeins tvo leiki. 4. Skemmtilegt spútniklið Það er líka nóg af liðum sem hafa komið á óvart á HM með skemmti- legri spilamennsku og frábæru gengi en ekkert meira en lið Kól- umbíumanna sem vann alla sína leiki. Liðið sem mætti til leiks án stærstu stjörnu sinnar er þegar betur er að gáð uppfullt af fram- tíðarstjörnum fótboltaheimsins. Hver hreifst heldur ekki af fram- göngu Kostaríkumanna í einum af erfiðasta riðli keppninnar? 5. Stórstjörnurnar standa sig Margir bestu fótboltamenn heims- ins hafa ekki kiknað undan press- unni á stærsta sviðinu. Barcelona- snillingarnir Neymar og Lionel Messi hafa báðir skorað fjögur flott mörk og farið fyrir sínum liðum og þá hefur hollenska tvíeyk- ið Robin van Persie og Arjen Robb- en verið illviðráðanlegt á mótinu til þessa. 6. Söngvarnir heyrast á ný Knattspyrnu- áhugafólk- ið þarf ekki að pirra sig á vuvuzela- suðinu lengur og fær þess í stað söngva stuðnings- mannanna og kjötkveðjuhá- tíðarstemn- inguna á pöllunum heim í stofu. Að upplifa tilfinningaríka þjóðsöngva Ameríkuþjóðanna fyrir leik er orð- inn ómissandi hluti af leikjunum. 7. Við Íslendingar eigum fulltrúa Aron Jóhannsson varð fyrsti Íslendingurinn til að spila á HM þegar hann kom inn á sem vara- maður í fyrsta leik bandaríska landsliðsins. Aron hefur ekki fengið tækifærið í síðustu tveimur leikjum en íslenska þjóðin bíður spennt eftir því að Jürgen Klins- mann gefi honum tækifærið á ný. 8. Vel heppnaðar nýjungar Það má ekki heldur gleyma tveim- ur vel heppnuðum nýjungum FIFA á HM í ár. Marklínutæknin sannaði gildi sitt og dómaraspreyið hefur síðan vakið verðskuldaða athygli og er frábær og sniðug lausn á leiðindavandamáli. Sumir dómar- ar þurftu reyndar tíma til að læra á spreyið en eftir nokkra froðu- hóla og spreylínur yfir skó eru þeir flestir farnir að fullkomna listina að nýta spreyið. ooj@frettabladid.is 20% AFSLÁTTUR AF DEEP HEAT OG FREEZE 3. JÚNÍ TIL 30. JÚNÍ Á Eurosport eru þrír þættir um HM í Brasilíu á hverjum degi. Ítarleg og vönduð umfjöllun um skemmtilegustu keppni í heimi. Tryggðu þér Sportpakka SkjásHeims á aðeins 1.490 kr. á mánuði eða aðeins 990 kr. fyrir áskrifendur SkjásEins. TRYGGÐU ÞÉR ÁSKRIFT | SKJARINN.IS | 595 6000 SPORT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.