Fréttablaðið - 28.06.2014, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 28.06.2014, Blaðsíða 74
KYNNING − AUGLÝSINGSnjallsímaforrit LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 20146 Þetta kemur frábærlega út,“ segir Kristín Jóhannsdótt-ir, forstöðumaður Eldheima í Vestmannaeyjum, en safnið var opnað nýlega með sýningu um gosið í Heimaey. Sérstakt app var hannað fyrir safnið af íslenska frumkvöðlafyrir- tækinu Locatify. Appið leiðsegir gest- um gegnum sýninguna út frá stað- setningu en Eldheimar eru fyrsta safnið á Íslandi sem nýtir sér þessa tækni. Appið nemur hvar gestur- inn er staddur á sýningunni hverju sinni svo að hann fær sendar í sím- ann upplýsingar sem eiga við það sem fyrir augu hans ber. „Leiðsögnin er snaggaralega gerð og hönnunin á upplifuninni sem gestir fá í eyrun til fyrirmynd- ar,“ segir Kristín. „Það kemur fólki á óvart hvað þetta er áhugavert og skemmtilegt en allt niður í níu ára börn fara allan hringinn á sýning- unni, spennt með þetta í eyrunum.“ Kristín segir lifandi leiðsögn um safnið varla þekkjast. Hún sé þó til staðar. „Það er alltaf einhver hér á vakt sem getur leitt hópa gegnum safnið sé þess óskað. Sjálf er ég „gos surv- ivor“ og þó ég sinni öðru dagsdaglega tel ég það ekki eftir mér að leiðsegja hópum. Það eru helst eldri borgarar sem óska eftir slíku og þá finnst er- lendum gestum líka gaman að fá sög- una beint frá einhverjum sem upp- lifði hlutina.“ Leiðsögn gegnum snjallsíma Eldheimar í Vestmannaeyjum nýta sér glænýja tækni í leiðsögn um safnið, fyrst safna á Íslandi. Gestir ganga um safnið með snjallsíma og fá leiðsögn í eyrað eftir því hvar þeir eru staddir á sýningunni. Appið er hannað af íslenskum frumkvöðlum. Kristín segir lifandi leiðsögn þó í boði sé þess óskað. Eldri borgarar nýti sér hana helst og þá finnist erlendum gestum spennandi að fá söguna munn- lega frá þeim sem upplifðu hana. MYND/ ÓSKAR PÉTUR FRIÐRIKSSON Eldheimar eru fyrsta safnið sem nýtir sér þessa tækni en appið er hannað af íslenska frumkvöðlafyrirtækinu Locatify. MYNDIR/ ÓSKAR PÉTUR FRIÐRIKSSON Appið nemur staðsetningu gestsins hverju sinni og sendir upplýsingar sem eiga við það sem fyrir augu ber. MYND/ ÓSKAR PÉTUR FRIÐRIKSSON Snjallgreiðslur Með snjallgreiðslum geturðu millifært á farsímanúmer eða netföng viðtakanda, sem getur verið í hvaða banka sem er. Betri netbanki á L.is Öll almenn bankaviðskipti með farsímanum. Hagnýtar upplýsingar Allar helstu upplýsingar um útibú, hraðbanka, gjafakort o.fl. Fyrir flesta nettengda síma Virkar á nánast öllum nettengdum símum. Enginn auðkennislykill Hámarks öryggi með nýju öryggis- kerfi, og auðkennis- lykillinn óþarfur. Aukakrónur Yfirlit yfir Auka- krónur, afslætti og samstarfs- aðila. Skannaðu QR kóðann til þess að fara á L.is landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Hafðu bankann í vasanum Á L.is kemstu alltaf í bankann. Allar helstu aðgerðir í netbanka – millifærslur, yfirlit banka- reikninga, greiðsla reikninga og margt fleira – eru aðgengilegar á L.is auk upplýsinga um markaði, gjaldmiðla og stöðu Aukakróna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.