Fréttablaðið - 28.06.2014, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 28.06.2014, Blaðsíða 24
28. júní 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 24 Michael Jackson keypti búgarðinn árið 1988.Reglulega skjóta sögusagnir upp kollinum um að Neverland verði breytt í eins konar safn til minningar um popp- kónginn líkt og Graceland, glæsihýsið sem Elvis Presley kallaði heimili sitt. Fjölskylda Jacksons hefur hins vegar vísað þessum sögum á bug. Poppkóngurinn eignaðist þrjú börn: Michael Joseph Jackson, Jr., betur þekktan sem Prince Michael Jackson I, sautján ára, Paris-Michael Katherine Jackson, sextán ára og Prince Michael „Blanket“ Jackson II, tólf ára. Eldri börnin tvö átti Michael með Debbie Rowe en ekki er ljóst hver móðir Blankets er. Eftir andlát goðsins fékk móðir hans, Kath- erine, forræði yfir börnunum þremur en Debbie fékk heimsóknarrétt. Árið 2012 skiptu Katherine og T.J. Jackson, sonur Titos Jackson, bróður Michaels, með sér for- ræði yfir þeim. Prince varð fréttamaður hjá Entertainment Tonight árið 2013. Hann þreytti frum- raun sína í leiklist í sjónvarps- seríunni 90210 sama ár og hefur lýst því yfir að hann vilji leika meira. Paris vill líka feta leiklistar- brautina og leikur í Lundon‘s Bridge and the Three Keys sem er væntanleg á næsta ári. Árið 2013 reyndi hún að fremja sjálfsvíg með því að gleypa tuttugu verkjatöflur og skera úlnlið sinn með kjötsaxi. Í kjölfarið var hún send í meðferð í heimavistarskólanum Diamond Ranch Academy í Utah. Prince, Paris og Blanket, ásamt ömmu sinni, settu saman heimild- armyndina Remembering Michael árið 2013 sem var hægt að horfa á á netinu gegn tíu dollara gjaldi. Ég man að ég fraus um stund og trúði ekki mínum eigin eyrum og síðan helltist yfir mig eins konar tóm sem er erfitt að lýsa. Erla Gunnarsdóttir aðdáandi POPP- KÓNGURINN LIFIR Fimm ár eru síðan poppkóngurinn Michael Jackson lést fyrir aldur fram. Þegar hann dó var hann á barmi gjaldþrots en síðan hann féll frá hefur hann þénað tæplega áttatíu milljarða króna– meira en nokkur núlifandi listamaður á svo skömmum tíma. Þó kóngurinn sé allur þá blómstrar vörumerkið Michael Jackson. „Ég gleymi aldrei stað og stund þegar ég frétti af andláti poppkóngsins en það var í tíufréttum Sjónvarpsins og Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir kom því að í lok fréttatímans að fregnir hermdu að Michael Jackson hefði látist á heim- ili sínu,“ segir fjölmiðlafræðingurinn Erla Gunnarsdóttir, einn gallharðasti aðdáandi Michaels Jackson. „Ég man að ég fraus og trúði ekki mínum eigin eyrum og síðan helltist yfir mig eins konar tóm sem er erfitt að lýsa. Síðan kom sorgin í öllu sínu veldi og ég fór til baka til æskuára í huganum en ég var ekki nema níu ára þegar hann varð að átrúnaðargoði mínu fyrir lífstíð.“ Erla náði þó að gera gott úr hlutunum, þó draumar henn- ar um að hitta poppgoðið hefðu orðið að engu á augabragði, og hyllti kónginn eins og henni einni er lagið. „Það var ekkert annað að gera en að hóa æskuvinkon- unum heim í erfidrykkju. Þar var kóngsins minnst með dansi og söng á pallinum fram á nótt og að sjálfsögðu voru tekin fram nokkur gömul plaköt til að skreyta veggi og borð með,“ segir Erla með bros á vör. Hún keypti sér miða á tónleika Jacksons í London sem voru hluti af tónleikaferðalaginu This Is It sem átti að hefjast 13. júlí árið 2009. „Ég á tónleikamiðann enn og held mikið upp á hann og mér fróðari menn segja að hann geti orðið verðmætur þegar fram líða stundir. Hóaði vinkonum saman í erfi drykkju MIÐINN SEM ALDREI VAR NOTAÐUR Erla með tónleikamiðann. