Fréttablaðið - 28.06.2014, Blaðsíða 74
KYNNING − AUGLÝSINGSnjallsímaforrit LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 20146
Þetta kemur frábærlega út,“ segir Kristín Jóhannsdótt-ir, forstöðumaður Eldheima
í Vestmannaeyjum, en safnið var
opnað nýlega með sýningu um gosið
í Heimaey.
Sérstakt app var hannað fyrir
safnið af íslenska frumkvöðlafyrir-
tækinu Locatify. Appið leiðsegir gest-
um gegnum sýninguna út frá stað-
setningu en Eldheimar eru fyrsta
safnið á Íslandi sem nýtir sér þessa
tækni. Appið nemur hvar gestur-
inn er staddur á sýningunni hverju
sinni svo að hann fær sendar í sím-
ann upplýsingar sem eiga við það
sem fyrir augu hans ber.
„Leiðsögnin er snaggaralega
gerð og hönnunin á upplifuninni
sem gestir fá í eyrun til fyrirmynd-
ar,“ segir Kristín. „Það kemur fólki
á óvart hvað þetta er áhugavert og
skemmtilegt en allt niður í níu ára
börn fara allan hringinn á sýning-
unni, spennt með þetta í eyrunum.“
Kristín segir lifandi leiðsögn um
safnið varla þekkjast. Hún sé þó til
staðar.
„Það er alltaf einhver hér á vakt
sem getur leitt hópa gegnum safnið
sé þess óskað. Sjálf er ég „gos surv-
ivor“ og þó ég sinni öðru dagsdaglega
tel ég það ekki eftir mér að leiðsegja
hópum. Það eru helst eldri borgarar
sem óska eftir slíku og þá finnst er-
lendum gestum líka gaman að fá sög-
una beint frá einhverjum sem upp-
lifði hlutina.“
Leiðsögn gegnum snjallsíma
Eldheimar í Vestmannaeyjum nýta sér glænýja tækni í leiðsögn um safnið, fyrst safna á Íslandi. Gestir ganga um safnið með snjallsíma
og fá leiðsögn í eyrað eftir því hvar þeir eru staddir á sýningunni. Appið er hannað af íslenskum frumkvöðlum.
Kristín segir lifandi leiðsögn þó í boði sé þess óskað. Eldri borgarar nýti sér
hana helst og þá finnist erlendum gestum spennandi að fá söguna munn-
lega frá þeim sem upplifðu hana. MYND/ ÓSKAR PÉTUR FRIÐRIKSSON
Eldheimar eru fyrsta safnið sem nýtir sér þessa tækni en appið er hannað af íslenska frumkvöðlafyrirtækinu Locatify. MYNDIR/ ÓSKAR PÉTUR FRIÐRIKSSON
Appið nemur staðsetningu gestsins hverju sinni og sendir upplýsingar sem eiga við það sem fyrir
augu ber. MYND/ ÓSKAR PÉTUR FRIÐRIKSSON
Snjallgreiðslur
Með snjallgreiðslum
geturðu millifært á
farsímanúmer eða
netföng viðtakanda,
sem getur verið í
hvaða banka sem er.
Betri netbanki
á L.is
Öll almenn
bankaviðskipti
með farsímanum.
Hagnýtar
upplýsingar
Allar helstu
upplýsingar um
útibú, hraðbanka,
gjafakort o.fl.
Fyrir flesta
nettengda síma
Virkar á nánast
öllum nettengdum
símum.
Enginn
auðkennislykill
Hámarks öryggi
með nýju öryggis-
kerfi, og auðkennis-
lykillinn óþarfur.
Aukakrónur
Yfirlit yfir Auka-
krónur, afslætti
og samstarfs-
aðila.
Skannaðu QR kóðann
til þess að fara á L.is landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn
Hafðu bankann
í vasanum
Á L.is kemstu alltaf í bankann. Allar helstu
aðgerðir í netbanka – millifærslur, yfirlit banka-
reikninga, greiðsla reikninga og margt fleira – eru
aðgengilegar á L.is auk upplýsinga um markaði,
gjaldmiðla og stöðu Aukakróna.