Fréttablaðið - 12.07.2014, Blaðsíða 20
12. júlí 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 20
Argentína er komin í úrslit á HM í fyrsta skipti í 24 ár. Úrslita-leikurinn á morgun er endurtekning á úrslita-leiknum fyrir 24 árum
er Argentína spilaði gegn Þýska-
landi. Reyndar hét það Vestur-
Þýskaland á þeim tíma.
Besti knattspyrnumaður heims
síðustu ár, Lionel Messi, er nú
aðeins einum leik frá því að feta
í fótspor mannsins sem flestir
telja vera þann besta frá upp-
hafi – Diego Armando Maradona.
Fjölmargir eru á því að hann hafi
sigrað á HM 1986 nánast upp á
eigin spýtur en hann varð svo
að lúta í gras fyrir Þjóðverjum
í úrslitaleiknum fjórum árum
síðar.
Á HM í Mexíkó árið 1986 kom
Maradona að 10 af 15 mörkum
liðsins og skapaði langflest færi
allra á mótinu. Hann átti einnig
flesta spretti allra þó svo hann
væri með yfirfrakka á sér í öllum
leikjum. Messi þekkir það einnig
vel að fá frakka á sig en þrátt
fyrir það hefur hann átt bein-
an þátt í rúmlega 62 prósentum
marka Argentínu á mótinu. Hann
hefur þó ekki verið sparkaður
jafn grimmilega niður og Mara-
dona á sínum tíma þó vissulega
sé fast tekið á honum.
Messi hefur ekki verið eins
afgerandi í sínum leik á HM í
Brasilíu og Maradona var árið
1986, en hann er engu að síður
kominn í úrslitaleikinn og er
maðurinn á bak við velgengni
liðsins. Hann skoraði úr fyrstu
vítaspyrnu Argentínumanna í
undanúrslitaleiknum gegn Hol-
landi og lék vel í riðlakeppninni.
Hann er búinn að skora fjögur
mörk í keppninni og leggja upp
eitt mark. Messi hefur þó ekki
náð að skora í útsláttarkeppninni.
Ólíkt því sem var upp á ten-
ingnum fyrir fjórum árum þá
hefur Messi notið þess meir núna
að spila uppi félaga sína í stað
þess að reyna að gera allt sjálfur.
Samstarf hans við Angel di Maria
var mjög farsælt og það leyndi
sér ekki að Messi saknaði hans í
undanúrslitaleiknum.
Allan sinn feril hefur Messi
mátt þola endalausan samanburð
við Maradona. Skiljanlega, enda
báðir snillingar frá sama land-
inu og í svipuðum stærðarflokki.
Messi er þremur sentimetrum
hærri en Maradona sem er 166
sentimetrar að hæð. Þrátt fyrir
ótrúleg afrek í Evrópu þá stendur
hann enn í skugga Diego.
Fengið gagnrýni í Argentínu
Messi hefur í gegnum tíðina verið
sakaður um að vera meiri Kat-
alóni en Argentínumaður. Hann
hefur mátt heyra gagnrýni um
að hann leggi sig ekki allan fram
fyrir landsliðið. Snillingurinn
smávaxni hefur viðurkennt að sú
umræða hafi oft sært hann. Hann
hefur því mætt mótlæti í föður-
landinu.
Til þess að komast á sama stall
og Maradona trónir á segja marg-
ir að hann verði að sigra á HM
með Argentínu. Það sé það eina
sem dugi til. Aðrir segja á móti að
ótrúleg afrek hans með Barc elona
tali sínu máli. Vissulega tals-
vert til í því en það jafnast samt
ekkert á við það afrek að sigra í
sjálfri heimsmeistarakeppninni.
Tækifæri Messi er núna og
ekki víst að hann komist aftur í
þessa stöðu á ferlinum. Arfleifð
hans er að miklu leyti undir í
þessum leik. Takist Messi að leiða
Argentínu til sigurs á HM í fyrsta
skipti í 28 ár þá er hann klárlega
kominn út úr skugga Maradona
þó það verði líklega rifist um það
til eilífðarnóns hvor þeirra hafi
verið betri knattspyrnumaður.
TEKST MESSI LOKS AÐ
STÍGA ÚT ÚR SKUGGA
MARADONA?
