Fréttablaðið - 12.07.2014, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 12.07.2014, Blaðsíða 10
12. júlí 2014 LAUGARDAGURSKOÐUN ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Þegar rigndi sem mest í byrj-un mánaðarins voru sagðar fréttir af viðræðum við-skiptaráðherra við banda- ríska verslanakeðju um margvís- legar tilhliðranir á íslenskri löggjöf gagnvart fyrirtækinu gegn því að það seldi íslenskan fisk í verslunum sínum erlendis. Af þessu tilefni hafa ýmsir bent á að þjóðin rétt náði að setja sér nýja fullveldisstjórnarskrá áður en Spánverjar knúðu hana til að veita undanþágu frá vínbanninu sem ákveðið var með þjóðaratkvæði. Í kjölfarið var leyfð sala á spænsk- um vínum til að opna markað fyrir saltfisk á Spáni. Svo mikið var haft við að í samninganefnd- inni við Spán- verja voru bæði oddvitar saltfisk- framleiðenda og góðtemplara. Af blöðum sögunnar má ráða að margir hafi upplifað þvingun Spánverja sem ögrun við nýfengið fullveldi. Í dag finnst flestum að afstaða Íslend- inga hafi byggst á forpokuðum hugmyndum og að Spánverjar hafi í raun kennt okkur góða lexíu um mikilvægi gagnkvæmni í samskipt- um ríkja og jafnvel opnað annað auga sumra fyrir gildi viðskipta- frelsis sem við vorum þá að þrengja og þurftum síðan að bíða í marga áratugi til að endurheimta. Bandaríska verslanakeðjan hefur ekki þvingunaraðstöðu eins og Spánverjar á sínum tíma. En hún gæti eigi að síður opnað augu einhverra fyrir margvíslegum pólitískum hindrunum á frjálsum viðskiptum sem enn halda lífs- kjörunum rýrari en vera þyrfti. Í því ljósi var boðskapur viðskipta- ráðherrans jafngildi sólargeisla í rigningatíð. Sólargeisli í rigningartíð Talsmenn verslunarinnar hafa lengi talað fyrir viðskipta-frelsi með landbúnaðarvör- ur og afnámi tollverndar. Samtök atvinnulífsins hafa nýlega óskað eftir að undanþágur frá sam- keppnislögunum sem hluti land- búnaðarframleiðslunnar nýtur verði afnumdar. Öllum þessum óskum hefur ríkisstjórnin hafnað. Sömu daga og viðskiptaráð- herra sagði ríkisstjórnina tilbúna til að ræða tilhliðranir við banda- ríska fyrirtækið um innflutning á kjöti frá Bandaríkjunum, verslun með lyf og áfengi og sameiginlega Evrópulöggjöf um vörumerkingar vegna neytendaverndar andmælti ríkisstjórnin fyrir dómi kröfum íslensks fyrirtækis um rýmri rétt til kjötinnflutnings á grundvelli gildandi laga. Ríkisstjórnin þarf að skýra afstöðu sína betur í þessum efnum. Mörgum kemur til að mynda spánskt fyrir sjónir að fríverslun með landbúnaðarafurðir og virk samkeppni á því sviði skuli vera til umræðu við bandarísk fyrirtæki en ekki íslensk? Þá þarf að skýra hvers vegna samtöl af þessu tagi fara fram við einstök bandarísk fyrirtæki en ekki við ríkisstjórn Bandaríkjanna til að tryggja gagnkvæmni varðandi mögulegan útflutning á íslenskum landbúnað- arafurðum. Evrópureglur um vörumerk- ingar eru fyrst og fremst neyt- endavernd. Ekki er þó loku fyrir það skotið að í einhverjum tilvik- um geti þær jafnframt verið þátt- ur í viðskiptahindrunum. Ríkis- stjórnin vill ekki vera aðili með öðrum Evrópuþjóðum að viðræð- um við Bandaríkin um víðtækan fríverslunarsamning sem meðal annars er ætlað að ryðja úr vegi tæknilegum viðskiptahindrunum. Hvers vegna má ræða slík mál við einstakt bandarískt fyrirtæki en ekki almennt í samstarfi með þeim þjóðum sem við eigum mest við- skipti við? Viðskiptastefna landsins þarf að byggja á miklu skýrari og heild- stæðari hugmyndafræði en fram hefur komið. En yfirlýsingarnar vekja þó vonir um að ræða megi breytingar hleypidómalaust. Rótlaus hugmyndafræði Einhverjir kunna að halda að yfirlýsingar viðskiptaráð-herra beri öll merki gáleysis og þar af leiðandi megi ekki taka þær alvarlega. Þegar málflutning- ur ráðherrans til lengri tíma er skoðaður er full ástæða til að ætla annað og að þar búi að baki raun- verulegur vilji til kerfisbreytinga í landbúnaði. Nefna má að viðskiptaráðherra og fleiri þingmenn, þar á meðal einn áhrifamesti núverandi þing- maður Framsóknarflokksins sem jafnframt er orðinn aðstoðar- maður forsætisráðherra, fluttu á síðasta kjörtímabili tillögu