Fréttablaðið - 12.07.2014, Blaðsíða 61

Fréttablaðið - 12.07.2014, Blaðsíða 61
LAUGARDAGUR 12. júlí 2014 | MENNING | 37 TÓNLIST ★★★★ ★ Orgelandakt, hádegistónleikaröð Douglas A. Brotchie lék verk eftir Böhm, Corigliano og Kurtág. MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ. Orgelandakt er nafnið á tónleikaröð sem haldin er árlega í Landakots- kirkju yfir sumartímann. Tónleikarn- ir eru á miðvikudögum í hádeginu og taka hálftíma. Eins og nafn raðarinn- ar ber með sér er um eins konar hug- leiðslustund að ræða, sem er leidd af presti, séra Jakobi Rolland. Þetta eru því meira en bara venjulegir hádegis- tónleikar. Ég hef verið á tónleikum í þessari röð þar sem ekki hefur verið nægilega hugað að því að tónlistin passi inn í ramma and aktar. En sú var ekki raun- in nú. Tónleikarnir byrjuðu á fremur glaðlegu verki, partítu eftir Georg Böhm (Jesu, du bist allzu schöne), en svo varð tónlistin innhverfari og hent- aði því prýðilega til íhugunar. Partítan eftir Böhm var fallega leikin af organistanum Douglas A. Brotchie, en hann er Skoti og hefur verið búsettur hér í 30 ár. Hljómurinn í orgelinu var mjúkur vel framan af, en svo tók meiri glans við. Brotchie spilaði skýrt og yfirvegað, allar nótur voru á sínum stað. Takturinn var jafn og agaður, jafnvægi á milli radda var hæfilegt og hnitmiðað. Hraðar nótna- strófur voru tærar og nákvæmar. Flutningurinn var því sannfærandi. Það var skemmtileg stígandi í túlk- uninni, allt frá mýktinni í byrjun til skærari áferðar undir lokin. Óneitan- lega var hápunkturinn flottur. Hitt á efnisskránni kom líka ágæt- lega út. Hið fyrra var O God of Love, umritun úr óperunni Ghosts of Ver- sailles eftir John Corigliano. Þetta er samtímatónlist og talsvert annar brag- ur á henni en barokkverkinu sem við heyrðum fyrst. Þarna var hunangssæt laglína skreytt sérlega safaríkum, en jafnframt þokukenndum hljómum. Það var glæsilega útfært af Brotchie. Laglínan og hljómarnir voru fagur- lega bundnir, heildarhljómurinn var trúverðugur og unaðslegur áheyrnar. Útkoman var nánast ekki af þessum heimi. Í restina lék Brotchie fjögur smá- stykki úr Jatekok VI, þ.e. sjötta bindinu úr „leikjum“ eftir ungverska samtímatónskáldið György Kurtág. Eftir því sem ég best veit eru stykk- in upphaflega samin fyrir píanó, eða píanódúett og þeim svipar á marg- an hátt til Microcosmos eftir Bar- tók. Brotchie lék verkin með réttum dramatískum tilburðum, af tæknilegu öryggi og fagmennsku. Vissulega var tónlistin ekkert sérlega aðgengileg, en hún var innhverf og hóflega löng, sem átti sérlega vel við hér. Þetta var alveg rétti endirinn á dagskránni. Ég hvet fólk til að setjast inn í Kristskirkju í hádeginu á miðvikudög- um og slaka á í miðju annríki dagsins. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Fallegur orgelleikur, vel valin efnisskrá. Notaleg stund í Kristskirkju KRISTSKIRKJA „Ég hvet fólk til að setjast inn í Kristskirkju í hádeginu á miðvikudögum og slaka á í miðju annríki dagsins,“ segir Jónas Sen. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ELÍSABET PÉTURSDÓTTIR „Frumkvæðið kom frá söfn- unum sjálfum og söfn um allt land taka þátt í deginum.“ FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Safnadagurinn hefur verið haldinn í þessari mynd síðan 1997, en þetta byrjaði snemma á tíunda áratug síðustu aldar,“ segir Elísabet Pétursdóttir, verk- efnastjóri hjá Félagi íslenskra safna og safnmanna, um tildrög Íslenska safnadagsins sem er á morgun. „Frumkvæðið kom frá söfnunum sjálfum og söfn um allt land taka þátt í deginum. Þau eru ekki öll með sérstaka dagskrá í tilefni dagsins, þótt mörg þeirra séu það, heldur er verið að kynna það sem er að ger- ast í söfnum landsins núna.