Fréttablaðið - 28.06.2014, Síða 96
28. júní 2014 LAUGARDAGUR| SPORT | 48
Mörkin: 1-0 Atli Guðnason (22.), 1-1 Sjálfsmark
Kassim Doumbia (58.), 2-1 Atli Guðnason, víti
(90.+1).
FH (4-4-2): Róbert Örn Óskarsson 7 - Jón Ragnar
Jónsson 6, Pétur Viðarsson 7, Kassim Doumbia
7, Böðvar Böðvarsson 6 - Ólafur Páll Snorrason
4 (83. Emil Pálsson -), Samuel Hewson 6, Davíð
Þór Viðarsson 6 (75. Hólmar Örn Rúnarsson
-), *Atli Guðnason 8 - Atli Viðar Björnsson 6,
Kristján Gauti Emilsson 6 (83. Ingimundur Níels
Óskarsson -).
VALUR (4-3-3): Fjalar Þorgeirsson 6 - Gunnar
Gunnarsson 5, Mads Lennart Nielsen 7, Magnús
Már Lúðvíksson 7, Bjarni Ólafur Eiríksson 7
- Haukur Páll Sigurðsson 3 (83. Andri Fannar
Stefánsson -), Halldór Hermann Jónsson 4, Iain
James Williamson 5 - Sigurður Egill Lárusson
5 (75. Arnar Sveinn Geirsson -), Kristinn Freyr
Sigurðsson 5 (46. Kolbeinn Kárason 5), Kristinn
Ingi Halldórsson 4.
Skot (á mark): 13-6 (4-2) Horn: 8-4
Varin skot: Róbert Örn 1 - Fjalar 2.
FH er með tveggja stiga forskot á Stjörnuna á
toppi Pepsi-deildar karla í fótbolta.
2-1
Kaplakrikav.
Áhorf: Óuppgef.
Kristinn
Jakobsson (8)
Mörkin: 1-0 Ásgeir Marteinsson (3.), 1-1 Jeppe
Hansen (65.), 1-2 Jeppe Hansen (82.).
Rautt spjald: Atli Jóhannsson, Stjörnunni (35.).
FRAM (4-3-3): Ögmundur Kristinsson 8 - Orri
Gunnarsson 5, Jóhannes Karl Guðjónsson 3,
Tryggvi Sveinn Bjarnason 5 (77., Halldór Arnarson
-), Ósvald Jarl Traustason 5 - Hafsteinn Briem 6,
Viktor Bjarki Arnarsson 6, Ásgeir Marteinsson 5
(65., Aron Þórður Albertsson 5) - Haukur Baldvins-
son 4, Arnþór Ari Atlason 5, Björgólfur Takefusa 3
(71., Alexander Már Þorláksson-).
STJARNAN (4-4-2): Ingvar Jónsson 6 - Niclas
Vemmelund 6, Martin Rauschenberg 7, Daníel
Laxdal 5, Hörður Árnason 7 - Atli Jóhannsson 4,
Michael Præst 6, Arnar Már Björgvinsson 5 (67.,
Garðar Jóhansson 5), Ólafur Karl Finsen 7 - Veigar
Páll Gunnarsson 6, *Jeppe Hansen 8.
Skot (á mark): 9-8 (6-8) Horn: 8-8
Varin skot: Ögmundur 6 - Ingvar 4
Jeppe Hansen lék sinn síðasta leik
fyrir Stjörnuna en hann er búinn að semja við
danska b-deildarliðið Frederica. Jeppe skoraði
í fjórum síðustu deildar leikjum sínum með
Stjörnunni og alls 6 í 9 leikjum í Pepsi-deildinni.
1-2
Laugardalsv.
Áhorf: 580
Þorvaldur
Árnason (7)
Allt um HM á Vísi
Sextán liða úrslitin á HM í fóbolta í Brasilíu fara
fram næstu fjóra daga og eru tveir leikir spilaðir
á hverjum degi frá laugardegi til þriðjudags.
Átta liða úrslitin hefjast síðan á föstudaginn
eftir tæpa viku. Sigurvegarar leikja sama
dags í sextán liða úrslitunum mætast í átta liða
úrslitunum.
LEIKIRNIR Í 16 LIÐA ÚRSLITUM HM 2014:
Í dag: 16.00 Brasilía-Síle 20.00 Kólumbía-Úrúgvæ.
Á morgun: 16.00 Holland-Mexíkó 20.00 Kosta Ríka-Grikkland.
Mánudagur 30. júní: 16.00 Frakkland-Nígería 20.00 Þýskaland-Alsír.
Þriðjudagur 1. júlí: 16.00 Argentína-Sviss 20.00 Belgía-Bandaríkin.
AF HVERJU ER
HM 2014 SVONA
SKEMMTILEG?
