Fréttablaðið - 28.06.2014, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 28.06.2014, Blaðsíða 34
FÓLK|HEILSA Komið er á markað nýtt postulínsefni í tannlækn-ingum, E.Max, sem að mörgu leyti leysir af hólmi gömlu gull- krónurnar og málm-ábrenndu postulínskrón- urnar. Efnið er úr tann- lituðu hvítu postulíni og engan dökkan málm er að finna. „Það er gaman að geta boðið upp á efni sem sameinar bæði styrk og flott útlit, við viljum auðvitað að postulínskrónur og brýr líkist sem mest náttúru- legum heilum tönnum og hafi sama gegnsæi,“ segja tannlæknir- inn Jón Ólafur Sigurjónsson og tannsmiðurinn Bjarni Róbert Jónsson. E.Max-postulínið kom á markað fyrir um átta árum og er í stöðugri þróun. Það er framleitt af Ivoclar Viva- dent, fyrirtæki með aðsetur í Liechtenstein. Ís- lenskir tannlæknar og tannsmiðir eru flestir farnir að bjóða upp á þessa tegund postulíns með góðum árangri. KRÖFUR FÓLKS ERU AÐ BREYTAST „Hér áður fyrr hafði fólk kannski ekki mikið um það að segja hvernig krónur eða brýr á tennur það fengi. Algengt var að tannlæknar gerðu gullkrónur til þess að styrkurinn yrði sem mestur. Þrátt fyrir að gull- krónur og gömlu málmábrenndu postulínskrónurnar séu endingar- góðar þá er útlit þeirra ekki eins gott og þegar nýja postulínið er notað,“ segir Jón Ólafur. „Fólk í dag hefur meira val um hvað það fær og staðreyndin er sú að flestir vilja fallegt, heilbrigt útlit á sínum tönn- um,“ segir Jón Ólafur enn fremur. MIKIL TÆKNIFRAMFÖR Í dag er hægt að endurskapa heil- brigt útlit tanna með postulíns- krónum þannig að erfitt er fyrir leikmann að sjá að um gervi sé að ræða. Krónur eru gjarnan gerðar á tennur ef þær hafa brotnað illa eftir til dæmis slys, eru mikið viðgerðar og slitnar eða í hreinum fagurfræði- legum tilgangi. „Postulínskerfi eins og E.Max- kerfið eru það góð að ómögu- legt getur verið að greina smíði frá náttúrulegri tönn,“ segja þeir Jón Ólafur og Bjarni Róbert. „Síðan er hægt að nota þetta postulínskerfi á tannplanta, þar sem tennur hafa tapast og skrúfu er komið fyrir í beininu.“ SAMSKIPTI TANNLÆKNIS OG TANN- SMIÐS MIKIL- VÆG Til að sem bestur ár- angur náist þarf samvinna tannlæknisins og tannsmiðsins að vera mikil. „Hér í Reykjavík er svo stutt á milli staða að það er ekkert mál fyrir tannsmiðinn að skreppa til tann- læknisins og fara yfir þau verkefni sem þeir eru að vinna saman,“ segir Bjarni Róbert. „Í dag nýtum við okkur tölvutæknina til sam- skipta að mörgu leyti líka, við tökum mikið af ljósmyndum og sendum á milli í tölvupósti, en það er alltaf gaman að hittast og ræða tilfellin, útkoman verður betri fyrir vikið,“ segir Jón Ólafur. Tannsmiðum hefur fækkað á Norðurlöndunum og eru mörg verkefni send alla leið til Kína. „Þar með tapast sá möguleiki að tannlæknir og tannsmiður skoði verkefnin saman í munni sjúk- lings og geri þær breytingar og lagfæringar sem óskað er eftir,“ segir Bjarni Róbert. KRÖFURNAR BREYTAST Í dag hefur fólk meira val þegar kemur að tannlækningum. Flestir vilja heilbrigt útlit á tönnum sínum. MYND/DANÍEL SAMVINNA Þeir Jón Ólafur og Bjarni Róbert vinna náið saman svo að sem bestur árangur náist fyrir sjúklinga þeirra. MYND/DANÍEL FYRIR OG EFTIR Hér er augntönnin frá náttúrunnar hendi í svæði hliðarframtannarinnar, tannplanti var settur í augntannarsvæðið sjálft og E.Max-króna smíðuð á það. Augntönninni sjálfri var breytt í hliðarframtönn með E.Max-postulínskrónu. KRÓNA Heilfræst króna úr E.Max MYND ÚR MYNDASAFNI IVOCLAR VIVADENT PRESSAÐAR SKELJAR Pressaðar skeljar úr E.Max sem eru límdar utan á tennur. MYND ÚR MYNDASAFNI IVOCLAR VIVADENT MIKLAR FRAMFARIR HAFA ORÐIÐ Í FEGRUNARTANNLÆKNINGUM MÁNAFOSS KYNNIR Efni úr tannlituðu, hvítu postulíni, E.Max, er nú komið á markað og kemur að mörgu leyti í stað gömlu gull- og postulínskrónanna. Með E.Max er hægt að endurskapa heilbrigt útlit tanna með postulínskrónum þannig að erfitt er að sjá hvort um gervi er að ræða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.