Fréttablaðið - 12.07.2014, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 12.07.2014, Blaðsíða 64
12. júlí 2014 LAUGARDAGUR| SPORT | 40 HANDBOLTI Ákvörðun Alþjóða- handknattleikssambandsins, IHF, um að úthluta Þýskalandi sæti Eyjaálfu á HM í Katar hefur ekki farið fram hjá stuðningsmönn- um íslenska landsliðsins. For- ráðamenn HSÍ hafa óskað eftir skýringum frá bæði IHF og EHF, Handknattleikssambandi Evr- ópu, af hverju gengið var fram hjá Íslandi en án mikils árangurs. Ísland var tilnefnt sem fyrsta varaþjóð Evrópu af EHF en það virtist engin áhrif hafa á forráða- menn IHF sem veittu Þýskalandi þátttökurétt á þeim forsendum að liðið náði bestum árangri (5. sæti) á HM 2013 af þeim liðum sem féllu út í undankeppni HM í Katar. Olof Bruchmann er ritstjóri vikuritsins Handball Woche, eins virtasta fjölmiðils Þýskalands sem fjallar um handbolta. Bruchmann segir að ákvörðun IHF hafi að mestu verið tekið fagnandi í ytra. Ánægja í Þýskalandi „Ég er auðvitað ánægður með að Þýskaland verði með á HM. Það þýðir að við getum vakið meiri athygli á okkar störfum auk þess sem þátttakan hefur bein áhrif á áskriftasölu,“ sagði Bruchmann í samtali við Fréttablaðið. „Maður heyrir þó ýmislegt misjafnt um þessa ákvörðun og umræða hefur farið fram um ástæður þess að Þýskalandi var úthlutað þessum „wildcard“-þátttökurétti. Bruchmann á þó ekki von á því að þýska handboltaforystan muni velta vöngum yfir málinu. „Sér- staklega ekki þar sem Þýskaland missti af ÓL í Lundúnum, EM í Danmörku og tapaði fyrir Póllandi í umspilinu fyrir HM í Katar. Það er hlutverk okkar blaðamanna að leita allra mögulega svara en það mun enginn leikmaður, þjálfari eða forráðamaður liðs í Þýskalandi kvarta undan þessu. Þeir eru allir ánægðir með að þýska landsliðið sé aftur með á stórmóti.“ Snýst líka um Ólympíuleikana Bruchmann segir morgunljóst að miklir fjárhagslegir hagsmunir eru fólgnir í þátttöku Þýskalands á stórmóti eins og HM. „Þýski mark- aðurinn og þýska úrvalsdeildin eru afar mikilvæg í handboltaheimin- um og þessi markaður verður að vera til staðar á HM. Og það kemur meira til en bara peningar því handboltinn hefur verið að berjast fyrir tilverurétti sínum á Ólympíu- leikum. Það verður því að viðhalda áhuga stuðningsmanna, styrktar- aðila og sjónvarpstöðva því annars á íþróttin það á hættu að missa til- verurétt sinn á Ólympíu leikum,“ bendir hann á. Bruchmann telur þó að Ísland ætti að leita allra leiða til að láta reyna á ákvörðun IHF. „Forráða- menn Hamburg ákváðu að kæra þegar liðið fékk ekki keppnis- leyfi í þýsku úrvalsdeildinni og það gekk eftir. Ég myndi því ráð- leggja Íslandi að kanna alla mögu- leika, þó ekki nema til að fullvissa sig um að allar mögulegar leið- ir voru reyndar. Við verðum með nítján lið í úrvalsdeildinni í Þýska- landi í vetur – kannski verða 30 lið á HM í Katar en ekki 24. Maður veit aldrei,“ sagði Bruchmann að lokum. eirikur@frettabladid.is SPORT FÓTBOLTI Úrslitaleikur HM fer fram á Maracana-leikvanginum í Ríó á morgun. Eins og flestum ætti að vera kunnugt um mætast þar Argentína og Þýskaland. Þessar sömu þjóðir mættust síðast í úrslitum árið 1990 er HM var haldið á Ítalíu. Þá vann Þýskaland (eða Vestur-Þýskaland réttara sagt) 1-0 sigur gegn Diego