Það er meira undir í úrslitaleik HM á morgun en sjálfur titillinn. Sérstaklega hjá
besta knattspyrnumanni heims undanfarin ár, Lionel Messi. Þrátt fyrir ótrúlega
farsælan feril hefur hann þurft að lifa í skugga Diego Maradona í föðurlandinu.
Arfl eifð Messi er að mörgu leyti undir í þessum leik er hann fær tækifæri til
þess að gera það sem Maradona gerði síðastur Argentínumanna.
Úrslitaleikur HM árið 1990 á milli
Argentínu og Vestur-Þýskalands
var endurtekning á úrslitaleikn-
um fjórum árum áður. Þá vann
Argentína 3-2 en Þjóðverjar náðu
fram hefndum gegn Maradona og
félögum með 1-0 sigri á Ólympíu-
leikvanginum í Róm.
Eina mark leiksins skoraði
Andreas Brehme úr vítaspyrnu
fimm mínútum fyrir leikslok.
Leikurinn var ekki sá skemmtileg-
asti í keppninni en hann var sögu-
legur að mörgu leyti.
Í fyrsta skipti í úrslitaleik HM
voru leikmenn reknir af velli. Arg-
entínumaðurinn Pedro Monzon
fékk þann vafasama heiður að
verða sá fyrsti sem fékk rautt í
úrslitum HM er hann negldi Jürg-
en Klinsmann, núverandi lands-
liðsþjálfara Bandaríkjanna, niður.
Landi hans, Gustavo Dezotti, fór
sömu leið er hann fékk sitt annað
gula spjald fyrir skrautlega tækl-
ingu á Jürgen Kohler.
Argentínumenn lögðust í skot-
grafirnar í þessum leik enda með
fjóra byrjunarliðsmenn í banni
og aðra meidda. Maradona var í
strangri gæslu allan leikinn og
komst ekkert áfram. Argentínu-
menn ætluðu sér í vítakeppni og
áttu aðeins eitt skot að marki allan
leikinn á meðan Þjóðverjar lúðr-
uðu sextán sinnum á rammann.
Það eru talsverð líkindi á milli lið-
anna í dag og fyrir 24 árum. Arg-
entína er með einn yfirburðamann
sem bjargar þeim þegar á þarf að
halda og liðið hefur verið gagnrýnt
fyrir leiðinlegan leik rétt eins og
árið 1990. Í marki Argentínu er líka
óþekktur vítabani sem hefur stigið
upp líkt og Sergio Goycochea gerði
á Ítalíu fyrir 24 árum.
Þýskaland er aftur á móti sterk
liðsheild þar sem enginn einn leik-
maður skarar fram úr. Liðið er vél
og við þessa þýsku vél réð Argent-
ína ekki fyrir 24 árum.
Argentína hefur beðið í 24 löng ár eft ir hefndinni
Sömu þjóðir og mættust í úrslitum HM 1990 spila til úrslita í ár og Argentínumenn munu ekki sætta sig við annað tap gegn þýskum.
LOK, LOK
OG LÆS
Maradona
komst ekkert
áfram í
úrslita leikn-
um 1990.
Hvað gerir
Messi gegn
Þjóðverjum
á morgun?
FRÉTTABLAÐIÐ/
GETTY
Henry Birgir
Gunnarsson
henry@frettabladid.is
MARADONA MESSI
14 HM-LEIKIR
2006 | 2010 | 2014
21 HM-LEIKUR
1982 | 1986 | 1990 | 1994
8 mörk | 8 stoðsendingar
1.468 snertingar | 183,5 snertingar milli marka
26 skot á mark | 44,1% á markið
5 Mörk | 3 stoðsendingar
958 snertingar | 191,6 snertingar milli marka
22 skot á mark | 44% á markið
2007 Mín. spilaðar | 250.9 mín milli marka 1170 Mín. spilaðar | 234.0 mín milli marka
MÖRK
45
STOÐSENDINGAR
14
HEILDARMÖRK ARGENTÍNU Í KEPPNINNI
KOMIÐ AÐ MÖRKUM LIÐSINS
HM-TITLAR
SKÖPUÐ FÆRI
8
63%
?
21
14
71,4%
26
1
1986 2014