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Ég var að dansa á Borginni 1980 þegar Don’t Stop ’Till You Get Enough kom allt í einu ofan úr loftinu. Í miðju pönki og nýbylgju var það eins og tónlist frá öðrum hnetti en ég heillaðist strax. Þetta var svo allt annað grúv,“ segir rithöfundurinn Hall- grímur Helgason sem heldur mikið upp á poppgoð- ið. Hann var svo heppinn að sjá Jackson á tónleik- um í Madison Square Garden í New York. „Það var Bad-túrinn og ég var eini hvíti maður- inn í salnum, fyrir utan hann sjálfan, en hann var farinn að fölna vel þá. Síðan hvarf hann lengra og lengra inn í sérviskuþokuna og var orðinn síð- asta sort undir lokin en bjargaði sér með því að deyja. Þá tók almenningur við sér og hann varð loks viðurkenndur alla leið, líka af popp-fræðing- unum,“ segir Hallgrímur. Hann var í Hrísey þegar hann fékk fregnir af andláti stjörnunnar en dóttir hans var með á hreinu af hverju hann lést. „Daginn eftir vaknaði dóttir mín, þá 4 ára, með útskýringu á dauða hans sem hún endurtók allt sumarið: „Hann dó af því hann dansaði svo mikið!“ Fyrir mér var hann mikill gleðigjafi og dæmi um snilld í sínum geira,“ en uppáhaldslag rithöfundarins er Workin’ Day and Night. „Hann dó af því hann dansaði svo mikið!“ HEILLAÐIST STRAX Hallgrímur heldur mikið upp á Jackson. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Vörumerkið Michael Jackson hefur blómstrað frá því hann lést eins og kemur fram í nýrri bók, Michael Jackson Inc., eftir Zack Greenburg. Þar kemur fram að vörumerkið hefur halað inn um sjö hundruð milljónir dollara síðan hann lést, tæplega áttaíu milljarða króna. Þó að Jackson hafi þénað á tá og fingri var dánarbú hans í skuld þegar hann lést. Þá tóku skiptaráð- endur dánarbúsins málin í sínar hendur. Samningur var gerður um útgáfu myndarinnar This Is It. Nokkrum mánuðum eftir and- lát hans var einnig skrifað undir plötusamning við Sony upp á sjö plötur á tíu árum. Þá voru gerðir samningar við Cirque du Soleil um sýninguna Michael Jackson: The Immortal World Tour. 79,5 MILLJARÐAR Á FIMM ÁRUM ➜ Michael (2010) Átta af tíu lögum á plötunni voru samin af Michael sjálfum. Flest laganna voru tekin upp á árunum 2007 til 2009. Aðdáendur og fjölskylda Jacksons hafa hins vegar efast um að þrjú lög á plötunni sem tekin voru upp í kjallara Eddie Cascio, Breaking News, Keep Your Head Up og Monster, séu í raun sungin af Michael. Sony hefur vísað þessum ásökunum á bug. Þá voru margir sem gagnrýndu útgáfu plötunnar og héldu því fram að Jack- son hefði verið fullkomnunarsinni og hefði ekki viljað gefa út efni sem væri óklárað. ➜ Xscape (2014) Á plötunni eru áður óútgefin lög eftir poppkónginn en hún hefur að geyma átta lög, þar á meðal Love Never Felt So Good, dúett með Justin Timberlake. Lagið var upp- runalega tekið upp af Michael árið 1983. Platan fór á topp vinsældalista í Bretlandi, Belgíu, Danmörku, Frakk- landi og á Spáni. Í Bandaríkjunum fór platan beint í annað sæti. BÖRNIN Reyndi sjálfsvíg fi mmtán ára NEVERLAND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.