“ Markmiðið með deginum er að benda á mikil- vægi faglegrar varðveislu og miðlunar sameigin- legra verðmæta þjóðarinnar og þá einstöku leið til lifandi þekkingaröflunar og skemmtunar sem finna má á söfnum. „Við erum alltaf að reyna að efla sýni- leika íslenskra safna og koma því fjölbreytta starfi sem þar er unnið á framfæri,“ segir Elísabet. „Það er ókeypis aðgangur á langflestum stöðum, en mörg safnanna úti á landi hafa einfaldlega ekki bolmagn til þess. Sum safnanna eru líka með annan opnunar- tíma á morgun, en þetta er ekki eins og á safnanótt þegar opið er til miðnættis, það er rétt að undir- strika það til að forðast misskilning.“ Söfn um land allt taka þátt í deginum og bjóða þau mörg upp á sérstaka dagskrá í tilefni hans. Í Hafnar- borg er fjölskylduleiðsögn, um sýninguna Ummerki sköpunar, þar sem listaverk frá ýmsum tímum eru skoðuð og skeggrædd með hjálp undarlegra eða mjög venjulegra hluta sem allir þekkja en tengja ekki endilega við listir. Í Þjóðminjasafni er leiðsögn um grunnsýningu safnsins og á Listasafni Einars Jónssonar býður starfsfólk safnsins gestum í sam- tal um valdar styttur á safninu – Tölum saman um stytturnar á safninu. Á Gljúfrasteini eru tónleikar, í Menningarmiðstöð Þingeyinga er aldarafmælissýn- ing Héraðssambands Þingeyinga og farandsýning Þjóðminjasafnsins, Snertið ekki jörðina – leikir 10 ára barna. Í Norska húsinu í Stykkishólmi er sýning- in Pixlaður tími – sjónrænt samtal við fortíðina og þjóðbúningahátíð – svo fátt eitt sé nefnt. Dagskrána í heild má finna á safnmenn.is og safnabokin.is. fridrikab@frettabladid.is Efl a sýnileika safna Íslenski safnadagurinn er á morgun og söfn um allt land kynna starfsemi sína og sýningar. Mörg þeirra hafa ókeypis aðgang þennan dag og sums staðar er sérstök dagskrá í tilefni dagsins. Markmiðið er að efl a sýnileika íslenskra safna. NOTAÐIR BÍLAR Kletthálsi 2 · 110 Reykjavík · Sími 590 2160 · www.notadir.is Kia Sorento EX 2,2 Árg. 2012, ekinn 53 þús. km, dísil, 198 hö., sjálfskiptur, 4x4, eyðsla 6,7 l/100 km.* Verð: 5.690.000 kr. Kia cee‘d LX 1,4 Árg. 2013, ekinn 28 þús. km, dísil, 90 hö., beinskiptur 6 gíra, eyðsla 4,1 l/100 km.* Verð: 2.990.000 kr. Kia Sportage EX 2,0 Árg. 2013, ekinn 39 þús. km, dísil, 136 hö., sjálfskiptur, 4x4, eyðsla 6,9 l/100 km.* Verð: 5.390.000 kr. Kia cee‘d LX 1,6 Árg. 2012, ekinn 45 þús. km, dísil, 116 hö., 6 gíra, sjálfskiptur, eyðsla 4,4 l/100 km.* Verð: 2.850.000 kr. 5 ár eftir af ábyrgð 5 ár eftir af ábyrgð 6 ár eftir af ábyrgð 6 ár eftir af ábyrgð Veldu notaðan Kia með lengri ábyrgð Kia Picanto LX 1,0 Árg. 2012, ekinn 73 þús. km, bensín, 69 hö., beinskiptur 5 gíra, eyðsla 4,2 l/100 km.* Verð: 1.480.000 kr. Greiðsla á mánuði 19.990 kr.** **M.v. 39% innborgun og 60 mán. óverð- tryggt lán á 9,4% vöxtum. Árleg hlutfalls- tala kostnaðar: 12,08%. 5 ár eftir af ábyrgð Kia Sorento EX Lux 2,2 Árg. 2012, ekinn 75 þús. km, dísil, 198 hö., sjálfskiptur, eyðsla 6,7 l/100 km.* Verð: 5.890.000 kr. Greiðsla á mánuði 49.900 kr.** **M.v. 61% innborgun og 60 mán. óverð- tryggt lán á 9,4% vöxtum. Árleg hlutfalls- tala kostnaðar: 11,42%. 5 ár eftir af ábyrgð Opið virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16 4x4 Grænn bíll4x4 4x4 *Uppgefnar eyðslutölur framleiðanda m.v. blandaðan akstur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.