til þingsályktunar um fríverslun við Bandaríkin. Framkvæmd hennar hefði til að mynda leitt til fríversl- unar með landbúnaðarvörur. Til- lagan fól með öðrum orðum í sér grundvallarbreytingar á ríkjandi landbúnaðarstefnu. Þessi hugsun er því ekki ný af nálinni af hálfu viðskiptaráð- herra. Ábyrgðin sem fylgir setu í ríkisstjórn sýnist ekki hafa breytt henni. Það er að vísu brotalöm í þeirri hugsun að ræða megi við- skiptafrelsi með landbúnaðar- afurðir við Bandaríkin en ekki Evrópu. En virða ber að rökrétt ályktun af yfirlýsingu viðskiptaráðherra er sú að ríkisstjórnin getur ekki haldið landbúnaðarhagsmunun- um lengur fram sem málefnalegri röksemd gegn Evrópusambands- umsókninni. Þótt yfirlýsingin leiði ekki til annars hefur hún verið til góðs. Dýpri hugsun S vo vanhugsaðar voru reglur um samskipti skóla og svonefndra lífsskoðunarfélaga að upphaflega stóð til að banna jólaföndur í grunnskólum Reykjavíkurborgar ásamt öllu öðru er gæti tengst trúaráróðri. Bann við jólaföndri gekk reyndar ekki eftir en árið 2011 sam- þykkti borgarráð tillögur mannréttindasviðs Reykjavíkurborg- ar um samskipti leik- og grunnskóla við trúar- og lífsskoðunar- félög. Við þekkjum öll umræðuna sem spratt upp í tengslum við þessar reglur. Gídeonfélagið má ekki lengur gefa tíu ára börnum Nýja testamentið og í sumum skólum mega krakkar jú alveg fara í kirkju og syngja sálma en þau mega ekki biðja bænir. En þau mega samt fá frí til að fara í fermingarfræðslu og prestar hafa leyfi til að sinna áfallahjálp í skólum. Ekki er öll vitleysan eins og sitt sýnist hverjum en þessar reglur snerta ekki eingöngu samskipti trúfélaga og skóla heldur einnig íþróttafélaga. Já, íþróttafélög mega ekki lengur kynna starfsemi sína í skólum og hefur þetta bann komið verulega niður á starfi íþróttafélaga eins og kemur fram hjá Hauki Þór Haraldssyni, framkvæmdastjóra Íþróttafélags Reykjavíkur, ÍR, í Fréttablaðinu í dag: „Bann við kynningu á starfsemi íþróttafélaga í skólum er mjög bagalegt, sérstaklega í hverfishlutum þar sem hátt hlut- fall foreldra er ekki með íslensku sem móðurmál. Margir for- eldrar hafa ekki yfirsýn yfir það sem er í boði,“ segir Haukur Þór en tilefni ummæla hans er að íbúar í Fella- og Hólahverfi nýta frístundakort í mun minna mæli en gert er í öðrum hverfum. Tekið hefur verið á það ráð að bjóða upp á ókeypis íþróttaæfingar fyrir börn og unglinga síðdegis á þriðjudögum og fimmtudögum við Fellaskóla. Til að kynna fyrir krökkunum í hverfinu alla þá möguleika sem í boði eru. Eva Dögg Guðmundsdóttir stýrir verkefninu en hún segir að nýting á frístundakorti í póstnúmerinu 111 sé í kringum 60 prósent sem er lítið en í sumum hverfum er nýtingin allt að 90 prósent. Til að auglýsa íþróttaæfingarnar var dreift plakötum á fjórum tungumálum í um 130 stigaganga og segir Eva Dögg fyrrnefndar reglur „sem banna kynningu á frístundastarfi í skólum ekki hafa greitt götu þessa verkefnis“. Áður en þessi gallaða reglugerð tók gildi var gott samstarf milli íþróttafélaga og skóla í Reykjavík. Það samstarf er auð- vitað ekki svipur hjá sjón í dag. Það góða fólk sem sat í mann- réttindaráði Reykjavíkurborgar á síðasta kjörtímabili og þeir borgarfulltrúar sem samþykktu tillögurnar hafa líklega meint vel. Hugmyndin að baki reglunum hefur væntanlega verið að bola prestum Þjóðkirkjunnar og Gídeonfélaginu úr leik- og grunnskólum. Að baki slíku liggur viljinn til að tryggja rétt minnihlutans því þótt níu af hverjum tíu Íslendingum séu kristnir þurfum við alltaf að virða rétt hinna sem eru það ekki. En það er augljóst að þessar reglur eru vitlausar og illa ígrundaðar og í ljósi reynslunnar þarf að endurskoða þær hið snarasta, ef ekki henda þeim. Samskipti grunnskóla og íþróttafélaga: Áróður íþrótta- félaga bannaður Mikael Torfason mikael@frettabladid.is fyrir börn í Suður-Súdan Neyðarákall Hundruð þúsunda barna búa við sára neyð og hungur í Suður-Súdan. Þau þurfa hjálp – núna! Súdan Eþíópía Mið-Afríku- lýðveldið Suður-Súdan Sendu sms-ið BARN í númerið 1900 og gefðu 1.900 krónur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.