Fréttablaðið - 28.06.2014, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 28.06.2014, Blaðsíða 26
28. júní 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 26 1. Elsta verstöð landsins Sjóminjasafnið í Ósvör í Bolungarvík hefur verið nefnd elsta verstöð landsins og víst er að þar hefur verið útræði frá upphafi Íslands- byggðar. Þar er verbúð, salthús, fiskihjallar, sexæringur, dráttarspil, fiskireitur og úti- hjallar. Inni við eru munir sem tilheyra ára- bátatímanum, skinnklæði sjómanna og ýmis verkfæri og munir sem voru vermönnum nauðsynlegir til daglegra nota. Skemmtilegt og fróðlegt safn að skoða með fjölskyldunni. Listaverk í miðri náttúrunni: Það er ómiss- andi hluti af ferðalagi um Vestfirði að koma við í Selárdal við Arnarfjörð. Þar eru göngu- leiðir yfir í Tálknafjörð. Einnig er gaman að koma við í Brautarholti í Selárdal þar sem er að finna fjölmörg verk eftir bóndann og einn frægasta alþýðulistmann Íslands í seinni tíð, Samúel Jónsson. 2. Eyjaferð Það er kjörið að fara hálftíma bátsferð frá Ísa- firði út í eyjuna Vigur í Ísafjarðardjúpi. Á eyj- unni er hægt að skoða fjölbreytt fuglalíf þar sem ýmsar tegundir þrífast vel í sínu náttúru- lega og ósnortna umhverfi. Einnig er gaman að koma við í einu af minnstu pósthúsum í Evrópu og senda eins og eitt póstkort heim. 3. Afskekktur staður Ingjaldssandur er dalur við Önundarfjörð milli Barða og Hrafnaskálanúps. Þangað er gaman að koma en vegur liggur til Ingjalds- sands út með Dýrafirði hjá Núpi fram hjá Gerðhamradal og um Sandheiði. Þar er bær- inn Sæból, gamall kirkjustaður, en Guðjón Samúelsson teiknaði núverandi kirkju og var hún vígð 1928. Sæból er svokallaður síðasti bærinn í dalnum en ábúendur búa við hálf- gerða vetrareinangrun yfir köldustu mánuði ársins. 4. Stórt sjávarbjarg Látrabjarg er þverhnípt fuglabjarg og þar er einn vestasti tangi landsins, Bjargtangi. Látrabjarg er stærsta sjávarbjarg landsins og hefur að geyma stórbrotið fuglalíf sem ævintýralegt er að fylgjast með. Fjölmargar gönguleiðir eru um svæðið sem eru miserf- iðar. 5. Galdrar á Ströndum Galdrasafnið á Hólmavík er skemmtilegt fyrir unga sem aldna. Áhugavert er að fræð- ast um sögu galdra á þessum slóðum en Strandir eru órjúfanlega tengdar galdrafári 17. aldar og eru þeirri sögu gerð skil á Galdra- safninu. Rauðir sandar og djúpir firðir Margir vilja meina að Vestfirðir séu best geymda leyndarmál landsins. Náttúran er í aðalhlutverki á þessum slóðum en fjölbreytt úrval er af alls kyns forvitnilegum stöðum til að sækja heim á ferð milli fjarðanna. Heitar náttúrulaugar, sjóminjasafn, eyjaferð innan um ósnortið fuglalíf, galdrafár og þverhnípt fuglabjörg. VESTFIRÐIR ÚTIVIST OG AFÞREYING 7. Simbahöllin á Þingeyri Gömul matvöruverslun á Þing- eyri þar sem starfrækt er kaffihús á sumrin. Samhliða kaffihúsinu er hestaleiga og einnig eru skipu- lagðir göngu- og hjólatúrar í nátt- úrunni í kring. Aðalréttur kaffi- hússins er belgískar vöfflur með heimalagaðri rabarbarasultu og rjóma. OPNUNARTÍMAR: 1.-15. júní: 12.00-16.00, 16. júní-15.ágúst: 10.00- 22.00, 16.-30.ágúst:12.00-18.00 8. Tjöruhúsið Margrómaður veitingastaður í Neðstakaupstað í Ísafirði. Þar er daglega borinn fram glænýr fiskur, í bókstaflegri merkingu enda stutt í höfnina, í hádeginu og kvöldin. Veitingastaðurinn er staðsettur í einu elsta húsi bæjar- ins og hægt að sitja bæði inni og úti í fallegu umhverfi. OPNUNARTÍMAR: Mán.-sun.: 12.00-14.00, 18.30-22.00 9. Stúkuhúsið á Patreksfirði Notalegt kaffihús sem er stað- sett á góðum útsýnisstað nálægt sundlauginni á Patreksfirði. Þar má finna ilmandi kaffi og nýbak- að sætabrauð í bland við ljúf- fenga rétti og súpu dagsins. OPNUNARTÍMAR: 11.00-23.00 alla daga yfir sumartímann. Neytum og njótum Heimabakað í bland við nýveiddan fisk Tónlist fyrir alla fjölskylduna 6. Rauðisandur-festival Tónlistarhátíð við strand- lengjuna í Vestur-Barða- strandarsýslu dagana 3-6. júlí næstkomandi. Þar koma fram erlendir og innlendir listamenn á borð við Sam Amidon, Emilíönu Torrini, Lay Low, Moses Hightower, Ylju, Amaba Dama og Pascal Pinon. Auk tónlistardagskrár er sem fyrr boðið upp á ýmis- legt annað eins og fjallgöngur með leiðsögn, jóga á sand- inum, sandkastalakeppni og galdrastundir með seiðkonu. Í ár verður teymi viðarhöggs- listamanna með opna vinnu- stofu á sandinum sem allir mega taka þátt í, auk sela- skoðunar á sandinum með leiðsögn fyrir alla fjölskyld- una. Sundlaugar á svæðinu: Buslað í náttúrunni 10. Drangsnes Sundlaugin er með gott útsýni yfir svæð- ið. Laugin var byggð árið 2005 og er 12,5 m löng. Þar er að auki heitur pottur, gufu- bað og krakkapollur. 11. Reykjanes við Djúp Í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp er að finna sundlaug sem byggð var árið 1925 í stærð ólympíu- laugar og er fyllt með náttúru- lega heitu vatni. Laugin er eins og stór heitur pottur og ómótstæðileg á björtum sumarkvöldum með útsýni yfir Djúpið. Reykjanes er eitt fárra jarðhitasvæða á Vestfjörðum og þar þrífst mikið fugla- og dýra- líf sem er kjörið fyrir hvers kyns náttúruunnendur. Hótel er svo starfrækt í gamla heimavistarskólanum við hliðina á lauginni. Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is Útivist Fjölbreytt fuglalíf í bland við kyngimagnaða galdra á Ströndum 1 4 2 6 5 7 8 9 10 113 11 2 8 M YN D /ÁG Ú ST ATLASO N M YN D /ÁG Ú ST ATLASO N MYND/ÁGÚST ATLASON MYND/ÁGÚST ATLASON 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.