Fréttablaðið - 28.06.2014, Qupperneq 34
FÓLK|HEILSA
Komið er á markað nýtt postulínsefni í tannlækn-ingum, E.Max, sem að
mörgu leyti leysir af
hólmi gömlu gull-
krónurnar og
málm-ábrenndu
postulínskrón-
urnar. Efnið
er úr tann-
lituðu hvítu
postulíni og
engan dökkan
málm er að
finna. „Það er
gaman að geta
boðið upp á efni
sem sameinar bæði
styrk og flott útlit,
við viljum auðvitað
að postulínskrónur
og brýr líkist sem mest náttúru-
legum heilum tönnum og hafi
sama gegnsæi,“ segja tannlæknir-
inn Jón Ólafur Sigurjónsson og
tannsmiðurinn Bjarni
Róbert Jónsson.
E.Max-postulínið
kom á markað
fyrir um átta
árum og er
í stöðugri
þróun. Það
er framleitt af
Ivoclar Viva-
dent, fyrirtæki
með aðsetur í
Liechtenstein. Ís-
lenskir tannlæknar
og tannsmiðir eru
flestir farnir að
bjóða upp á þessa
tegund postulíns
með góðum árangri.
KRÖFUR FÓLKS ERU AÐ BREYTAST
„Hér áður fyrr hafði fólk kannski
ekki mikið um það að segja hvernig
krónur eða brýr á tennur það fengi.
Algengt var að tannlæknar gerðu
gullkrónur til þess að styrkurinn
yrði sem mestur. Þrátt fyrir að gull-
krónur og gömlu málmábrenndu
postulínskrónurnar séu endingar-
góðar þá er útlit þeirra ekki eins
gott og þegar nýja postulínið er
notað,“ segir Jón Ólafur. „Fólk í dag
hefur meira val um hvað það fær
og staðreyndin er sú að flestir vilja
fallegt, heilbrigt útlit á sínum tönn-
um,“ segir Jón Ólafur enn fremur.
MIKIL TÆKNIFRAMFÖR
Í dag er hægt að endurskapa heil-
brigt útlit tanna með postulíns-
krónum þannig að erfitt er fyrir
leikmann að sjá að um gervi
sé að ræða. Krónur
eru gjarnan gerðar
á tennur ef þær
hafa brotnað illa
eftir til dæmis
slys, eru mikið
viðgerðar og
slitnar eða
í hreinum
fagurfræði-
legum tilgangi.
„Postulínskerfi
eins og E.Max-
kerfið eru það
góð að ómögu-
legt getur verið
að greina smíði frá
náttúrulegri tönn,“
segja þeir Jón Ólafur og Bjarni
Róbert. „Síðan er hægt að nota
þetta postulínskerfi á tannplanta,
þar sem tennur hafa tapast og
skrúfu er komið fyrir í
beininu.“
SAMSKIPTI
TANNLÆKNIS
OG TANN-
SMIÐS MIKIL-
VÆG
Til að sem
bestur ár-
angur náist
þarf samvinna
tannlæknisins
og tannsmiðsins
að vera mikil. „Hér
í Reykjavík er svo
stutt á milli staða að
það er ekkert mál
fyrir tannsmiðinn
að skreppa til tann-
læknisins og fara yfir þau verkefni
sem þeir eru að vinna saman,“
segir Bjarni Róbert. „Í dag nýtum
við okkur tölvutæknina til sam-
skipta að mörgu leyti líka, við
tökum mikið af ljósmyndum og
sendum á milli í tölvupósti, en
það er alltaf gaman að hittast og
ræða tilfellin, útkoman verður
betri fyrir vikið,“ segir Jón Ólafur.
Tannsmiðum hefur fækkað á
Norðurlöndunum og eru mörg
verkefni send alla leið til Kína.
„Þar með tapast sá möguleiki að
tannlæknir og tannsmiður skoði
verkefnin saman í munni sjúk-
lings og geri þær breytingar og
lagfæringar sem óskað er eftir,“
segir Bjarni Róbert.
KRÖFURNAR BREYTAST Í dag hefur fólk meira val þegar kemur að tannlækningum. Flestir vilja heilbrigt útlit á tönnum sínum. MYND/DANÍEL
SAMVINNA Þeir Jón Ólafur og Bjarni Róbert vinna náið saman svo að sem bestur
árangur náist fyrir sjúklinga þeirra. MYND/DANÍEL
FYRIR OG EFTIR Hér er augntönnin frá náttúrunnar hendi í svæði hliðarframtannarinnar, tannplanti var settur í augntannarsvæðið
sjálft og E.Max-króna smíðuð á það. Augntönninni sjálfri var breytt í hliðarframtönn með E.Max-postulínskrónu.
KRÓNA Heilfræst króna úr E.Max
MYND ÚR MYNDASAFNI IVOCLAR VIVADENT
PRESSAÐAR SKELJAR
Pressaðar skeljar úr E.Max sem
eru límdar utan á tennur.
MYND ÚR MYNDASAFNI IVOCLAR VIVADENT
MIKLAR FRAMFARIR HAFA ORÐIÐ
Í FEGRUNARTANNLÆKNINGUM
MÁNAFOSS KYNNIR Efni úr tannlituðu, hvítu postulíni, E.Max, er nú komið á markað og kemur að mörgu leyti í stað gömlu
gull- og postulínskrónanna. Með E.Max er hægt að endurskapa heilbrigt útlit tanna með postulínskrónum þannig að erfitt er
að sjá hvort um gervi er að ræða.