Fréttablaðið - 28.06.2014, Blaðsíða 104
NÆRMYND
Unnsteinn Manuel
Stefánsson
tónlistarmaður
Unnsteinn Manuel Stefánsson ætti að vera
flestum Íslendingum kunnur en hann hefur
sungið með mörgum af fremstu tónlistar-
mönnum þjóðarinnar, þá mest sem for-
sprakki hljómsveitarinnar Retro Stefson.
Hann hóf í vikunni sólóferil sinn undir
nafninu Uni Stefson með laginu Enginn
grætur.
Hvað skal segja um drenginn, hann er
náttúruleg afskaplega yndislegur og
mikil gleði að fá að vera með honum.
Alltaf verið afskaplega ljúfur og sér-
staklega afslappaður, alveg
frá því hann var lítið barn.
Ég hef mikla trú á honum
og mér finnst það jákvætt
að honum takist að
vara sig á hégóm-
anum.
Stefán Unnsteins-
son, faðir
Hann er frábær maður og þenkjandi.
Alltaf til í að hjálpa og hlusta. Ástrík-
ari mann er ekki hægt að finna þrátt
fyrir að vera „hopeless romantic“.
Einn klárasti tónlistarmaður sem ég
hef kynnst. Það hefur
verið fínt að vinna með
honum í gegnum árin og
ég hlakka til samstarfs
næstu áratugi.
Logi Pedro Stefánsson,
bróðir
Unnsteinn er mjög fallegur að utan
sem innan. Hann er mjög ákveðinn í
því sem hann er að gera og stálminn-
ugur, gleymir aldrei neinum, allra
síst vinum sínum. Svo fyrirlítur hann
óréttlæti og er fullkomlega laus við
fordóma. Hann er með
fáránlega góða nær-
veru og ég hlakka til að
vera vinkona hans um
ókomin ár.
Sigríður Ólafsdóttir,
vinkona
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR · SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 DREIFING: dreifing@postdreifing.is
EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060
VÍSIR
RITSTJÓRN 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja
Opið allan sólarhringinn
í Engihjalla,
Vesturbergi og
Arnarbakka
RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • WWW.SM.IS
FÁÐU ÞRÁÐLAUSAN
AÐGANG AÐ
TÓNLISTINNI
Í ÖLLUM
HERBERGJUM