Maradona og félögum. Þeim leik hafa Argentínumenn ekki ekki gleymt en þeir hafa ekki komist í úrslitaleikinn síðan þá. Nú er það annar argentínskur snillingur, Lionel Messi, sem stendur í vegi fyrir Þjóðverjum. Rétt eins og 1990 er argentínska liðið nokkuð laskað. Sergio Aguero kom þó inn í síðasta leik og Angel di Maria leggur allt í sölurnar til að hann geti spilað úr- slitaleikinn. Báðir eru þeir leikmenn sem Argentína þarf á að halda gegn frábæru þýsku liði sem pakkaði Brasi- líu saman, 7-1, í undanúrslitunum. „Þýskaland er með frábært lið sem hefur spilað lengi saman. Við viljum vinna alla leiki og hafa boltann sem mest en við vitum að það verður erfitt,“ segir Aguero. Nánari umfjöllun um leikinn er á blaðsíðu 20. - hbg Argentína ætlar að hefna fyrir HM 1990 HVAÐ GERIR MESSI? Það er mikil pressa á Messi. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY FÓTBOLTI Liverpool staðfesti í gær sölu á úrúgvæska marka- hróknum Luis Suárez til Barce- lona, en talið er að Katalóníu- risinn borgi á endanum um 75 milljónir punda (15 milljarða króna) fyrir leikmanninn. Suárez er búinn að samþykkja fimm ára samning hjá Barca sem má ekki kynna hann fyrir stuðn- ingsmönnum sínum á Nývangi þar sem hann er í fjögurra mán- aða banni frá knattspyrnuvöllum. Þessi frábæri leikmaður skor- aði 31 mark í 33 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, en hann mun nú mynda ógnvæn- legt þríeyki í framlínu Börsunga með Lionel Messi og Neymari. „Ég vona að þið skiljið öll ákvörðun mína. Að spila og búa á Spáni þar sem fjölskylda mín á heima er draumur sem ég hef átt allt mitt líf. Ég tel að nú sé rétti tíminn,“ sagði Luis Suárez í fréttatilkynningu í gær. - tom Luis Suárez sá þriðji dýrasti BÖRSUNGUR Luis Suárez spilar á Nývangi næstu árin. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY FÓTBOLTI Brasilía og Holland mætast í leiknum um þriðja sætið á HM 2014 í fótbolta á laugardagskvöldið klukkan 20.00. Ljóst er að hvorugt liðið hefur áhuga á að spila leikinn eftir tap í undanúrslitum í vikunni. Arjen Robben sagði við fjölmiðla eftir tapið gegn Argen- tínu hvernig honum litist á bronsleikinn: „Þetta er tilgangslaus leikur sem ég skil ekki af hverju fer fram. HM snýst um einn hlut; að vinna heims- meistaratitilinn.“ Brasilíumenn geta kannski bjargað andlitinu með því að vinna leikinn í höfuðborginni eftir skellinn sem liðið fékk gegn Þýskalandi í úrslitum. Það yrði örlítil sárabót fyrir þjóðina að sjá strákana sína vinna síðasta leikinn og komast á verðlaunapall. Búist er við að leikmenn sem hafa fengið fá tækifæri til þessa á mótinu spili. Bjarga Brassar andlitinu í Brasilíuborg? Láta reyna á alla möguleika Ritstjóri þýska vikuritsins Handball Woche telur að handboltaforystan á Íslandi eigi að fara með ákvörðun IHF um að hleypa Þýskalandi á HM í Katar fyrir dómstóla. Nýleg dæmi sýna að slík úrræði geta borið árangur. VIÐ VERÐUM MEÐ Þýskaland varð í fimmta sæti á HM á Spáni 2013 sem fleytti þeim þýsku alla leið til Katar. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Kannski verða 30 lið á HM í Katar en ekki 24. Olof Bruchmann, ritstjóri Handball Woche Nj óttu með v eitingum frá Aal to Bi str o Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.