Frábærri riðlakeppni er lokið á HM í fót-
bolta í Brasilíu og Fréttablaðið fann til
átta ástæður af hverju heimsmeistara-
keppnin í Brasilíu er svona vel heppnuð.
FÓTBOLTI Fótboltinn á HM í Brasilíu hefur unnið hug og hjörtu
heimsbyggðarinnar, enda var okkur boðið í mikla knatt-
spyrnuveislu þar sem nóg var af mörkum og nóg af dramatík.
Spennan ætti alls ekki að minnka þegar útsláttarkeppnin fer
í gang en þær sextán þjóðir sem standa uppréttar eftir riðla-
keppnina sjá nú sjálfan heimsmeistaratitilinn í hillingum.
Sextán þjóðir eru nú aðeins fjórum sigrum frá því að hand-
leika hinn eftirsótta heimsmeistarabikar.
1. Fullt af mörkum
Það voru skoruð 136 mörk í riðla-
keppninni eða aðeins níu mörkum
minna en í allri heimsmeistara-
keppninni fyrir fjórum árum og
það eru enn sextán leikir eftir. Það
þarf að fara langt aftur til að finna
aðra eins markaveislu á HM.
2. Nóg af dramatík og spennu
Það hefur ekki
vantað dramatíkina
í leiki riðlakeppn-
innar enda virtist
alltaf vera von á
einhverju. Margir
leikjanna snerust
líka við á lokakafl-
anum og stór þáttur
í því var að vara-
menn hafa aldrei
skorað svona mörg
mörk á HM.
3. Stóru liðin ekki örugg
Fjórar þjóðir í efstu tíu sætunum á
FIFA-listanum komust ekki áfram
úr sínum riðlum og heims- og Evr-
ópumeistarar Spánverja voru úr
leik eftir aðeins tvo leiki.
4. Skemmtilegt spútniklið
Það er líka nóg af liðum sem hafa
komið á óvart á HM með skemmti-
legri spilamennsku og frábæru
gengi en ekkert meira en lið Kól-
umbíumanna sem vann alla sína
leiki. Liðið sem mætti til leiks án
stærstu stjörnu sinnar er þegar
betur er að gáð uppfullt af fram-
tíðarstjörnum fótboltaheimsins.
Hver hreifst heldur ekki af fram-
göngu Kostaríkumanna í einum af
erfiðasta riðli keppninnar?
5. Stórstjörnurnar standa sig
Margir bestu fótboltamenn heims-
ins hafa ekki kiknað undan press-
unni á stærsta sviðinu. Barcelona-
snillingarnir Neymar og Lionel
Messi hafa báðir skorað fjögur
flott mörk og farið fyrir sínum
liðum og þá hefur hollenska tvíeyk-
ið Robin van Persie og Arjen Robb-
en verið illviðráðanlegt á mótinu
til þessa.
6. Söngvarnir heyrast á ný
Knattspyrnu-
áhugafólk-
ið þarf ekki
að pirra sig
á vuvuzela-
suðinu lengur
og fær þess í
stað söngva
stuðnings-
mannanna og
kjötkveðjuhá-
tíðarstemn-
inguna á pöllunum heim í stofu. Að
upplifa tilfinningaríka þjóðsöngva
Ameríkuþjóðanna fyrir leik er orð-
inn ómissandi hluti af leikjunum.
7. Við Íslendingar eigum fulltrúa
Aron Jóhannsson varð fyrsti
Íslendingurinn til að spila á HM
þegar hann kom inn á sem vara-
maður í fyrsta leik bandaríska
landsliðsins. Aron hefur ekki
fengið tækifærið í síðustu tveimur
leikjum en íslenska þjóðin bíður
spennt eftir því að Jürgen Klins-
mann gefi honum tækifærið á ný.
8. Vel heppnaðar nýjungar
Það má ekki heldur gleyma tveim-
ur vel heppnuðum nýjungum FIFA
á HM í ár. Marklínutæknin sannaði
gildi sitt og dómaraspreyið hefur
síðan vakið verðskuldaða athygli
og er frábær og sniðug lausn á
leiðindavandamáli. Sumir dómar-
ar þurftu reyndar tíma til að læra
á spreyið en eftir nokkra froðu-
hóla og spreylínur yfir skó eru þeir
flestir farnir að fullkomna listina
að nýta spreyið. ooj@frettabladid.is
20% AFSLÁTTUR
AF DEEP HEAT OG FREEZE
3. JÚNÍ TIL 30. JÚNÍ
Á Eurosport eru þrír þættir um HM í Brasilíu á hverjum degi.
Ítarleg og vönduð umfjöllun um skemmtilegustu keppni í heimi.
Tryggðu þér Sportpakka SkjásHeims á aðeins 1.490 kr. á
mánuði eða aðeins 990 kr. fyrir áskrifendur SkjásEins.
TRYGGÐU ÞÉR ÁSKRIFT | SKJARINN.IS | 595 6000
SPORT