Fréttablaðið - 28.06.2014, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 28.06.2014, Blaðsíða 22
28. júní 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 22 Þetta er mjög erfitt en maður verður að koma þeirri hugsun í gegn að maður getur ekki bjargað öllum og ef við værum ekki þarna myndu fleiri deyja. Við erum að bjarga einhverjum. Gunnhildur Árnadóttir fyllir þrítugt á árinu og á hvergi heima. Eða þannig orðar hún það sjálf, kímin. Nú hefur hún unnið í Malaví, Miðafríkulýðveldinu, Suð- ur-Súdan og Gíneu. Næsti áfanga- staður er Síerra Leóne þar sem hinn skæði ebólufaraldur ræður ríkjum. Hún er starfsmaður hjálp- arsamtakanna Læknar án landa- mæra en á milli erfiðra verkefna nær hún sér niður og starfar sem hjúkrunarfræðingur í heimahjúkr- un í Ósló. Gunnhildur er stödd hér á landi í löngu ákveðnu fríi til að vera við- stödd brúðkaup bestu vinkonunn- ar. Þar tóku kökuskreytingar við af meðhöndlun þeirra sem sýktir eru af ebóluveirunni skæðu í Gíneu. Starfinu sem flökkuhjúkrunar- fræðingur fylgir það að erfitt er að skipuleggja sig fram í tímann. Sér- staklega núna en Gunnhildur þurfti að vera í hálfgerðri sóttkví í Ósló í 21 dag áður en hún kom heim til að ganga úr skugga um að hún hefði ekki sýkst af veirunni. Hún viður- kennir að það geti verið erfitt að sameina þessa tvo heima. „Maður má ekki gleyma lífinu sem maður á hérna heima og detta inn í þennan flökkuheim. Það er nefnilega mjög auðvelt,“ segir hún og heldur áfram: „Það getur verið snúið að sameina þetta tvennt og þetta er heimur sem maður skilur ekki nema hafa prófað. Þegar ég tala við vinkonur mínar og þær spyrja: Hvernig var úti? svara ég yfirleitt: Bara fínt. Ef ég segði frá vinnudögunum í smáatriðum myndi ég örugglega gera fólk þung- lynt bara.“ Ætlaði ekki að vera „bara“ hjúkka Hún er fædd í Reykjavík en upp- alin í Hveragerði þar sem Gunn- hildur byrjaði ung að vinna í heil- brigðisgeiranum. Faðir hennar, Árni Gunnarson fyrrverandi alþingis- maður, var lengi framkvæmdastjóri Heilsustofnunar NLFÍ í Hvera- gerði þar sem Gunnhildur byrjaði snemma að ganga í öll verk. Hún fór í Kvennaskólann og tók svo snögg- lega ákvörðun um að læra hjúkrun á Akureyri án þess að eiga neinar rætur þangað að rekja. „Ég sé sko ekki eftir þeirri skyndiákvörðun yfir morgunmatnum. Akureyri er yndislegur bær og gott að búa þar. Ég eignaðist marga af mínum bestu vinum í dag þar.“ Gunnhildur ætlaði aldrei að vera „bara hjúkka“ eins og hún orðar það og var stefnan tekin á ljósmóð- urnám. Eftir fjögur ár í námi var hún hins vegar komin með nóg af skóla og gaf sér tvö ár til að vinna áður en hún héldi áfram. Það hafði hins vegar lengi blundað í henni áhugi á hjálparstarfi en faðir henn- ar hafði starfað fyrir Hjálparstofn- un Kirkjunnar í Eþíópíu. Það varð úr að haustið 2008 hélt hún ásamt vinkonu sinni til Malaví fyrir milli- göngu Hjálparstofnunar kirkjunnar í sjálfboðastarf. „Við vorum búnar að safna og leggja fyrir ferðinni í langan tíma og ætluðum að vera í sex mánuði. Eins og allir muna var haustið 2008 alræmt á Íslandi og eftir október varð dvölin allt í einu helmingi dýrari fyrir okkur,“ segir Gunnhildur sem kom fyrr heim frá Malaví en segist þarna hafa ákveð- ið að vinna í þessum geira. „Ég sá mörg samstök þarna úti sem voru í hjálparstörfum án þess að gera hlutina rétt. Þau voru ekki að kenna fólkinu sjálfbærni og ég hugsaði að það hlyti að vera hægt að gera þetta betur. Þess vegna ákvað ég að sækja um í meistaranám í alþjóðalýð- heilsufræði við Karolinska Institu- tet Í Stokkhólmi.“ Getur ekki ein bjargað heiminum Gunnhildur Árnadóttir starfar sem hjúkrunarfræðingur hjá hjálparsamtökunum Læknar án landamæra. Hún lagði til hliðar ljósmóðurdrauminn fyrir flökkulíf á framandi slóðum og segir lykilinn vera að trúa því að maður sé að gera gagn. FLÖKKUHJÚKR- UNARFRÆÐ- INGUR Gunn- hildur Árnadóttir er orðin þaulvön hlutum sem koma öðrum spánskt fyrir sjónir á borð við sóttkví, bólu- setningar og flug á framandi slóðir. Hún viðurkennir þó að með aldr- inum fylgi pressa á að festa rætur, eignast heimili og stofna fjölskyldu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.